Snæfellsbær

Fréttamynd

Dúfna- og vínberjabóndi á Hellissandi

Það er ekki nóg með það að Ari Bent Ómarsson sé dúfnabóndi á Hellissandi því hann bruggar líka vínberjavín úr berjunum úr gróðurskálanum sínum, en plantan hans er að gefa honum um þrjátíu kíló af vínberjum.

Lífið
Fréttamynd

Réði mömmu sína og pabba í vinnu á Hellissandi

Nýr veitingastaður í nýrri þjóðgarðsmiðstöð Snæfellsjökulsþjóðgarðs á Hellissandi hefur vakið mikla athygli því veitingamaðurinn, sem á staðinn er aðeins tuttugu ára gamall. Hann er með tvo starfsmenn í vinnu en það eru mamma hans og pabbi.

Innlent
Fréttamynd

Nemendur læra um nærumhverfi sitt í Snæfellsbæ

Mikið er lagt upp úr því í Grunnskóla Snæfellsbæjar að nemendur þekki sitt nánasta umhverfi og því er sérstök kennsla í átthagafræði þar sem farið er með nemendur í vettvangsferðir um sitt nærumhverfi. Skólinn fékk íslensku menntaverðlaunin á síðasta árið fyrir verkefnið.

Innlent
Fréttamynd

Ís­lendingar kvarti en ferða­mönnum sé nokkuð sama

Hótelrekendur eru alsælir með sumarið fram að þessu og ánægðir með að hafa náð vopnum sínum á ný eftir erfiðan heimsfaraldur. Fjöldi gistinátta í maí sló öll fyrri met samkvæmt tölum Hagstofunnar og Hagfræðideild Landsbankans spáir því að fjöldi erlendra ferðamanna geti náð yfir 2,1 milljón í ár. Gangi sú spá eftir mun 2023 taka við af árinu 2019 sem næst stærsta ferðamannaár Íslandssögunnar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Patreksfjörður í efsta sæti strandveiðanna

Strandveiðunum þetta sumar lýkur að öllu óbreyttu í næstu viku en þá stefnir í að útgefinn kvóti klárist. Eftir fyrstu tvo mánuði er búið að landa afla í alls 49 höfnum og er Patreksfjörður í efsta sæti með mestan landaðan afla og fjölda báta.

Innlent
Fréttamynd

Kríu­varp á Snæ­fells­nesi minnkað stór­lega

Kríuvarp á Snæfellsnesi hafa minnkað stórlega á rúmum áratug samkvæmt úttekt Náttúrustofu Vesturlands. Talið er að fæðuskortur við varpstöðvarnar árin 2004 til 2017 spili stórt hlutverk en sjófuglar hafi einnig komið illa út úr fuglaflensu á undanförnum árum.

Innlent
Fréttamynd

Icefjord and Olafsbay

Frá Ólafsvík bárust gleðileg tíðindi nýverið. Happy, happy, joy, joy! Þar var setur upp regnbogastígur sem sver sig í ætt við ófáa slíka stíga víðsvegar um landið. Það er vissulega gaman að fagna fjölbreytni þótt frumleikinn sé ekki í fyrirrúmi, svo apar maður sem aðrir apar. En það er auðvitað engan veginn gagnrýnivert enda erum við mannskepnur af öpum komnar.

Skoðun
Fréttamynd

„Fólk verður bara að taka mynd af sér“

„Vinsamlegast kyssist,“ stendur á nýju skilti í Ólafsvík sem sveitarstjóri vonast til að verði aðdráttarafl í bænum. Regnbogastígur á Kirkjutúni var málaður í gær við hliðina á Ólafsvíkurkirkju og undir Bæjarfossi.

Lífið
Fréttamynd

Smá­bátur strandaði við Arnar­stapa

Smábátur strandaði skammt innan við Arnarstapa á tíunda tímanum í kvöld. Einn var um borð í bátnum og hann komst í land af sjálfsdáðum og var fluttur á sjúkrastofnun á Ólafsvík.

Innlent
Fréttamynd

Lést þegar hann féll í fjöruna við Arnarstapa

Íslenskur karlmaður á sjötugsaldri lést þegar hann féll fram af björgum við Arnarstapa á Snæfellsnesi í gær. Ekki tókst að komast að manninum fyrr en tæpri klukkustund eftir að tilkynning barst vegna erfiðra aðstæðna á slysstað.

Innlent
Fréttamynd

Alvarlegt slys á Arnarstapa

Björgunarsveitarfólk frá Hellissandi tók þátt í miklum aðgerðum á Arnarstapa vegna alvarlegs slyss sem varð þar í gær. Ekki hafa fengist frekari upplýsingar um slysið.

Innlent
Fréttamynd

Verk­föll boðuð í sund­laugum um hvíta­sunnu­helgi

Sundlaugar í átta sveitarfélögum á landsbyggðinni verða lokaðar um hvítasunnuhelgina eftir að starfsfólk sundlaga og íþróttamannavirkja samþykktu að leggja niður störf í atkvæðagreiðslu sem lauk í dag. Þeir bætast í hóp hátt í 1.600 félagsmanna BSRB sem eru á leið í verkfall.

Innlent
Fréttamynd

Komu lekum strand­veiði­bát til bjargar

Áhöfn björgunarskips Slysavarnafélagsins Landsbjargar, Bjargar á Rifi, kom í dag strandveiðibát til bjargar sem leki hafði komið að. Þyrla Landhelgisgæslunnar var einnig kölluð út.

Innlent
Fréttamynd

Fær ekki tug­milljónir eftir bak­vakta­deilu

Fyrrverandi slökkviliðsstjóri slökkviliðs Snæfellsbæjar hafði ekki erindi sem erfiði er hann reyndi að sækja hátt í 40 milljónir króna sem hann taldi sig eiga inni hjá sveitarfélaginu vegna ógreiddra bakvakta.

Innlent
Fréttamynd

Ákærðar fyrir vörslu þýfis og brot á höfundalögum

Héraðssaksóknari hefur ákært tvær listakonur fyrir brot á höfundarrétti vegna styttu af Guðríði Þorbjarnardóttur sem stolið var af Snæfellsnesi í fyrra. Styttan var flutt til Reykjavíkur en þar komu þær Bryndís Björnsdóttir og Steinunn Gunnlaugsdóttir henni fyrir í eldflaug á skotpalli fyrir utan Nýlistasafnið í Reykjavík.

Innlent
Fréttamynd

Bæjar­stjóri segir læknis­leysið ó­boð­legt

Bæjarstjóri Snæfellsbæjar segir að það sé óboðleg staða að ekki sé að minnsta kosti einn læknir á vakt allan sólarhringinn í sveitarfélaginu. Hann segir bæjaryfirvöld hafa þrýst á alla sem koma að heilbrigðismálum þar í bæ.

Innlent