Þorsteinn Sæmunds­son

Fréttamynd

Í­búa­fundur í Ráð­húsinu

Nú nýlega fjölmenntu foreldrar barna sem bíða eftir plássi á leikskóla á fund borgarráðs í Ráðhúsi Reykjavíkur til að rukka inn síendurtekin kosningaloforð. Sjá mátti áhyggjusvip á andlitum meirihlutafulltrúanna, jafnvel óttasvip, því alltíeinu var komið inn á gafl til þeirra venjulegt fólk með alvöru vandamál.

Skoðun
Fréttamynd

Víxlhækkanir vaxta og verðlags

Nú er enn ein stýrivaxtahækkunin orðin að veruleika og eru stýrivextir á Íslandi orðnir fimm og hálft prósent. Í nágrannalöndum okkar þar sem verðbólga er svipuð og hér eru stýrivextir frá núll komma einu prósenti uppí tvö og hálft. Ýmsar ástæður eru tilgreindar vegna hárrar verðbólgu í heiminum en þær helstu lúta að áhrifum af nýliðnum heimsfaraldri og stríði Rússa á hendur Úkraínumönnum. Hér á landi eru ástæður hárrar verðbólgu nokkuð aðrar.

Skoðun
Fréttamynd

Verðbólga af mannavöldum

Verðbólga á Íslandi er nú í hæstu hæðum og daglegar hækkanir á nauðsynjum herða að almenningi. Vissulega er það svo að mikið af verðbólguþróuninni á sér uppsprettu í afleiðingum heimsfaraldurs og stríðsátaka en þó eru hér á landi til sérstakir hvatar sem lítill áhugi virðist á að bregðast við.

Skoðun
Fréttamynd

Að selja fjör­egg

Frá því að ég man fyrst eftir hafa íslenskum stjórnvöldum verið mislagðar hendur við að selja fjöregg þjóðarinnar. Allt frá sölu á Síldarverksmiðjum ríkisins, áburðar og sementsverksmiðjum, Símanum að ekki sé minnst á s.k. einkavæðingu bankanna hina fyrri.

Skoðun
Fréttamynd

Stjórn­völd kynda verð­bólgu­bálið

Nú um stundir er verðbólga í hæstu hæðum víða um lönd. Einnig hér. Þar veldur kórónufaraldurinn mestu um. Seðlabankar nokkurra stórra viðskiptaríkja okkar virðast ekki hafa farið sömu leið og Seðlabanki Íslands í aðgerðum til að spyrna við fótum.

Skoðun
Fréttamynd

Flytjum út mengun

Það sló mig að lesa viðtal við formann Náttúruverndarsamtaka Íslands (NÍ) í Fréttablaðinu 18. Jan. þar sem hann finnur uppbyggingu áburðarverksmiðju á Íslandi allt til foráttu vegna kolefnislosunar frá slíkri starfsemi. Honum finnst fara betur á að einhverjir aðrir framleiði áburð til nota hér á landi og flytji um langan veg með tilheyrandi sótspori. 

Skoðun
Fréttamynd

Á­burðar­fram­leiðsla er ekkert grín

Í kjölfar veirufaraldursins hefur fólk vaknað upp við nýjan veruleika sem birtist m.a. í minna framboði á nauðsynjum og erfiðleikum við dreifingu þeirra um heiminn. Í ljósi nýlegra atburða í heiminum er sýnt fram á mikilvægi matvælaöryggis vegna áhrifa sem gætir hvarvetna.

Skoðun
Fréttamynd

Afglapavæðing umræðunnar

Á líðandi kjörtímabili hefur farið fram ítrekuð umræða um meinta refsigleði gagnvart þeim sem gripnir eru með neysluskammta fíkniefna. Í tilfinningaþrungnum á Alþingi var dregin upp sú mynd að veikir einstaklingar væru fangelsaðir fyrir að hafa undir höndum neysluskammta.

Skoðun
Fréttamynd

Spila­borgir fé­lags­mála­ráð­herra

Félagsmálaráðherra lagði fram frumvarp um s.k. hlutdeildarlán á síðasta þingi og fékk samþykkt. Lögin sem samþykkt voru ná grátlega stutt og eru meiri umbúðir en innihald.

Skoðun
Fréttamynd

„Píratar………………….tómt kjaft­æði“

Í umræðu um fjármálaáætlun flutti fulltrúi Pírata langa og stirðlega ræðu sem var að meirihluta til um form en ekki efni. Að vanda hafði Píratinn uppi miklar athugasemdir um vinnubrögð þingsins en engar leiðir til úrbóta.

