Georgía Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Þingkosningarnar sem fóru fram í Georgíu í haust fóru ekki heiðarlega fram og þær ætti að endurtaka, að mati Evrópuþingsins. Það kallar ennfremur eftir refsiaðgerðum gegn leiðtogum stjórnarflokksins Georgíska draumsins. Erlent 28.11.2024 16:44 Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Stjórnarflokkur Georgíu, Georgíski draumurinn, hefur tilnefnt Mikheil Kavelashvili sem forsetaefni sitt í kosningum sem fara fram þar í landi 14. desember næstkomandi. Erlent 27.11.2024 20:07 Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Rannsóknafyrirtæki sem gerði útgönguspá fyrir þingkosningarnar í Georgíu um síðustu helgi segir opinber úrslit sem voru gefin út „tölfræðilega ómöguleg“. Stjórnarandstaðan hvetur til frekari mótmæla gegn kosningaúrslitanna. Erlent 1.11.2024 12:02 Segjast rannsaka ásakanir um kosningasvik í Georgíu Saksóknarar í Georgíu segjast nú rannsaka ásakanir stjórnarandstöðunnar í landinu um að úrslitum þingkosninga sem fóru fram um helgina hafi verið hagrætt. Stjórnarandstaðan og forseti landsins viðurkenna ekki úrslitin. Erlent 30.10.2024 14:51 Ætla ekki að viðurkenna úrslitin og kalla eftir mótmælum Stjórnarandstaðan í Georgíu véfengir úrslit kosninga sem haldnar voru þar í landi í gær. Embættismenn segja Georgíska drauminn, stjórnarflokk ríkisins, líklega hafa sigrað kosningarnar. Erlent 27.10.2024 10:58 Hótar því að banna georgísku stjórnarandstöðuna Stofnandi Georgíska draumsins, stjórnarflokks Georgíu, ítrekaði í gær hótanir sínar um að banna stjórnarandstöðuflokkana vinni flokkur hans sigur í þingkosningum um helgina. Niðurstöður þeirra ráða því hvort Georgía leiti aftur í faðm Rússlands eða efli tengslin til vesturs. Erlent 24.10.2024 09:03 Forsetinn neitar að undirrita lög gegn hinsegin fólki Salome Zourabichvili, forseti Georgíu, hefur neitað að undirrita lög gegn réttindum hinsegin fólks sem samþykkt voru á þinginu í síðasta mánuði. Erlent 3.10.2024 08:43 Dælir peningum í landsliðsmenn eftir sigurinn sögulega Bidzina Ivanishvili, fyrrverandi forsætisráðherra Georgíu hefur ákveðið að láta því sem nemur rétt tæpum einum og hálfum milljarði íslenskra króna af hendi til karlaliðs Georgíu í fótbolta eftir sögulegan sigur liðsins á Portúgal á Evrópumótinu í fótbolta í gær. Fótbolti 27.6.2024 16:46 Ógiltu neitunarvald forseta til að koma fjölmiðlalögum í gegn Stjórnarflokkur Georgíu nýtti aukinn meirihluta sinn á þingi til þess að ógilda neitunarvald sem forseti landsins beitti á umdeild fjölmiðlalög í dag. Tugir þúsunda manna hafa mótmælt lögunum undanfarnar vikur. Erlent 28.5.2024 15:38 Beitti neitunarvaldi gagnvart umdeildum fjölmiðlalögum Forseti Georgíu beitti í dag neitunarvaldi gegn umdeildum fjölmiðlalögum sem samþykkt voru i þinginu í vikunni og komið hafa af stað mótmælaöldu í landinu. Erlent 18.5.2024 18:25 Telur ekki óeðlilegt að sýna mótmælendum samstöðu Utanríkisráðherra telur ekki óeðlilegt að sýna georgískum mótmælendum umdeildra laga samstöðu. Hann furðar sig á misvísandi yfirlýsingum