Svandís Svavarsdóttir

Fréttamynd

Flækjur í Flóanum

Hæstiréttur dæmdi ákvörðun mína um að synja staðfestingu þess hluta aðalskipulags Flóahrepps sem varðar Urriðafossvirkjun ógilda. Margir hafa haft uppi stór orð af því tilefni og hætt er við að mikilvæg lagarök og efnisatriði hafi fallið í skuggann af þeim fyrirgangi.

Skoðun
Fréttamynd

Endurskoðun náttúruverndarlaga

Talsvert hefur verið fjallað um drög að frumvarpi til laga um endurskoðun náttúruverndarlaga. Svo virðist sem ákveðins misskilnings gæti um drögin og

Skoðun
Fréttamynd

Loftslagsráðstefnan í Cancún

Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna í Cancún í Mexíkó í desember síðastliðnum var árangursrík að flestra mati, en þar tókst samkomulag um

Skoðun
Fréttamynd

Öryggi barna á sundstöðum

Ómar Stefánsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins í Kópavogi, skrifar grein í Fréttablað gærdagsins þar sem hann furðar sig á nýrri reglugerð umhverfisráðuneytisins um öryggismál á sundstöðum.

Skoðun
Fréttamynd

Náttúruvernd og ferðaþjónusta

Ferðaþjónusta á Íslandi hefur vaxið og dafnað um árabil og er orðin einn af mikilvægustu atvinnuvegum landsmanna. Tekjur af ferðamönnum námu að talið er um 155 milljörðum króna árið 2009. Hlutfall erlendra ferðamanna á íbúa er nú hærra á Íslandi en í Frakklandi, Spáni og Ítalíu og benda spár til þess að fjöldi ferðamanna gæti farið yfir milljón innan eins eða tveggja áratuga.

Skoðun
Fréttamynd

Mælikvarðar lífsgæða og velferðar

Mannkynið stendur á tímamótum í samskiptum sínum við náttúruna. Við göngum hratt á óendurnýjanlegar auðlindir, fjölgun mannkyns er hömlulaus og áhrif okkar á umhverfið virðast takmarkalaus.

Skoðun
Fréttamynd

Allir verða að vanda sig

Ekki hefur farið framhjá neinum að ástandið í samfélaginu er erfitt. Atvinnuleysi er umtalsvert og margir eiga í fjárhagslegum og þar af leiðandi sárum persónulegum erfiðleikum. Nú vill svo til að ég þekki talsvert af fólki sem hefur misst vinnuna og sér ekki fyrir endann á því hvernig það á að

Skoðun
Fréttamynd

Efling umhverfisráðuneytisins

Endurskipulagning ráðuneyta er nú hafin á vegum ríkisstjórnarinnar og mun vonandi verða að fullu lokið um næstu áramót. Í næsta skrefi er áformað að færa umhverfisráðuneytinu aukið hlutverk varðandi rannsóknir, nýtingarstefnu, ráðgjöf og verndun á sviði auðlindamála.

Skoðun
Fréttamynd

Umræðan um álver í Helguvík

Í það rúma ár sem ég hef gegnt embætti umhverfisráðherra hafa talsmenn álvers í Helguvík haldið uppi áróðri um að atvinnuleysi Suðurnesjamanna sé að miklu leyti á ábyrgð umhverfisráðherra.

Skoðun
Fréttamynd

Vöktun á náttúruvá

Eldgosið í Eyjafjallajökli hefur valdið okkur Íslendingum búsifjum, bæði nágrönnum eldfjallsins og þjóðarbúinu í heild. Um 100.000 flugferðum þurfti að aflýsa víða um heim vegna gossins og hefur ekkert annað eldgos valdið jafn víðtækri röskun á samgöngum og starfsemi.

Skoðun
Fréttamynd

Orkuframleiðsla og umhverfisvernd

Aðstoðarframkvæmdastjóri Sam-orku ritaði grein í Fréttablaðið fyrir skömmu þar sem hann talar um villur, meinlegan misskilning og villandi framsetningu í umfjöllun minni um nýja reglugerð um takmörk brennisteinsvetnis í andrúmslofti.

Skoðun
Fréttamynd

Svandís Svavarsdóttir: Reykjavík þarf Sóleyju, Þorleif og Líf

Ef meirihluti framsóknar og íhalds hefði komist upp með það sem til stóð í REI-málinu væri hluti Orkuveitu Reykjavíkur til skiptanna í þrotabúsmálum Glitnis og Íslandsbanka núna. Það tókst að stoppa það. Það tókst að stoppa það vegna þess að Vinstrihreyfingin – grænt framboð átti fulltrúa í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur sem gat fylgt sínum sjónarmiðum eftir í borgarstjórn Reykjavíkur.

Skoðun
Fréttamynd

Svandís Svavarsdóttir: Í þágu náttúru og komandi kynslóða

Ár er liðið frá því ég tók við embætti umhverfisráðherra á miklum umrótstímum. Á fyrstu mánuðum í embætti var ég oft spurð hvort umhverfis- og náttúruverndarmál væru ekki lúxusmál sem þjóðin hefði ekki efni á að sinna á samdráttartímum. Ég fæ ekki slíka spurningu lengur enda flestir sem gera sér orðið grein fyrir mikilvægi þess að hagsmunum náttúru og umhverfis sé haldið á lofti.

Skoðun
Fréttamynd

Svandís Svavarsdóttir: Á ári líffræðilegrar fjölbreytni

Baráttan fyrir líffræðilegri fjölbreytni er barátta fyrir vexti og viðgangi dýra- og plöntutegunda og búsvæða þeirra. Líffræðilegum fjölbreytileika jarðar er nú meðal annars ógnað af fjölgun mannkyns, stækkandi borgum, stórauknum landbúnaði og aukinni sókn í auðlindir lands og sjávar.

