Danmörk

Fréttamynd

Safna fyrir börn og fjölskyldu Freyju

Söfnun er hafin til styrktar fjölskyldu og börnum Freyju Egilsdóttur Mogensen sem var myrt í bænum Malling á Jótlandi í byrjun febrúar. Ung börn hennar tvö eru í öruggum höndum hjá fjölskyldumeðlimum í Danmörku að sögn dönsku lögreglunnar.

Innlent
Fréttamynd

Kannast ekki við að hafa fengið boð um að­stoð frá Ís­landi

Lögreglan á Austur-Jótlandi kannast ekki við að hafa fengið boð frá íslensku lögreglunni um aðstoð í tengslum við rannsóknina á morði Freyju Egilsdóttur Mogensen. Það sé þó ekki útilokað að óskað verði eftir aðstoð íslensku lögreglunnar á seinni stigum málsins.

Erlent
Fréttamynd

„Kæra Freyja. Ég þekkti þig ekki. Bara örlög þín“

Freyja Egilsdóttir Mogensen var lífsglöð, hjálpsöm, brosmild og góð vinkona að sögn skólasystkina hennar og vina. Íbúar í Malling héldu minningarathöfn við kirkjuna í bænum í dag en frá því upp úr hádegi og fram eftir kvöldi var stöðugur straumur fólks sem lagði leið sína að kirkjunni.

Erlent
Fréttamynd

Freyja hafi vitað af fyrri dómi sem maðurinn hlaut fyrir morð

Boðað hefur verið til minningarathafnar í Malling á Austur-Jótlandi sídegis í dag, til minningar um Freyju Egilsdóttur Mogensen, sem var myrt í síðustu viku. Nákomin vinkona Freyju segir í samtali við Ekstra Bladet að Freyja hafi vitað að eiginmaður hennar, sem hún hafði slitið samvistum við, hafi áður hlotið dóm fyrir morð.

Erlent
Fréttamynd

Hefðu aldrei trúað að þetta gæti gerst í sínum litla heimabæ

Rannsókn dönsku lögreglunnar á morðinu á Freyju Egilsdóttur miðar vel að sögn yfirmanns í lögreglunni. Börn Freyju séu komin í skjól. En í heimabæ Freyju og barnanna í Malling á Jótlandi, rétt um sautján kílómetrum suður af Árósum, ríkir sorg. Það er enda ekki eitthvað sem íbúar eru vanir, að svo hrottalegt morð sé framið í þeirra næsta nágrenni.

Erlent
Fréttamynd

Harmi slegið samstarfsfólk Freyju fær áfallahjálp

Anni Andersen forstöðukona þjónustukjarnans Stenslundcentret í Odder, þar sem Freyja Egilsdóttir vann, kallaði nánasta samstarfsfólk Freyju til fundar í hádeginu í dag til að veita því stuðning og sálræna aðstoð. Tveir sálfræðingar voru kallaðir til.

Innlent
Fréttamynd

Segir skilið við Venstre

Inger Støjberg, þingkona Venstre í Danmörku og fyrrverandi ráðherra innflytjendamála, hefur skráð sig úr flokknum. Hún heldur áfram á þingi sem óháður þingmaður.

Erlent
Fréttamynd

Maðurinn sem myrti Freyju áður verið dæmdur fyrir morð

Karlmaðurinn sem játað hefur að hafa myrt Freyju Egilsdóttur í Malling á Jótlandi hefur áður verið dæmdur fyrir morð. Árið 1996 hlaut hann dóm fyrir morðið á annarri barnsmóður sinni, en sonur þeirra var þá tveggja ára gamall. 

Erlent
Fréttamynd

Rannsaka bakgrunn og eðli sambands Freyju og hins grunaða

Eftir að grunur vaknaði um að fyrrverandi sambýlismaður og eiginmaður Freyju Egilsdóttur væri sekur um manndráp hefur meginþungi rannsóknar Lögreglunnar á Jótlandi falist í að kortleggja bakgrunn hins grunaða og í því að finna mögulegt tilefni drápsins.

Innlent
Fréttamynd

Játar að hafa myrt konuna

Fyrrverandi sambýlismaður íslensku konunnar sem fannst myrt á Jótlandi hefur játað að hafa orðið henni að bana.

Erlent
Fréttamynd

Fyrsta barnið látið af völdum Covid-19 í Danmörku

Dönsk heilbrigðisyfirvöld staðfestu í dag að barn, sem er á aldursbilinu núll til níu ára, hafi látist af völdum covid-19. Er það fyrsta barnið sem lætur lífið í Danmörku af völdum sjúkdómsins samkvæmt opinberum gögnum. TV2 greinir frá en barnið glímdi við undirliggjandi alvarleg veikindi.

Erlent
Fréttamynd

Yfirgnæfandi meirihluti þingsins samþykkti að ákæra Støjberg

Meirihluti þingmanna danska þingsins hefur samþykkt tillögu um að Inger Støjberg, fyrrverandi innanríkisráðherra og ráðherra innflytjendamála, skuli stefnt fyrir Ríksrétt. Atkvæði voru greidd um það hvort Støjberg skildi ákærð fyrir Ríkisrétti og var það samþykkt með atkvæðum 139 þingmanna en þrjátíu þingmenn greiddu atkvæði gegn tillögunni.

Erlent
Fréttamynd

Kærkomin tilbreyting eftir þungt ástand í Danmörku

„Stemningin í þjóðfélaginu er mikil og það eru allir að fylgjast með, og því synd að fólkið geti ekki fagnað með þeim,“ segir Arnór Atlason um dönsku heimsmeistarana í handbolta sem snúa heim til Danmerkur í dag eftir frægðarför til Egyptalands.

Handbolti
Fréttamynd

Danir vörðu heims­meistara­titilinn

Danmörk er heimsmeistari í handbolta og vörðu þar með titilinn frá því á heimavelli árið 2019. Þeir höfðu betur gegn grönnum sínum í Svíþjóð, 26-24, í úrslitaleiknum í Egyptalandi í dag eftir að staðan hafi verið jöfn í hálfleik, 13-13.

Handbolti
Fréttamynd

„Hann er frá annarri plánetu“

Danskir fjölmiðlar voru eðlilega í skýjunum eftir sigur danska handboltalandsliðsins á Spáni, 35-33, í síðari undanúrslitarimmunni á HM í Egyptalandi. Danir eru ríkjandi heimsmeistarar.

Handbolti