Erlent Hóta að halda áfram kjarnorkuuppbyggingu verði viðskiptaþvingunum ekki aflétt Stjórnvöld í Norður-Kóreu hafa kallað eftir því að Bandaríkin aflétti viðskiptaþvingunum gagnvart sér, ellegar íhugi þau að endurhugsa stefnu sína í kjarnorkumálum. Erlent 3.11.2018 10:37 Skar af sér höndina til að fá hlutverk Bandaríski leikarinn Todd Latourette viðurkenndi á dögunum að hafa skorið af sér hægri höndina, fyrir sautján árum síðan, og þóst vera slasaður hermaður. Þetta hafi hann gert til þess að auka möguleika sína á því að fá hlutverk í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum. Erlent 3.11.2018 09:49 Alec Baldwin handtekinn fyrir að kýla mann vegna bílastæðis Bandaríski leikarinn Alec Baldwin var í dag handtekinn fyrir að kýla mann vegna rifrildis um bílastæði í New York-borg í Bandaríkjunum. Erlent 2.11.2018 19:26 Tyrkir segja lík Khashoggi hafa verið "leyst upp“ Talsmaður Receps Tayyip Erdoğan Tyrklandsforseta segir að lík sádi-arabíska blaðamannsins Jamals Khashoggi hafi verið "leyst upp“ eftir að Khashoggi var myrtur á ræðismannsskrifstofu Sáda í Istanbúl fyrir mánuði síðan og lík hans bútað niður. Erlent 2.11.2018 17:38 Um fimm þúsund flóttamenn við landamæri Mexíkó Þúsundir hondúrskra flóttamanna eru nú við landamæri Mexíkó og Gvatemala þar sem þeir freista þess að komast inn í Mexíkó og halda áfram för sinni frá Mið-Ameríku til Bandaríkjanna. Erlent 21.10.2018 19:07 Hundruð þúsunda fylktu liði gegn Brexit Um það bil 700 þúsund manns marseruðu í dag um miðborg London og kröfðust þess að kosið yrði aftur um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu, Brexit. Slíkur fjöldi hefur ekki sést í mótmælagöngu í London síðan árið 2003, þegar Íraksstríðinu var mótmælt. Erlent 20.10.2018 21:15 Merkel krefur Sádi Arabíu um nánari skýringar Angela Merkel, kanslari Þýskalands, segir útskýringar sádiarabískra stjórnvalda á andláti blaðamannsins Jamals Khashoggi vera ófullnægjandi. Hún gerir þá kröfu að yfirvöld í Sádí geri hreint fyrir sínum dyrum og upplýsi á nákvæmari hátt um hvernig andlát Khashoggi bar að. Erlent 20.10.2018 19:08 Þingmaður Repúblikana varð fyrir aðkasti á veitingastað Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, varð fyrir barðinu á óánægðum veitingahúsagestum í gær þar sem hann sat og snæddi á veitingastaðnum Havana Rumba með eiginkonu sinni í Louisville í Kentucky. Erlent 20.10.2018 18:17 Makedónska þingið samþykkir að breyta nafni landsins Makedónska þingið samþykkti í gær að breyta nafni landsins, sem heitir nú formlega lýðveldið Makedónía. Gangi nafnabreytingin í gegn mun ríkið heita Norður-Makedónía. Erlent 20.10.2018 17:53 Ofbeldi einkennir þingkosningar í Afganistan Mikið hefur verið um ofbeldi í Afganistan í dag, en íbúar landsins ganga að kjörborðinu í dag og kjósa til þings. Tugir hafa látið lífið í sprengjuárásum á kjörstaði víðs vegar um landið. Búið er að framlengja kosningartímann og munu þónokkrir kjörstaðir standa opnir fram á sunnudag. Erlent 20.10.2018 17:15 Sádar staðfesta andlát Khashoggi Ríkissjónvarp