forseta georgíska þingsins eftir fund sendinefndar ráðherrans með honum. Innlent 17.5.2024 06:01 Spyr hvort eðlilegt sé að ráðherrar taki þátt í erlendum mótmælum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson spurði forsætisráðherra að því hvort það hafi verið með vilja og vitund ríkisstjórnarinnar, að utanríkisráðherra hafi farið til Georgíu og tekið þátt í mótmælum. Bjarni sagði Ísland og aðrar þjóðir sem þarna væru ekki taka afstöðu gegn þarlendum stjórnvöldum. Innlent 16.5.2024 17:33 Þórdís í sendinefnd til Georgíu vegna umdeildra laga Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, lýsir áhyggjum af því að nýsamþykkt lög um félagasamtök og fjölmiðla í Georgíu hafi neikvæð áhrif á stöðu landsins í hinum frjálsa heimi. Hún er stödd í Georgíu ásamt utanríkisráðherrum Eystrasaltsríkjanna. Innlent 15.5.2024 13:51 „Rússnesku lögin“ samþykkt í Georgíu Georgíska þingið samþykkti í dag umdeilt frumvarp í anda rússneskra laga sem hafa verið notuð til þess að bæla niður andóf og þagga niður í fjölmiðlum. Þúsundir manna mótmæltu frumvarpinu við þinghúsið á meðan atkvæðagreiðsla fór fram. Erlent 14.5.2024 12:42 „Rússneskum lögum“ hraðað áfram þrátt fyrir hávær mótmæli Georgísk þingnefnd afgreiddi umdeild „rússnesk lög“ á rétt rúmri mínútu í morgun þrátt fyrir fjölmenn mótmæli við þinghúsið um helgina sem héldu áfram í dag. Mikil lögregluviðbúnaður er við þinghúsið og frásagnir eru um harkaleg átök lögreglu og mótmælenda. Erlent 13.5.2024 11:37 Mótmælin gegn „rússnesku“ lögunum stækka enn Gífurlega umfangsmikil mótmæli fóru fram í Tíblisi í Georgíu í gær. Þar hafa fjöldi mótmælenda komið saman á undanförnum vikum vegna umdeildra laga sem yfirvöld vinna að. Mótmælin virðast hafa náð nýjum hæðum í gærkvöldi. Erlent 12.5.2024 08:05 Umfangsmikil mótmæli vegna „rússneskra“ laga í Georgíu Umfangsmikil mótmæli hafa átt sér stað í Georgíu þar sem yfirvöld vinna að því að samþykkja ný og mjög svo umdeild lög. Mótmælendum hefur verið mætt af mikilli hörku og hefur komið átaka í Tíblisi bæði fyrir utan þinghúsið og þar inni. Erlent 2.5.2024 15:09 Guðni fékk glæsilegar móttökur í Georgíu Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands er mættur til Georgíu þar sem hann fékk höfðinglegar móttökur í Tbilisi frá Salome Zourabichvili forseta Georgíu. Innlent 5.3.2024 14:48 Úkraínu boðið að hefja aðildarviðræður við ESB Leiðtogaráð Evrópusambandsins bauð í dag Úkraínu og Moldóvu að hefja formlegar viðræður um inngöngu í sambandið. Það kom fram á fundi leiðtoganna sem stendur nú yfir í Brussel. Erlent 14.12.2023 19:08 Báðust afsökunar á að hafa dregið rússneskan aðdáanda á svið Bandaríska hljómsveitin The Killers hefur beðið aðdáendur sína afsökunar eftir að sveitin dró rússneskan aðdáenda á svið á tónleikum sínum í Georgíu við Svartahaf síðastliðinn þriðjudag. Lífið 17.8.2023 16:41 Fallið frá fyrirhugaðri löggjöf um „erlenda aðila“ Draumaflokkurinn, stærsti þingflokkur Georgíu, hefur ákveðið að draga til baka frumvarp um „erlenda aðila“ eftir hörð mótmæli. Flokkurinn sagðist í