Austurríki

Fréttamynd

Elísa­bet Fritzl komin með kærasta

Austurrískir fjölmiðlar skýra frá því að Elísabet Fritzel hafi fundið ástina í fyrsta skipti. Sá útvaldi er einn af lífvörðum hennar. Faðir Elísabetar hélt henni í fangelsi í tuttugu og fjögur ár og eignaðist með henni sjö börn. Hún er nú fjörutíu og fjögurra ára gömul en kærastinn er sagður allnokkuð yngri. Þau eru sögð hafa hafið sambúð.

Erlent
Fréttamynd

Óttast að Fritzl svipti sig lífi

Fangelsismálayfirvöld í Austurríki hafa aukið eftirlit með Josef Fritzl sem í síðustu viku var dæmdur til ævilangrar vistunar á hæli fyrir geðsjúka vegna dóms fyrir nauðgun, sifjaspell og morð. Talið er að hann muni reyna að svipta sig lífi og á að koma í veg fyrir það. Breska blaðið Guardian greinir frá þessu í dag.

Erlent
Fréttamynd

Fritzl gæti verið laus eftir 14 ár

Vissulega hafa austurrískir dómstólar dæmt Josef Fritzl til ævilangrar vistunar á hæli fyrir geðsjúka. Óvíst er þó að sú vistun verði í raun svo löng þar sem lögin gera ráð fyrir því að sýni Fritzl framför við geðlæknismeðferð megi færa hann til afplánunar í venjulegt fangelsi þar sem hann getur svo sótt um reynslulausn að liðnum 15 árum en sú regla gildir um lífstíðardóma í Austurríki.

Erlent
Fréttamynd

Fritzl dæmdur til ævi­langrar vistunar á geð­deild

Josef Fritzl, Austurríkismaðurinn sem hélt dóttur sinni í gíslingu í 24 ár og átti með henni sjö börn, var í dag fundinn sekur um öll ákæruatriði, þar á meðal morð af völdum vanrækslu þegar eitt barna hans lést. Hann mun enda ævina á geðsjúkrahúsi.

Erlent
Fréttamynd

Elísa­bet Fritzl var í dóm­salnum

Helsta ástæða þess að Austurríkismaðurinn Josef Fritzl lýsti sig að fullu sekan í gær af ákærum um nauðgun, sifjaspell og morð var sú að dóttir hans Elísabet var í dómssalnum.

Erlent
Fréttamynd

Allt mömmu að kenna

Verjandi Jósefs Fritzels segir að það sé mömmu hans að kenna að hann lokaði dóttur sína inni og nauðgaði henni í tuttugu og fjögur ár.

Erlent
Fréttamynd

Fritzl viður­kennir allt

Josef Fritzl, austurríkismaðurinn sem er sakaður um að hafa haldið dóttur sinni í gíslingu í 24 ár og átt með henni sjö börn, hefur breytt afstöðu sinni til allra ákæruliða í ákæru sem gefin var út á hendur honum.

Erlent
Fréttamynd

Fritzl boðin á­falla­hjálp

Hinum 73 ára gamla Josef Fritzl, sem nú er fyrir rétti í Austurríki fyrir nauðgun og frelsissviptingu á dóttur sinni, hefur verið boðin áfallahjálp til að takast á við réttarhöldin og það andlega álag sem þeim fylgir.

Erlent
Fréttamynd

Dóttir Fritzl bar vitni gegn föður sínum í dag

Elísabet dóttir Josef Fritzl, sem ákærður hefur fyrir að hafa haldið henni nauðugri í kjallara heimilis þeirra árum saman og getið með henni sjö börn, bar vitni gegn honum í gegnum myndbandsupptöku við réttarhöldin í dag.

Innlent
Fréttamynd

Fá­máll og reyndi að hylja and­lit sitt

Austurríkismaðurinn Josef Fritzl fékk í dag að heyra fyrir dómi vitnisburð dóttur sinnar sem hann er ákærður fyrir að hafa fangelsað í nær aldarfjórðung, nauðgað ofsinnis og alið með sjö börn. Við upphaf réttarhalda yfir Fritzl í dag gekkst hann við hluta þeirra brota sem hann er ákærður fyrir.