Sádí Arabíu hefur staðfest að blaðamaðurinn Jamal Khashoggi er látinn. Khashoggi hvarf fyrr í mánuðinum en hann sást síðast ganga inn í ræðismannsskrifstofu Sáda í Istanbúl í Tyrklandi og hafa Tyrkir haldið því fram að hann hafi verið myrtur þar inni og lík hans bútað í sundur. Erlent 19.10.2018 22:33 Hinn brasilíski Trump langefstur samkvæmt útgönguspám Útgönguspár í forsetakosningum Brasilíu sem fóru fram í dag hafa verið birtar. Samkvæmt þeim er öfga-hægrimaðurinn Jair Bolsonaro efstur með um 45% atkvæða. Erlent 7.10.2018 22:21 Forseti Interpol segir af sér Meng Hongwei, forseti Interpol, sem nú er í haldi kínverskra stjórnvalda, hefur sagt af sér. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Interpol gaf út á Twitter reikningi sínum í kvöld. Erlent 7.10.2018 19:25 Þrítugri blaðakonu nauðgað og hún myrt í Búlgaríu Þrítugri búlgarskri rannsóknarblaðakonu var nauðgað og hún myrt í gær í borginni Ruse í Búlgaíu. Hún hafði verið að rannsaka spillingarmál innan búlgarska stjórnkerfisins. Politico greinir frá þessu. Erlent 7.10.2018 18:40 Kínverjar staðfesta að hafa forseta Interpol í haldi Kínversk stjórnvöld hafa viðurkennt að vera með Meng Hongwei, forseta alþjóðalögreglunnar Interpol í haldi. Hongwei hefur verið talinn týndur og ekkert af honum spurst síðan 25. september. Erlent 7.10.2018 17:46 20 látnir eftir umferðarslys í New York Mannskætt slys í Bandaríkjunum. Erlent 7.10.2018 16:19 Páfinn veitir leyfi fyrir rannsókn á kynlífshneyksli Frans páfi hefur gefið leyfi fyrir "ítarlegri rannsókn“ á skjölum Vatíkansins, en henni er ætlað að varpa ljósi á hvernig Theodore McCarrick, háttsettum bandarískum kardinála, tókst að klífa metorðastiga kaþólsku kirkjunnar þrátt fyrir ítrekaðar ásakanir á hendur honum um að hafa þrýst á guðfræðistúdenta og unga presta til þess að sofa hjá sér. Erlent 6.10.2018 14:16 Listaverk tætt eftir að hafa verið selt fyrir meira en milljón dali Stensilmálverk eftir heimsfræga götulistamanninn Banksy tættist í ræmur eftir að hafa verið selt fyrir rúmlega 1,3 milljónir Bandaríkjadollara, tæpar 150 milljónir króna. Málverkinu hafði verið komið fyrir í þar til gerðum ramma sem tætti það svo niður stuttu eftir að það var selt á uppboði í London. Erlent 6.10.2018 11:54 Forseti Interpol sagður í haldi í Kína Talið er að forseta alþjóðalögreglunnar Interpol, Meng Hongwei, sé haldið í varðhaldi í Kína. Grunur leikur á um að kínversk yfirvöld séu með Hongwei í yfirheyrslum. Frá þessu greinir AFP-fréttastofan. Erlent 6.10.2018 11:14 Fundinn sekur um morðtilraunir á lestarstöðvum í London Enskur maður á fimmtugsaldri, að nafni Paul Crossley, hefur verið fundinn sekur um morðtilraun eftir að hafa ýtt Sir Paul Malpas, sem er 91 árs gamall, fram af brautarpalli og út á lestarteina á Marble Arch neðanjarðarlestarstöðinni í London. Erlent 5.10.2018 19:05 Stálu oreganó í stað marijúana Hópur unglinga í Colorado í Bandaríkjunum lét gabbast af öryggisráðstöfunum maríjuanabúðar þegar þeir stálu oreganó-kryddi, en unglingarnir höfðu ætlað sér að