yfirlýsingu vilja draga úr átökum í þjóðfélaginu. Erlent 9.3.2023 07:43 Hyggja á lagasetningu sem ESB segir ósamræmanlega gildum sambandsins Þúsundir mótmælenda söfnuðust saman í Tbilisi, höfuðborg Georgíu, í dag til að mótmæla fyrirhuguðum lögum sem gagnrýnendur segja ógna málfrelsi í landinu. Óeirðarlögregla var kölluð til og beitti vatnsbyssum og piparúða gegn mótmælendum. Erlent 8.3.2023 11:03 Mótmælendur ruddust inn í þinghús Georgíu Umfangsmikil mótmæli hafa átt sér stað í Tiblisi, höfuðborg Georgíu, í kvöld. Mótmælendur hafa grýtt lögregluþjóna, kastað bensínsprengjum að þeim og reynt að ryðja sér leið inn í þinghúsið. Öryggissveitir hafa meðal annar beitt stórum vatnsbyssum og táragasi gegn mótmælendum. Erlent 7.3.2023 21:32 Rússar flýi herkvaðningu Pútíns Mikil örtröð er sögð hafa myndast á landamærum Rússlands í kjölfar herkvaðningar Pútíns. Mikill fjöldi karlmanna bíði í bílaröð á landamærunum og freisti þess að komast hjá því að vera skikkaðir í herinn. Erlent 23.9.2022 19:59 Heimurinn farinn að átta sig á að bregðast þurfi við: „Þetta gengur lengra en tvíhliða stríð og smáar skærur“ Sendiherra Georgíu gagnvart Íslandi segir mikilvægt að Georgía fái aðild að Atlantshafsbandalaginu, ekki síst í ljósi ástandsins í Úkraínu. Georgíumenn finni til með Úkraínumönnum á hátt sem aðeins þeir sem hafa lent í innrásarhernum geta gert. Ljóst sé að fleiri lönd séu í hættu takist ekki að stöðva Rússa. Erlent 2.5.2022 20:01 Styrkja tengslin við Ísland og ræða aðild að NATO í ljósi stríðsins Georgísk sendinefnd er nú stödd á hér á landi til að styrkja tengslin milli landanna og ræða aðild Georgíu að Atlantshafsbandalaginu. Formaður utanríkismálanefndar þingsins þar í landi segir það mikilvægt, ekki síst í ljósi stöðunnar í Úkraínu. Innlent 1.5.2022 23:01 Forsætisráðherrann segir af sér eftir handtöku stjórnarandstöðuleiðtoga Giorgi Gakahria, forsætisráðherra Georgíu, hefur sagst ætla að segja af sér embætti eftir að leiðtogi stjórnarandstöðu landsins var handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald. Gakahria segist grípa til þessa ráðs í tilraun til að koma í veg fyrir frekari klofning meðal þjóðarinnar. Erlent 18.2.2021 08:09 Georgíumenn mótmæla niðurstöðu þingkosninga Þúsundir Georgíumanna hafa flykkst út á götur Tbilisi, höfuðborgar landsins, til að mótmæla niðurstöðum þingkosninga sem fóru fram þann 31. október síðastliðinn. Erlent 8.11.2020 17:41 Evrópusambandið opnar landamæri fyrir fjórtán ríkjum Evrópusambandið tilkynnti í dag að landamæri aðildaríkjanna yrðu opnuð fyrir ferðamönnum á morgun, 1. júlí, frá fjórtán löndum en Bandaríkjamenn verða ekki meðal þeirra sem fá inngöngu í Evrópu. Erlent 30.6.2020 15:11 Sóttvarnaryfirvöld í Georgíu óttast að nú verði veldisvöxtur í útbreiðslu kórónuveirunnar vegna páskahátíðar Sóttvarnaryfirvöld í Georgíu óttast að nú verði veldisvöxtur í útbreiðslu kórónuveirunnar þar í landi vegna páskahátíðar. Sóttvarnarlæknir grátbiður íbúa um að iðka trú sína heima og sækja ekki kirkjur. Innlent 19.4.2020 21:01 « ‹ 1 2 3 … 3 ›
Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Þingkosningarnar sem fóru fram í Georgíu í haust fóru ekki heiðarlega fram og þær ætti að endurtaka, að mati Evrópuþingsins. Það kallar ennfremur eftir refsiaðgerðum gegn leiðtogum stjórnarflokksins Georgíska draumsins. Erlent 28.11.2024 16:44
Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Stjórnarflokkur Georgíu, Georgíski draumurinn, hefur tilnefnt Mikheil Kavelashvili sem forsetaefni sitt í kosningum sem fara fram þar í landi 14. desember næstkomandi. Erlent 27.11.2024 20:07
Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Rannsóknafyrirtæki sem gerði útgönguspá fyrir þingkosningarnar í Georgíu um síðustu helgi segir opinber úrslit sem voru gefin út „tölfræðilega ómöguleg“. Stjórnarandstaðan hvetur til frekari mótmæla gegn kosningaúrslitanna. Erlent 1.11.2024 12:02
Segjast rannsaka ásakanir um kosningasvik í Georgíu Saksóknarar í Georgíu segjast nú rannsaka ásakanir stjórnarandstöðunnar í landinu um að úrslitum þingkosninga sem fóru fram um helgina hafi verið hagrætt. Stjórnarandstaðan og forseti landsins viðurkenna ekki úrslitin. Erlent 30.10.2024 14:51
Ætla ekki að viðurkenna úrslitin og kalla eftir mótmælum Stjórnarandstaðan í Georgíu véfengir úrslit kosninga sem haldnar voru þar í landi í gær. Embættismenn segja Georgíska drauminn, stjórnarflokk ríkisins, líklega hafa sigrað kosningarnar. Erlent 27.10.2024 10:58
Hótar því að banna georgísku stjórnarandstöðuna Stofnandi Georgíska draumsins, stjórnarflokks Georgíu, ítrekaði í gær hótanir sínar um að banna stjórnarandstöðuflokkana vinni flokkur hans sigur í þingkosningum um helgina. Niðurstöður þeirra ráða því hvort Georgía leiti aftur í faðm Rússlands eða efli tengslin til vesturs. Erlent 24.10.2024 09:03
Forsetinn neitar að undirrita lög gegn hinsegin fólki Salome Zourabichvili, forseti Georgíu, hefur neitað að undirrita lög gegn réttindum hinsegin fólks sem samþykkt voru á þinginu í síðasta mánuði. Erlent 3.10.2024 08:43
Dælir peningum í landsliðsmenn eftir sigurinn sögulega Bidzina Ivanishvili, fyrrverandi forsætisráðherra Georgíu hefur ákveðið að láta því sem nemur rétt tæpum einum og hálfum milljarði íslenskra króna af hendi til karlaliðs Georgíu í fótbolta eftir sögulegan sigur liðsins á Portúgal á Evrópumótinu í fótbolta í gær. Fótbolti 27.6.2024 16:46
Ógiltu neitunarvald forseta til að koma fjölmiðlalögum í gegn Stjórnarflokkur Georgíu nýtti aukinn meirihluta sinn á þingi til þess að ógilda neitunarvald sem forseti landsins beitti á umdeild fjölmiðlalög í dag. Tugir þúsunda manna hafa mótmælt lögunum undanfarnar vikur. Erlent 28.5.2024 15:38
Beitti neitunarvaldi gagnvart umdeildum fjölmiðlalögum Forseti Georgíu beitti í dag neitunarvaldi gegn umdeildum fjölmiðlalögum sem samþykkt voru i þinginu í vikunni og komið hafa af stað mótmælaöldu í landinu. Erlent 18.5.2024 18:25
Telur ekki óeðlilegt að sýna mótmælendum samstöðu Utanríkisráðherra telur ekki óeðlilegt að sýna georgískum mótmælendum umdeildra laga samstöðu. Hann furðar sig á misvísandi yfirlýsingum forseta georgíska þingsins eftir fund sendinefndar ráðherrans með honum. Innlent 17.5.2024 06:01