Skoðun
Fréttamynd

„Það skiptir máli hverjir stjórna“

Vinstri Græn ganga nú til kosninga undir kjörorðinu: „Það skiptir máli hverjir stjórna.“ Það er þakkarvert að VG skuli minna kjósendur á hverju „stjórn“ þeirra á heilbrigðisráðuneytinu hefur skilað á fjórum árum.

Skoðun
Fréttamynd

Tveir loddarar lofa vegi

Ein fyndnasta uppákoma ársins varð nú í vikunni þegar borgarstjóri og samgönguráðherra skrifuðu undir ,,viljayfirlýsingu“ um byggingu Sundabrautar. Í ljós kom á fundinum að þeir eru ekki sammála um hvort brautin skuli lögð í göng eða um brú.

Skoðun
Fréttamynd

Skipta líf og heilsa kvenna heilbrigðisyfirvöld minna máli?

Á undraskömmum tíma nú nýlega sameinuðust tæplega fjórtán þúsund manns af öllum kynjum í fésbókarhópnum „Aðför að heilsu kvenna.“ Ástæðan var sú óreiða sem ríkt hefur undanfarið í málefnum kvenna sem farið hafa í skimun fyrir leghálskrabbameini.

Skoðun
Fréttamynd

Samfylkingin endurskrifar söguna

Undanfarið hafa Samfylkingarþingmenn farið mikinn vegna meintra flökkusagna okkar Miðflokksfólks um fjölda þeirra íbúða sem seldar voru ofan af fólki í hruninu og í kjölfar þess. Þingmennirnir hafa einnig efast um tölur yfir fjölda einstaklinga sem misstu húsnæði sitt.

Skoðun
Fréttamynd

Samfylkingin og heimilin

Í byrjun desember árið 2010 héldu forystumenn þáverandi ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri Grænna sérstakan blaðamannafund til að vekja athygli á vangetu sinni. Skilaboð ríkisstjórnarinnar á fundinum voru: ,,Meira verður ekki gert fyrir skuldsett heimili.“

Skoðun
Fréttamynd

Lífið að veði

Ég skundaði yfir Austurvöll um daginn á hraða sem ég réð ekki vel við en erindið var brýnt. Ég varð að benda á þá vá sem vofir yfir íslenskum konum nú þegar greiningar á leg – og brjóstakrabbameinum hafa verið hrifsaðar af Krabbameinsfélaginu án þess að framtíðarfyrirkomulag sé tilbúið og ákveðið.

Skoðun
Fréttamynd

Stjórnmál í sóttkví

Covid faraldurinn og barátta við hann hafa litað stjórnmálin síðan faraldurinn kom upp fyrir tæpu ári síðan. Miðflokkurinn hefur staðið með ríkisstjórninni í öllum þeim aðgerðum sem gripið hefur verið til og ekki staðið í vegi afgreiðslu þeirra með nokkrum hætti.

Skoðun
Fréttamynd

Fullveldi – Hvers vegna?

Við tölum sjaldan um fullveldið. Kannski finnst okkur að það hafi alltaf verið, sé sjálfsagt. Göngum að því vísu. En fullveldið hefur ekki alltaf verið ekki til staðar, ekki sjálfgefið.

Skoðun
Fréttamynd

Ham­skipti osta í hafi

Nýlega bárust þau tíðindi að evrópskir ostar breyttu eðli sínu á leið yfir hafið á leið til Íslands. Þessar eðlisbreytingar höfðu í för með sér gerbreytta tollmeðferð.

Skoðun
Fréttamynd

...Í þúsund ár bjó þjóð við nyrztu voga...

Hornsteinar hvers þjóðfélags eru heimilin. Þessi grein mín sem er númer sex í röðinni um tækifæri þjóðarinnar að lokinni farsótt fjallar um heimilin og nauðsynlegar ráðstafanir þeim til handa svo þau megi ná vopnum sínum og blómstra eftir að kórónaveiran rennur sitt skeið.

Skoðun
Fréttamynd

,,Í djúpi andans duldir kraftar bíða“

Ævintýralegur vöxtur ferðaþjónustunnar var okkur mikil efnahagsleg búbót eftir fyrra hrunið og líklegt er að hún verði sú grein sem harðast verður úti vegna farsóttarinnar sem nú geysar. Á það jafnt við um flutningafyrirtæki á landi og í lofti svo og hótel og veitingastaði. Reikna má með því að fjöldi fyrirtækja leggi upp laupana miðað við núverandi ástand og horfur.

Skoðun
Fréttamynd

…….ár og aldir líða………

Í síðustu grein fór ég nokkuð yfir þau líkindi sem mér finnast með núverandi veirufaraldri og heimskreppu og þeim atburðum sem urðu hér og annarsstaðar í heiminum árið 1918.

Skoðun