stela marijúana. Erlent 29.9.2018 16:37 Á þriðja tug látnir í skotárás í Íran Að minnsta kosti 24 létust og 53 særðust í skotárás sem gerð var á hernaðarskrúðgöngu í borginni Ahvas í suðvesturhluta Íran. Erlent 22.9.2018 10:31 YouTube-stjörnur mokgræddu á bardaga YouTube-stjörnurnar Logan Paul og KSI mættust í boxbardaga í Manchester Arena í gærkvöldi. Lífið 26.8.2018 16:42 Skógareldar í Þýskalandi sprengja upp skotfæri úr seinni heimsstyrjöld Skógareldar sem nú loga suðvestur af Berlín, höfuðborg Þýskalands, hafa valdið því að sprengiefni og skotfæri frá tímum síðari heimsstyrjaldarinnar, sem grafið var í skógum í nágrenni borgarinnar, hefur fuðrað í loft upp og gert viðbragðsaðilum erfitt fyrir við að ráða niðurlögum eldsins. Erlent 24.8.2018 17:48 Hófleg áfengisneysla ekki einu sinni af hinu góða Niðurstöður nýrrar rannsóknar benda til þess að öll áfengisneysla sé skaðleg fólki, en áður hefur því oft verið haldið fram að hófleg drykkja áfengis geti haft bætandi áhrif á heilsuna. Rannsóknin var framkvæmd af háskólanum í Washington og er sú stærsta sinnar tegundar. Erlent 23.8.2018 23:31 Bítlabani áfram á bak við lás og slá Manninum sem myrti John Lennon árið 1980, Mark David Chapman, var í dag neitað um reynslulausn í 10. skipti. Chapman kemur ekki til með að geta sótt um reynslulausn aftur fyrr en að tveimur árum liðnum. Erlent 23.8.2018 22:29 Flugræningi framseldur til Egyptalands Egypskur maður sem rændi flugvél og lét lenda henni á Kýpur hefur nú verið framseldur frá Kýpur til Egyptalands, rúmum tveimur árum eftir að verknaðurinn átti sér stað. Erlent 19.8.2018 21:23 Fyrrverandi yfirmaður leyniþjónustunnar íhugar málaferli gegn Trump John Brennan, fyrrverandi forstjóri bandarísku leyniþjónustunnar CIA, íhugar nú að höfða mál gegn Donald Trump Bandaríkjaforseta eftir að Trump afturkallaði öryggisheimild Brennans. Erlent 19.8.2018 19:02 Leitinni við brúna í Genúa lokið Leitinni að þeim sem var saknað eftir hrun Morandi brúarinnar í Genúa á Ítalíu lauk í nótt. Þrjú lík fundust í braki brúarinnar og tala látinna er nú komin upp í 43. Erlent 19.8.2018 16:29 Yfir 800 franskar brýr í hættu á að hrynja Rannsókn sem fyrirskipuð var af frönsku ríkisstjórninni sýnir fram á að yfir 840 brýr í Frakklandi eru í svo slæmu ásigkomulagi að þær eiga á hættu að hrynja á næstu árum. Erlent 19.8.2018 15:39 « ‹ 1 2 3 4 5 6 … 334 ›
Hóta að halda áfram kjarnorkuuppbyggingu verði viðskiptaþvingunum ekki aflétt Stjórnvöld í Norður-Kóreu hafa kallað eftir því að Bandaríkin aflétti viðskiptaþvingunum gagnvart sér, ellegar íhugi þau að endurhugsa stefnu sína í kjarnorkumálum. Erlent 3.11.2018 10:37
Skar af sér höndina til að fá hlutverk Bandaríski leikarinn Todd Latourette viðurkenndi á dögunum að hafa skorið af sér hægri höndina, fyrir sautján árum síðan, og þóst vera slasaður hermaður. Þetta hafi hann gert til þess að auka möguleika sína á því að fá hlutverk í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum. Erlent 3.11.2018 09:49