Spyr hvort eðlilegt sé að ráðherrar taki þátt í erlendum mótmælum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson spurði forsætisráðherra að því hvort það hafi verið með vilja og vitund ríkisstjórnarinnar, að utanríkisráðherra hafi farið til Georgíu og tekið þátt í mótmælum. Bjarni sagði Ísland og aðrar þjóðir sem þarna væru ekki taka afstöðu gegn þarlendum stjórnvöldum. Innlent 16.5.2024 17:33
Þórdís í sendinefnd til Georgíu vegna umdeildra laga Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, lýsir áhyggjum af því að nýsamþykkt lög um félagasamtök og fjölmiðla í Georgíu hafi neikvæð áhrif á stöðu landsins í hinum frjálsa heimi. Hún er stödd í Georgíu ásamt utanríkisráðherrum Eystrasaltsríkjanna. Innlent 15.5.2024 13:51
„Rússnesku lögin“ samþykkt í Georgíu Georgíska þingið samþykkti í dag umdeilt frumvarp í anda rússneskra laga sem hafa verið notuð til þess að bæla niður andóf og þagga niður í fjölmiðlum. Þúsundir manna mótmæltu frumvarpinu við þinghúsið á meðan atkvæðagreiðsla fór fram. Erlent 14.5.2024 12:42
„Rússneskum lögum“ hraðað áfram þrátt fyrir hávær mótmæli Georgísk þingnefnd afgreiddi umdeild „rússnesk lög“ á rétt rúmri mínútu í morgun þrátt fyrir fjölmenn mótmæli við þinghúsið um helgina sem héldu áfram í dag. Mikil lögregluviðbúnaður er við þinghúsið og frásagnir eru um harkaleg átök lögreglu og mótmælenda. Erlent 13.5.2024 11:37
Mótmælin gegn „rússnesku“ lögunum stækka enn Gífurlega umfangsmikil mótmæli fóru fram í Tíblisi í Georgíu í gær. Þar hafa fjöldi mótmælenda komið saman á undanförnum vikum vegna umdeildra laga sem yfirvöld vinna að. Mótmælin virðast hafa náð nýjum hæðum í gærkvöldi. Erlent 12.5.2024 08:05
Umfangsmikil mótmæli vegna „rússneskra“ laga í Georgíu Umfangsmikil mótmæli hafa átt sér stað í Georgíu þar sem yfirvöld vinna að því að samþykkja ný og mjög svo umdeild lög. Mótmælendum hefur verið mætt af mikilli hörku og hefur komið átaka í Tíblisi bæði fyrir utan þinghúsið og þar inni. Erlent 2.5.2024 15:09
Guðni fékk glæsilegar móttökur í Georgíu Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands er mættur til Georgíu þar sem hann fékk höfðinglegar móttökur í Tbilisi frá Salome Zourabichvili forseta Georgíu. Innlent 5.3.2024 14:48
Úkraínu boðið að hefja aðildarviðræður við ESB Leiðtogaráð Evrópusambandsins bauð í dag Úkraínu og Moldóvu að hefja formlegar viðræður um inngöngu í sambandið. Það kom fram á fundi leiðtoganna sem stendur nú yfir í Brussel. Erlent 14.12.2023 19:08
Báðust afsökunar á að hafa dregið rússneskan aðdáanda á svið Bandaríska hljómsveitin The Killers hefur beðið aðdáendur sína afsökunar eftir að sveitin dró rússneskan aðdáenda á svið á tónleikum sínum í Georgíu við Svartahaf síðastliðinn þriðjudag. Lífið 17.8.2023 16:41
Fallið frá fyrirhugaðri löggjöf um „erlenda aðila“ Draumaflokkurinn, stærsti þingflokkur Georgíu, hefur ákveðið að draga til baka frumvarp um „erlenda aðila“ eftir hörð mótmæli. Flokkurinn sagðist í yfirlýsingu vilja draga úr átökum í þjóðfélaginu. Erlent 9.3.2023 07:43