Skoðun
Fréttamynd

Skipulag er samstarf

Svandís Svavarsdóttir skrifar um skipulagstillögur við Þjórsá Þegar ríkisstjórn Vinstri grænna og Samfylkingar tók við fyrir ári var ljóst að eitt stærsta verkefnið sem fyrir höndum lá var allsherjar siðbót íslenskra stjórnmála. Undanfarið hef ég í starfi mínu sem umhverfisráðherra orðið óþyrmilega vör við nauðsyn þessa, og það hversu fyrri ríkisstjórnir hafa haft óbein áhrif á hugarfar fólks.

Skoðun
Fréttamynd

Samstaða gegn loftslagsvánni

Niðurstaða loftslagsráðstefnunnar í Kaupmannahöfn fyrr í mánuðinum hefði mátt vera afdráttarlausari, en þó voru stigin mikilvæg skref í átt til lausnar og eitt gerðist þar sem engan hefði órað fyrir. Í Kaupmannahöfn náðu fulltrúar smárra ríkja að stilla saman strengi sína og setja fram kröfur sem stærstu ríki heims gátu ekki komist hjá að heyra. Fátækustu ríki heims – sem jafnframt eru þau sem einna verst verða úti ef gróðurhúsalofttegundum verður hleypt óheft út í andrúmsloftið – náðu eyrum ríkari þjóða.

Skoðun
Fréttamynd

Þjóð meðal þjóða

Augu heimsins beinast nú að loftslagsráðstefnunni í Kaupmannahöfn þar sem fram fer fimmtánda aðildarríkjaþing loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna.

Skoðun
Fréttamynd

Átak gegn akstri utan vega

Aldrei áður hafa jafn margir erlendir ferðamenn sótt landið okkar heim og á liðnu sumri auk þess sem Íslendingar voru óvenju duglegir að ferðast um eigið land. Landið og fegurð þess er ein helsta auðlind okkar sem ber að umgangast með virðingu. Hafa ber í huga að meginástæða komu erlendra ferðamanna til Íslands er íslensk náttúra og sérstaða hennar.

Skoðun
Fréttamynd

Skorumst ekki undan

Frá því á Umhverfisþingi um liðna helgi þar sem ég fjallaði meðal annars um samningsmarkmið Íslands í loftslagsmálum hafa ýmsir

Skoðun
Fréttamynd

Hefjum upp umræðuna

Viðbrögð stjórnmálamanna, sér í lagi sjálfstæðismanna, við úrskurði mínum um Suðvesturlínu endurspeglar því miður þá umræðu sem oftar en ekki verður um umhverfismál hér á landi. Ég taldi þá umræðu tilheyra tímanum fyrir það samfélagshrun sem varð fyrir ári.

Skoðun
Fréttamynd

Tækifæri í súginn

Milli jóla og nýárs var haldinn fundur í stjórn Orkuveitunnar en þar var samþykkt að undirrita samning við Norðurál Helguvík ehf um sölu á orku fyrir álver sem gert er ráð fyrir að framleiði 360 þúsund tonn af áli á ári. Gildandi starfsleyfi gerir ráð fyrir 250 þúsund tonnum þannig að hér er um aukningu að ræða og hlýtur að þurfa nýtt starfsleyfi.

Skoðun
Fréttamynd

Sannleikurinn er góður grunnur

Nú þurfa allir að leggjast á eitt til að tryggja hagsmuni íslenska ríkisins í þeirri stöðu sem upp er komin. Verja fjölskyldurnar í landinu, ná sem hagstæðustum samningum hvað varðar uppgjör á erlendu hlutum bankanna, leita réttar okkar gagnvart Bretum og tryggja að orðspor lands og þjóðar beri ekki varanlegan skaða af. Jafnframt þarf að treysta stoðir íslensks fjármálakerfis þannig að uppbygging til framtíðar í íslensku atvinnulífi standi traustum fótum.

Skoðun
Fréttamynd

Ólga Össurar og söguskýringar

Mikinn fer Össur Skarphéðins­son í palladómum sínum og gustmikilli yfirreið um ritvöllinn í Fréttablaðinu á þriðjudaginn var. Nú setur ráðherrann á sig gleraugu sjáandans og rýnir í framtíðina, spáir um stöðugleika í samstarfi ríkisstjórnarflokkanna en ólgu og uppgjörum innan flokka stjórnarandstöðunnar.

Skoðun
Fréttamynd

Vinstri græn - umbúðalaus

Í aðdraganda kosninga velta margir vöngum yfir kosningabaráttu flokkanna. Við í Vinstri grænum höfum fundið fyrir miklum meðbyr að undanförnu, ekki aðeins í skoðanakönnunum heldur líka í umræðunni í þjóðfélaginu. Við erum viss um að ástæðan er ekki bara sú að áherslur okkar - umhverfisvernd, velferð og kvenfrelsi - hafa öðlast meira vægi í hugum fólks, heldur ekki síður vegna þess að andrúmsloftið, áferðin og málflutningurinn er með öðru sniði en gerist og gengur hjá hinum flokkunum.

Skoðun
Fréttamynd

Fengið að láni frá börnunum

Staða barna er okkur Vinstri grænum sérlega hugleikin. Að okkar mati er það samfélagslegt verkefni að skapa öllum börnum skilyrði til að þroskast og menntast. Við eigum að gefa þeim tækifæri til að þroska hæfileika sína óháð efnahag og félagslegum aðstæðum.

Skoðun