Fótbolti

Daníel Tristan með þrennu: Stuðnings­mennirnir sungu nafnið hans

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Daníel Tristan Guðjohnsen átti draumadag í sænska bikarnum í dag.
Daníel Tristan Guðjohnsen átti draumadag í sænska bikarnum í dag. @Malmo_FF

Daníel Tristan Guðjohnsen minnti heldur betur á sig í dag og var hetjan í bikarsigri Malmö.

Daníel hefur verið mikið meiddur og missti af öllu tímabilinu vegna bakmeiðsla. Hann sýndi aftur á móti hvað hann getur í dag í 5-2 sigri Malmö á Torslanda IK í annarri umferð sænsku bikarkeppninnar.

Daníel skoraði þrennu í leiknum og stuðningsmenn Malmö sungu nafnið hans í lokin. Draumadagur hjá þessum átján ára framherja.

Þetta voru þrjú fyrstu mörkin hans fyrir félagið.

Úrslitin réðust í framlengingu eftir að staðan var 2-2 eftir venjulegan leiktíma.

Daníel kom Malmö í 2-1 á 88. mínútu en Torslanda jafnaði metin í uppbótatíma.

Íslenski framherjinn skoraði síðan tvívegis í framlengingunni eða á 93. og 112. mínútu.

Isaac Kiese Thelin skoraði fyrsta mark Malmö úr víti á 54. mínútu og síðasta markið skoraði Søren Rieks í lok framlengingarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×