Hyggja á lagasetningu sem ESB segir ósamræmanlega gildum sambandsins Þúsundir mótmælenda söfnuðust saman í Tbilisi, höfuðborg Georgíu, í dag til að mótmæla fyrirhuguðum lögum sem gagnrýnendur segja ógna málfrelsi í landinu. Óeirðarlögregla var kölluð til og beitti vatnsbyssum og piparúða gegn mótmælendum. Erlent 8.3.2023 11:03
Mótmælendur ruddust inn í þinghús Georgíu Umfangsmikil mótmæli hafa átt sér stað í Tiblisi, höfuðborg Georgíu, í kvöld. Mótmælendur hafa grýtt lögregluþjóna, kastað bensínsprengjum að þeim og reynt að ryðja sér leið inn í þinghúsið. Öryggissveitir hafa meðal annar beitt stórum vatnsbyssum og táragasi gegn mótmælendum. Erlent 7.3.2023 21:32
Rússar flýi herkvaðningu Pútíns Mikil örtröð er sögð hafa myndast á landamærum Rússlands í kjölfar herkvaðningar Pútíns. Mikill fjöldi karlmanna bíði í bílaröð á landamærunum og freisti þess að komast hjá því að vera skikkaðir í herinn. Erlent 23.9.2022 19:59
Heimurinn farinn að átta sig á að bregðast þurfi við: „Þetta gengur lengra en tvíhliða stríð og smáar skærur“ Sendiherra Georgíu gagnvart Íslandi segir mikilvægt að Georgía fái aðild að Atlantshafsbandalaginu, ekki síst í ljósi ástandsins í Úkraínu. Georgíumenn finni til með Úkraínumönnum á hátt sem aðeins þeir sem hafa lent í innrásarhernum geta gert. Ljóst sé að fleiri lönd séu í hættu takist ekki að stöðva Rússa. Erlent 2.5.2022 20:01
Styrkja tengslin við Ísland og ræða aðild að NATO í ljósi stríðsins Georgísk sendinefnd er nú stödd á hér á landi til að styrkja tengslin milli landanna og ræða aðild Georgíu að Atlantshafsbandalaginu. Formaður utanríkismálanefndar þingsins þar í landi segir það mikilvægt, ekki síst í ljósi stöðunnar í Úkraínu. Innlent 1.5.2022 23:01
Forsætisráðherrann segir af sér eftir handtöku stjórnarandstöðuleiðtoga Giorgi Gakahria, forsætisráðherra Georgíu, hefur sagst ætla að segja af sér embætti eftir að leiðtogi stjórnarandstöðu landsins var handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald. Gakahria segist grípa til þessa ráðs í tilraun til að koma í veg fyrir frekari klofning meðal þjóðarinnar. Erlent 18.2.2021 08:09
Georgíumenn mótmæla niðurstöðu þingkosninga Þúsundir Georgíumanna hafa flykkst út á götur Tbilisi, höfuðborgar landsins, til að mótmæla niðurstöðum þingkosninga sem fóru fram þann 31. október síðastliðinn. Erlent 8.11.2020 17:41
Evrópusambandið opnar landamæri fyrir fjórtán ríkjum Evrópusambandið tilkynnti í dag að landamæri aðildaríkjanna yrðu opnuð fyrir ferðamönnum á morgun, 1. júlí, frá fjórtán löndum en Bandaríkjamenn verða ekki meðal þeirra sem fá inngöngu í Evrópu. Erlent 30.6.2020 15:11
Sóttvarnaryfirvöld í Georgíu óttast að nú verði veldisvöxtur í útbreiðslu kórónuveirunnar vegna páskahátíðar Sóttvarnaryfirvöld í Georgíu óttast að nú verði veldisvöxtur í útbreiðslu kórónuveirunnar þar í landi vegna páskahátíðar. Sóttvarnarlæknir grátbiður íbúa um að iðka trú sína heima og sækja ekki kirkjur. Innlent 19.4.2020 21:01
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið