Körfubolti

Jón Axel frá­bær í sigri toppliðsins

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jón Axel Guðmundsson átti mjög góðan leik með toppliði spænsku b-deildarinnar.
Jón Axel Guðmundsson átti mjög góðan leik með toppliði spænsku b-deildarinnar. Vísir/Anton Brink

Jón Axel Guðmundsson kom sjóðandi heitur til baka úr landsleikjaglugganum og hjálpaði San Pablo Burgos að styrkja stöðu sína í toppsæti sænsku B-deildarinnar.

San Pablo vann þá nokkuð sannfærandi tíu stiga heimasigur á Hestia Menorca, 91-81.

Jón Axel endaði leikinn með 20 stig, 3 fráköst og 5 stolna bolta. Hann var stigahæstur í sínu liði og hitti úr átta af tólf skotum þar af 2 af 4 fyrir utan þriggja stiga línuna.

Þetta er í annað skiptið á tímabilinu sem Jón skoraði tuttugu stig í leik en mest hefur hann skorað 21 stig.

San Pablo tapaði síðasta leik fyrir landsleikina eftir að hafa unnið sjö fyrstu leiki sína.

Jón Axel var kominn með 14 stig og 3 stolna bolta í hálfleik en hann hitti úr 6 af 8 skotum sínum í fyrri hálfleiknum.

San Pablo Burgos var líka í mjög góðum málum með sautján stiga forystu í hálfleik, 47-30.

Jón Axel skoraði ekki i þriðja leikhluta og Menorca minnkaði muninn niður í átta stig, 62-54.

Jón skoraði fjögur stig á upphafsmínútum fjórða leikhlutans og Burgos menn voru fljótir að auka muninn.

Burgos héldu síðan út og unnu nokkuð öruggan sigur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×