Alec Baldwin handtekinn fyrir að kýla mann vegna bílastæðis Bandaríski leikarinn Alec Baldwin var í dag handtekinn fyrir að kýla mann vegna rifrildis um bílastæði í New York-borg í Bandaríkjunum. Erlent 2.11.2018 19:26
Tyrkir segja lík Khashoggi hafa verið "leyst upp“ Talsmaður Receps Tayyip Erdoğan Tyrklandsforseta segir að lík sádi-arabíska blaðamannsins Jamals Khashoggi hafi verið "leyst upp“ eftir að Khashoggi var myrtur á ræðismannsskrifstofu Sáda í Istanbúl fyrir mánuði síðan og lík hans bútað niður. Erlent 2.11.2018 17:38
Um fimm þúsund flóttamenn við landamæri Mexíkó Þúsundir hondúrskra flóttamanna eru nú við landamæri Mexíkó og Gvatemala þar sem þeir freista þess að komast inn í Mexíkó og halda áfram för sinni frá Mið-Ameríku til Bandaríkjanna. Erlent 21.10.2018 19:07
Hundruð þúsunda fylktu liði gegn Brexit Um það bil 700 þúsund manns marseruðu í dag um miðborg London og kröfðust þess að kosið yrði aftur um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu, Brexit. Slíkur fjöldi hefur ekki sést í mótmælagöngu í London síðan árið 2003, þegar Íraksstríðinu var mótmælt. Erlent 20.10.2018 21:15
Merkel krefur Sádi Arabíu um nánari skýringar Angela Merkel, kanslari Þýskalands, segir útskýringar sádiarabískra stjórnvalda á andláti blaðamannsins Jamals Khashoggi vera ófullnægjandi. Hún gerir þá kröfu að yfirvöld í Sádí geri hreint fyrir sínum dyrum og upplýsi á nákvæmari hátt um hvernig andlát Khashoggi bar að. Erlent 20.10.2018 19:08
Þingmaður Repúblikana varð fyrir aðkasti á veitingastað Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, varð fyrir barðinu á óánægðum veitingahúsagestum í gær þar sem hann sat og snæddi á veitingastaðnum Havana Rumba með eiginkonu sinni í Louisville í Kentucky. Erlent 20.10.2018 18:17
Makedónska þingið samþykkir að breyta nafni landsins Makedónska þingið samþykkti í gær að breyta nafni landsins, sem heitir nú formlega lýðveldið Makedónía. Gangi nafnabreytingin í gegn mun ríkið heita Norður-Makedónía. Erlent 20.10.2018 17:53
Ofbeldi einkennir þingkosningar í Afganistan Mikið hefur verið um ofbeldi í Afganistan í dag, en íbúar landsins ganga að kjörborðinu í dag og kjósa til þings. Tugir hafa látið lífið í sprengjuárásum á kjörstaði víðs vegar um landið. Búið er að framlengja kosningartímann og munu þónokkrir kjörstaðir standa opnir fram á sunnudag. Erlent 20.10.2018 17:15
Sádar staðfesta andlát Khashoggi Ríkissjónvarp Sádí Arabíu hefur staðfest að blaðamaðurinn Jamal Khashoggi er látinn. Khashoggi hvarf fyrr í mánuðinum en hann sást síðast ganga inn í ræðismannsskrifstofu Sáda í Istanbúl í Tyrklandi og hafa Tyrkir haldið því fram að hann hafi verið myrtur þar inni og lík hans bútað í sundur. Erlent 19.10.2018 22:33
Hinn brasilíski Trump langefstur samkvæmt útgönguspám Útgönguspár í forsetakosningum Brasilíu sem fóru fram í dag hafa verið birtar. Samkvæmt þeim er öfga-hægrimaðurinn Jair Bolsonaro efstur með um 45% atkvæða. Erlent 7.10.2018 22:21
Forseti Interpol segir af sér Meng Hongwei, forseti Interpol, sem nú er í haldi kínverskra stjórnvalda, hefur sagt af sér. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Interpol gaf út á Twitter reikningi sínum í kvöld. Erlent 7.10.2018 19:25
