Lífið

Halla Vil­hjálms á lausu

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Halla Vilhjálms snýr aftur á hvíta tjaldið.
Halla Vilhjálms snýr aftur á hvíta tjaldið.

Halla Vilhjálmsdóttir Koppel, leikkona og verðbréfamiðlari, er orðin einhleyp. Nýverið slitnaði upp úr hjónabandi hennar og Harry Koppel. Saman eiga þau þrjú börn.

Halla og Harry gengu í hjónaband árið 2014, en hann er kólumbískur og alinn að miklu leyti upp í Bretlandi. Harry og Halla hafa verið saman síðan sumarið 2012 og trúlofuðu sig í Istanbúl ári síðar. 

Þau bjuggu saman í Bretlandi um árabil og störfuðu bæði í bankageiranum en eru nú búsett hér á landi. Árið 2022 festu þau kaup á fallegu húsi við Bárugötu í Reykjavík. Um er að ræða 260 fermetra hús sem var byggt árið 1923.

Sjá: Brúðkaup Höllu Vilhjálms í Kolumbíu: Gifti sig í Veru Wang

Snýr aftur á hvíta tjaldið

Flestir Íslendingar kannast við Höllu, þá fyrst og fremst sem söng- og leikkonu. Hún útskrifaðist frá einum virtasta leiklistarskóla Bretlands, Guildford School of Acting, árið 2004. Eftir nokkurra ára pásu frá leiklistinni hefur hún ákveðið að snúa aftur á hvíta tjaldið.

Halla fer með hlutverk Ástríðar í dramaþáttaröðinni Danska konan, sem er leikstýrð af Benedikt Erlingssyni, sem hann skrifaði í sam­vinnu við Ólaf Egil Eg­ils­son leikara.

Líkt og tit­ill­inn á þáttaröðinni gef­ur til kynna fjalla þættirnir um danska konu, Ditte Jensen, sem ákveður að flytja til Íslands og lyfta samfélaginu upp að dönskum sið. Stórleikkonan Trine Dyrholm fer með burðarhlutverk þáttanna sem verða frumsýndir á RÚV og DR í vor.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.