Innlent

Eldur í í­búð í Vesturbergi

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Mynd frá vettvangi.
Mynd frá vettvangi. Vísir

Eldur kviknaði í íbúð á annarri hæð í íbúðahúsi í Vesturbergi í Breiðholti á fjórða tímanum í dag.

Jón Kristinn Valsson, varðstjóri slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Hann segir ekki hafa dreifst úr eldinum í nærliggjandi íbúðir. 

Einn var inni í íbúðinni þegar eldurinn kviknaði. Sá komst út af sjálfsdáðum en var fluttur á slysadeild til skoðunar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×