Sport

Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alina Zagitova var án efa besti skautdansari heims á árunum 2018 til 2019.
Alina Zagitova var án efa besti skautdansari heims á árunum 2018 til 2019. Getty/Koki Nagahama

Hin rússneska Alina Zagitova vann Ólympíugull þegar hún var aðeins fimmtán ára gömul. Nú sjö árum síðar er hún að koma sér fréttirnar á allt annan máta.

Zagitova er nú 22 ára gömul og þykir greinilega fátt skemmtilegra en að „kitla pinnann“ þegar hún er undir stýri.

@sportbladet

Þessi fyrrum skautadrottning hefur samkvæmt fréttum frá heimalandinu safnað upp 197 hraðasektum á þessu ári.

Sport-Express segir einnig frá því að Zagitova eigi tvo erlenda bíla og síðan í marsmánuði 2019 hafi þeir fengið alls 554 hraðasektir.

Heildarsektin hennar er 497 þúsund rúblur sem jafngildir þó bara 643 þúsund íslenskum krónum. Rússarnir sekta ekki hátt fyrir hraðakstur.

Zagitova fékk gefins bíl þegar hún varð Ólympíumeistari í Pyeongchang í Suður-Kóreu 2018.

Þegar hún var sextán ára gömul þá birti hún myndband af sér á samfélagsmiðlum þar sem hún var að keyra án öryggisbeltis og áður en hún fékk bílprófið.

Zagitova varð einnig heimsmeistari árið 2019 og Evrópumeistari árið 2018. Það var því engin betri en hún á ísnum á árunu 2018 til 2019.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×