Franski boltinn

Fréttamynd

Messi skoraði í sigri PSG

Lionel Messi skoraði seinna mark PSG í 2-0 sigri liðsins gegn Angers í frönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. PSG er aftur komið með sex stiga forskot á toppnum.

Fótbolti
Fréttamynd

Drama í Frakklandi: Koma Zidane til varnar eftir vanvirðingu forsetans

Ummæli Nöel Le Graët, forseta franska knattspyrnusambandsins, um þjálfarann og goðsögnina Zinedine Zidane hafa kallað á hörð viðbrögð víða af. Kylian Mbappé og spænska félagið Real Madrid hafa séð sig knúin til að láta forsetann heyra það. Le Graët hefur beðist afsökunar á ummælunum.

Fótbolti
Fréttamynd

Badiashile við það að ganga til liðs við Chelsea

Chelsea hefur náð samkomulagi um kaup á varnarmanninum Benoit Badiashile frá Mónakó fyrir um 37 milljónir evra. Greint var frá því á dögunum að Chelsea væri nálægt því að klófesta Frakkann unga og nú virðast félagaskiptin nánast vera frágengin.

Fótbolti
Fréttamynd

Mbappé: Eyði ekki orku í slíka vitleysu

Kylian Mbappé var hetja Paris Saint-Germain í fyrsta leik hans eftir vonbrigði Frakka á HM í Katar. Hann segist ekki eyða tíma í að pæla í Argentínumönnum, sem unnu Frakka í úrslitum mótsins.

Fótbolti
Fréttamynd

Messi fær frí fram á nýtt ár

Nýkrýndi heimsmeistarinn Lionel Messi mun ekki leika með félagi sínu Paris Saint-Germain í Frakklandi fyrr en á nýju ári. Christophe Galtier, stjóri liðsins, greindi frá í dag.

Fótbolti
Fréttamynd

Chelsea á eftir enn einum miðverðinum

Chelsea er á höttunum eftir Frakkanum Benoît Badiashile sem er miðvörður og leikur með AS Monaco. Ef marka má Fabrizio Romano er kaupverðið milli 35-40 milljónir evra og mun Chelsea kaupa hann í janúar. 

Sport
Fréttamynd

Messi verður á­fram í París

Það stefnir allt í að heimsmeistarinn Lionel Messi framlengi samning sinn við París Saint-Germain. Núverandi samningur hans rennur út næsta sumar.

Fótbolti
Fréttamynd

PSG vann stór­sigur fyrir HM fríið

Frakklandsmeistarar París Saint-Germain unnu 5-0 sigur á Auxerre í lokaumferð frönsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta fyrir HM fríið sem hefst að þessari umferð lokinni.

Fótbolti
Fréttamynd

Pereira hetja PSG í fjar­veru Messi

Lionel Messi er farinn í frí til að vera í sem bestu formi á heimsmeistaramótinu sem hefst í Katar eftir aðeins tvær vikur. Lið hans París Saint-Germian er hins vegar enn að spila og stóð í ströngu gegn Lorient í dag. Unnu meistararnir nauman 2-1 útisigur þökk sé sigurmarki Danilo Pereira þegar skammt var til leiksloka.

Fótbolti