Annie Mist gefur ekki tommu eftir þrátt fyrir að vera gengin 40 vikur Annie Mist Þórisdóttir, CrossFit-drottningin, heldur áfram að æfa á fullu en hún á von á sínu fyrsta barni á næstu vikum. Sport 7. júlí 2020 08:30
Sara birti mynd er hún flaug af hjólinu: „Byrjaði ekki vel en endaði vel“ Sara Sigmundsdóttir, ein af CrossFit-stjörnum Íslands, hefur nýtt tímann vel hér á landi á meðan lítið er keppt í CrossFit vegna kórónuveirufaraldursins. Sport 3. júlí 2020 09:00
Annie Mist: Af hverju heldur fólk áfram að spyrja hvort ég sé gengin 40 vikur? Annie Mist Þórisdóttir, CrossFit-stjarna, gefur ekkert eftir þrátt fyrir að það styttist í að hún eignist barn. Hún gerir það að umfjöllunarefni í sinni nýjustu Instagram-færslu. Sport 3. júlí 2020 08:00
Vonarstjarna innan CrossFit á spítala með heilahimnubólgu Dylan Kade, vonarstjarnan innan CrossFit-íþróttarinnar, hefur verið á spítala síðan 23. júní með alvarlegan en sjaldgæfa heilahimnubólgu. Sport 3. júlí 2020 07:30
Keyptu 90 skópör fyrir CrossFit-meðlimi sem styrktu stöðina á tímum kórónuveirunnar Nathan Black, CrossFit-eigandi í Fayetteville í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum, ákvað að þakka iðkendum stöðvarinnar fyrir hjálpina á tímum kórónuveirunnar og gaf þeim veglega gjöf. Sport 2. júlí 2020 10:00
Ein sú vinsælasta snýr aftur í CrossFit: „Ég vil vera hluti af þessu“ Þann sjöunda júní tilkynnti Nicole Carroll, ein af þeim sem hefur verið lengst í starfi hjá CrossFit samtökunum, að hún væri hætt hjá samtökunum en nú hefur henni snúist hugur. Sport 30. júní 2020 08:30
Halda áfram að seinka heimsleikunum Það er enn óvíst hvenær hægt verður að halda heimsleikanna í CrossFit en samtökin hafa nú frestað dagsetningunni í tvígang, síðast fyrir helgi, vegna kórónuveirufaraldursins. Sport 29. júní 2020 09:00
Fyrrum samstarfsfélagar um nýja kónginn: „Hann er að gera þetta til að bjarga CrossFit“ Fyrir viku síðan vissu ekki margir hver Eric Roza væri og hann átti ekki Instagram-síðu. Nú er hann orðinn eigandi CrossFit með tæplega 70 þúsund fylgjendur á Instagram. Sport 29. júní 2020 08:00
Anníe Mist byrjuð að lyfta sitjandi Anníe Mist Þórisdóttir er komin sjö mánuði á leið en hefur æft mikið á meðgöngunni eins og aðdáendur hennar hafa fengið að fylgjast vel með. Sport 26. júní 2020 09:00
Katrín um endurkomu Nicole í CrossFit: Suma daga þá líkar mér við netið Netverjar hafa stofnað söfnun til þess að hvetja Nicole Carroll, fyrrum starfsmann CrossFit, að hætta við að hætta en hún hætti störfum á dögunum. Sport 26. júní 2020 08:00
Þetta vitum við um nýja kónginn af CrossFit Greg Glassmann tilkynnti í gær að hann hafði selt CrossFit-samtökin til manns að nafni Eric Roza. En hver er þessi Eric Roza? Vísir kynnti sér þennan viðskiptamann enn frekar. Sport 25. júní 2020 10:00
Katrín Tanja eftir eigendaskiptin hjá CrossFit: „Vonandi breytingin sem við vildum og þurftum“ Katrín Tanja Davíðsdóttir, íslenska CrossFit drottningin, vonast eftir því að breytingarnar sem áttu sér stað á eignarhaldi CrossFit samtakanna í gær séu breytingarnar sem íþróttin þurfti. Sport 25. júní 2020 08:00
Nýr eigandi og framkvæmdastjóri hjá CrossFit Eric Roza, virkur CrossFittari og frumkvöðull, hefur keypt CrossFit samtökin. Hann verður framkvæmdastjóri Crossfit frá og með næsta mánuði. Sport 24. júní 2020 16:00
Katrín Tanja og hin nítján sem neita að keppa á heimsleikunum Listinn af þeim sem ætlar ekki að keppa á heimsleikunum í CrossFit í ár lengist og lengist. Katrín Tanja Davíðsdóttir er á meðal þeirra sem ætlar að sniðganga leikana. Sport 24. júní 2020 08:00
Katrínu Tönju líður betur og meira eins og henni sjálfri Íslenska CrossFit stórstjarnan Katrín Tanja Davíðsdóttir á að baki tvær rosalegar vikur þar sem hún stóð í miðjum straumnum í óveðrinu innan CrossFit íþróttarinnar. Sport 23. júní 2020 10:00
