Fótbolti

McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga for­skot á toppnum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Scott McTominay fagnar hér sigurmarki sínu i dag. Mikilvægt mark i toppbaráttunni.
Scott McTominay fagnar hér sigurmarki sínu i dag. Mikilvægt mark i toppbaráttunni. Getty/Valerio Pennicino

Skotinn Scott McTominay var hetja Napoli í ítölsku deildinni í dag.

McTominay tryggði Napoli þá 1-0 útisigur á Torino sem skilar liðinu fjögurra stiga forskoti á toppnum.

Eina markið kom á 31. mínútu leiksins en það skoraði McTominay eftir undirbúning Georgíumannsins Khvicha Kvaratskhelia.

Markið skoraði Skotinn með lágu vinstri fótar skoti utarlega úr teignum. Hann er fyrir löngu orðinn mikið uppáhald hjá blóðheitum stuðningsmönnum Napoli.

Þetta var þriðja mark McTominay í deildinni á tímabilinu en Kvaratskhelia er kominn með fimm mörk og þrjár stoðsendingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×