Erlent
Fréttamynd

Fritzl viður­kennir að hafa nauðgað dóttur sinni

Austurríkismaðurinn Josef Fritzl játaði í morgun fyrir dómi að hafa nauðgað dóttur sinni og þar með framið sifjaspell. Hann játar ekki á sig um morð eða að hafa hneppt dóttur sína og börn þeirra í ánauð í áratugi.

Erlent
Fréttamynd

Réttar­höld hefjast yfir Josef Fritzl

Þegar Elísabet Fritsel var átján ára gömul bað Jósef faðir hennar hana um að hjálpa sér að bera eitthvað dót ofan í kjallara. Þaðan átti Elísabet ekki afturkvæmt í tuttugu og fjögur ár.

Erlent
Fréttamynd

Fritzl á­kærður fyrir morð

Austurríkismaðurinn Josef Fritzl hefur verið ákærður fyrir morð á einu þeirra sjö barna sem hann eignaðist með dóttur sinni. Það lést skömmu eftir fæðingu, í kjallaranum þar sem Fritzl hélt dótturinni fanginni í 24 ár.

Erlent
Fréttamynd

Fritzl lík­lega á­kærður fyrir þræla­hald

Hinn austurríski Josef Fritzl, sem hélt dóttur sinni fanginni í kjallara í meira en 24 ár og misnotaði hana kynferðislega gæti átt yfir höfði sér ákæru fyrir þrælahald. Þetta hefur fréttastofa Breska ríkisúvarpsins, BBC, eftir saksóknurum í Austurríki.

Erlent
Fréttamynd

Kerstin Fritzl ætti að ná sér að fullu

Hin 19 ára Kerstin Fritzl ætti að ná fullri heilsu samkvæmt lækni hennar. Hún er ein af börnunum sem Josef Fritzl átti með dóttur sinni Elisabeth sem hann hélt fanginni í kjallara sínum í 24 ár. Kerstin hefur verið meðvitundarlaus frá því að veikindi hennar ljóstruðu upp um fangana í kjallaranum í apríl en hún vaknaði úr dái fyrir nokkrum dögum.

Erlent
Fréttamynd

Kerstin Fritzl til með­vitundar

Kerstin Fritzl, sem haldið var nauðugri í kjallara á heimili föður síns í 18 ár, er komin til meðvitundar. Frá þessu greindu spítalayfirvöld í Austurríki í dag en sögðu jafnframt að hún væri enn nokkuð veik.

Erlent
Fréttamynd

Gæslu­varð­hald yfir Fritzl fram­lengt

Gæsluvarðhald hefur verið framlengt yfir hinum austurríska Josef Fritzl þangað til dómari endurmetur stöðuna eftir tvo mánuði. Fritzl er ásakaður fyrir að hafa nauðgað dóttur sinni Elisabeth Fritzl og lokað hana inni í 24 ár. Á þeim tíma gat hann henni 7 börn. Lögreglan í Austurríki segir að Fritzl hafi játnað verknaðinn á sig.

Erlent
Fréttamynd

Fritzl líkt við Frankenstein

Austurrískir geðlæknar hafa nú hafist handa við að reyna að greina hvað knúði skrímslið frá Amstetten, Josef Fritzl, áfram í brjálsemi sinni. Geðlæknarnir ræða nú við mannin, sem lokaði dóttur sína ofan í kjallara í 24 ár og gat með henni sjö börn, og reyna að skera úr um hvort hann sé sakhæfur eða hvort ekki taki því að rétta yfir honum sökum brjálseminnar en lögfræðingur hans heldur því fram.

Erlent
Fréttamynd

Fritzl vann í Dan­mörku

Austurríkismaðurinn Josef Fritzl, sem læsti dóttur sína inni og misnotaði í 24 ár, vann hjá raftækjafyrirtæki í Danmörku á sjöunda áratug síðustu aldar. Frá þessu greinir Ekstra Bladet í dag.

Erlent