Körfubolti

Maté hættir með Hauka

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Maté Dalmay hefur látið af störfum sem þjálfari karlaliðs Hauka í Bónus-deild karla.
Maté Dalmay hefur látið af störfum sem þjálfari karlaliðs Hauka í Bónus-deild karla. Vísir / Hulda Margrét

Körfuknattleiksdeild Hauka og Maté Dalmay, þjálfari liðsins, hafa komist að samkomulagi um að Maté muni hætta störfum sem þjálfari liðsins.

Frá þessu er greint á samfélagsmiðlum Hauka, en þar kemur einnig fram að Sævar Ingi Haraldsson aðstoðarþjálfari muni einnig hætta störfum. Emil Barja, þjálfari meistaraflokks kvenna, mun taka við liðinu tímabundið og stýra Haukum í næstu leikjum.

Maté tók við Haukum árið 2021 eftir að liðið hafði fallið úr efstu deild. Undir hans stjórn unnu Haukar sér aftur inn sæti í deild þeirra bestu.

Gengi liðsins hefur hins vegar verið afleitt á yfirstandandi tímabili og Haukar sitja sem fastast á botni deildarinnar án stiga eftir átta umferðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×