Sara braut glerskál á hausnum sínum og Anníe Mist mundaði riffil Íslensku CrossFit stjörnurnar Anníe Mist Þórisdóttir og Sara Sigmundsdóttir voru báðar með frekar óvenjulegar stöðuuppfærslur á samfélagmiðlum sínum í gær. Sport 23. júní 2020 08:30
Fleiri hafa horft á bumbudansinn hjá Anníe Mist en búa á Íslandi Anníe Mist Þórisdóttir getur ekki lengur legið á bakinu en segir samt allt ganga vel hjá sér nú þegar tæpir tveir mánuðir eru eftir af meðgöngunni. Sport 22. júní 2020 09:00
Ný grein NY Times um reynslu kvenna hjá CrossFit fékk Katrínu Tönju til að skrifa „oj“ Ósmekklegt og dónalegt lykilorð segir meira en þúsund orð um vinnuumhverfi kvenna hjá CrossFit en staða kvenna innan CrossFit er tekin fyrir í nýrri afhjúpandi grein í New York Times. Sport 22. júní 2020 08:00
„Þoli ekki viðkvæmnina í kringum umræðu um lyfjanotkun“ „Ég er opinber persóna og fólk má vera með sínar skoðanir á mér, en það sem mér finnst leiðinlegast af öllu er þegar fólk heldur að maður hafi verið að nota ólögleg efni.“ Lífið 21. júní 2020 10:00
Segir CrossFit vera karlaveldi rekið af ógn Katrín Tanja Davíðsdóttir hefur staðið fast á sínu í gegnum þann storm sem hefur geysað innan CrossFit íþróttarinnar, en hún gaf það út á dögunum að hún myndi ekki keppa aftur undir formerkjum CrossFit, ef ekki yrðu gerðar róttækar breytingar á yfirstjórninni. Sport 18. júní 2020 19:00
Heimsleikunum í CrossFit seinkað: Fara í fyrsta lagi fram 17. ágúst Íslenska CrossFit fólkið sem var búið að tryggja sér sæti á heimsleikunum er svolítið í lausu lofti um næstu skref enda eru tímasetningar leikanna komnar á fleygiferð. Sport 18. júní 2020 09:00
Íslenski fáninn á besta stað á „nýju“ merki heimsleikanna í CrossFit CrossFit samtökin ætla að sækja sér utanaðkomandi mat á vinnuferlum sínum og lofa að taka sig á hvað varðar mismunun og því að vera góðir fulltrúar fyrir alla hópa heimsins. Sport 18. júní 2020 08:00
Sara og Björgvin Karl kepptu á heimavelli en þeirra fólk mátti samt ekki hvetja þau áfram Björgvin Karl Guðmundsson og Sara Sigmundsdóttir náðu frábærum árangri á sterku alþjóðlegu móti um helgina en þrátt fyrir að þau kepptu í sínum eigin æfingasal á Íslandi þá mátti enginn hvetja þau áfram. Sport 16. júní 2020 19:00
Sara mun sakna þess að fá ekki koss frá hundinum sínum í næsta móti Sara Sigmundsdóttir tók þátt í sterku alþjóðlegu móti um helgina án þess að þurfa að yfirgefa Simmagym í Keflavík. Frammistaðan var frábær því Suðurnesjamærin tók annað sætið á eftir heimsmeistaranum. Sport 16. júní 2020 08:30
„Elskum öll CrossFit samfélagið og enginn okkar vill sjá það falla“ Eigendur CrossFit Reykjavík mættu í Bítið á Bylgjunni í morgun og fóru yfir viðkvæma stöðu í CrossFit samfélaginu. Sport 15. júní 2020 12:00
Fór yfir CrossFit hvirfilbylinn, peningavél eigandans og af hverju Katrín Tanja er hætt Stofnandi fyrstu og elstu CrossFit stöðvar landsins fór yfir atburðarásina sem hefur umturnað CrossFit heiminum síðustu vikur og þar kemur ýmislegt fróðlegt fram. Sport 15. júní 2020 09:00
Tvö silfur og yfir tíu milljónir til Íslands Íslenska CrossFit fólkið Sara Sigmundsdóttir og Björgvin Karl Guðmundsson komust bæði á verðlaunapall á hinu sterka Rogue Invitational CrossFit móti sem fór fram um helgina. Sport 15. júní 2020 08:30
Katrín Tanja er hætt Katrín Tanja Davíðsdóttir tilkynnti það í kvöld að hún myndi ekki keppa á heimsleikunum í CrossFit í ár og að ef að ekkert breyttist yrði hún ekki lengur fulltrúi íþróttarinnar. Sport 12. júní 2020 22:47
Katrín Tanja styður ekki útspil CrossFit: Mjög vonsvikin því ég sé enga breytingu Katrín Tanja Davíðsdóttir er ekki sátt við það útspil hjá CrossFit samtökunum að skipta um framkvæmdastjóra og segir að það breyti engu. Sport 12. júní 2020 08:30
Anníe Mist gerði nánast út af við Fjallið á þrekæfingu Kasólétt Anníe Mist Þórisdóttir tók Hafþór Júlíus Björnsson á alvöru þrekæfingu og Fjallið ætlaði næstum því ekki að hafa það af. Anníe Mist skoraði líka á kappann. Sport 12. júní 2020 08:00