Þrítugri blaðakonu nauðgað og hún myrt í Búlgaríu Þrítugri búlgarskri rannsóknarblaðakonu var nauðgað og hún myrt í gær í borginni Ruse í Búlgaíu. Hún hafði verið að rannsaka spillingarmál innan búlgarska stjórnkerfisins. Politico greinir frá þessu. Erlent 7.10.2018 18:40
Kínverjar staðfesta að hafa forseta Interpol í haldi Kínversk stjórnvöld hafa viðurkennt að vera með Meng Hongwei, forseta alþjóðalögreglunnar Interpol í haldi. Hongwei hefur verið talinn týndur og ekkert af honum spurst síðan 25. september. Erlent 7.10.2018 17:46
Páfinn veitir leyfi fyrir rannsókn á kynlífshneyksli Frans páfi hefur gefið leyfi fyrir "ítarlegri rannsókn“ á skjölum Vatíkansins, en henni er ætlað að varpa ljósi á hvernig Theodore McCarrick, háttsettum bandarískum kardinála, tókst að klífa metorðastiga kaþólsku kirkjunnar þrátt fyrir ítrekaðar ásakanir á hendur honum um að hafa þrýst á guðfræðistúdenta og unga presta til þess að sofa hjá sér. Erlent 6.10.2018 14:16
Listaverk tætt eftir að hafa verið selt fyrir meira en milljón dali Stensilmálverk eftir heimsfræga götulistamanninn Banksy tættist í ræmur eftir að hafa verið selt fyrir rúmlega 1,3 milljónir Bandaríkjadollara, tæpar 150 milljónir króna. Málverkinu hafði verið komið fyrir í þar til gerðum ramma sem tætti það svo niður stuttu eftir að það var selt á uppboði í London. Erlent 6.10.2018 11:54
Forseti Interpol sagður í haldi í Kína Talið er að forseta alþjóðalögreglunnar Interpol, Meng Hongwei, sé haldið í varðhaldi í Kína. Grunur leikur á um að kínversk yfirvöld séu með Hongwei í yfirheyrslum. Frá þessu greinir AFP-fréttastofan. Erlent 6.10.2018 11:14
Fundinn sekur um morðtilraunir á lestarstöðvum í London Enskur maður á fimmtugsaldri, að nafni Paul Crossley, hefur verið fundinn sekur um morðtilraun eftir að hafa ýtt Sir Paul Malpas, sem er 91 árs gamall, fram af brautarpalli og út á lestarteina á Marble Arch neðanjarðarlestarstöðinni í London. Erlent 5.10.2018 19:05
Stálu oreganó í stað marijúana Hópur unglinga í Colorado í Bandaríkjunum lét gabbast af öryggisráðstöfunum maríjuanabúðar þegar þeir stálu oreganó-kryddi, en unglingarnir höfðu ætlað sér að stela marijúana. Erlent 29.9.2018 16:37
Á þriðja tug látnir í skotárás í Íran Að minnsta kosti 24 létust og 53 særðust í skotárás sem gerð var á hernaðarskrúðgöngu í borginni Ahvas í suðvesturhluta Íran. Erlent 22.9.2018 10:31
YouTube-stjörnur mokgræddu á bardaga YouTube-stjörnurnar Logan Paul og KSI mættust í boxbardaga í Manchester Arena í gærkvöldi. Lífið 26.8.2018 16:42
Skógareldar í Þýskalandi sprengja upp skotfæri úr seinni heimsstyrjöld Skógareldar sem nú loga suðvestur af Berlín, höfuðborg Þýskalands, hafa valdið því að sprengiefni og skotfæri frá tímum síðari heimsstyrjaldarinnar, sem grafið var í skógum í nágrenni borgarinnar, hefur fuðrað í loft upp og gert viðbragðsaðilum erfitt fyrir við að ráða niðurlögum eldsins. Erlent 24.8.2018 17:48
Hófleg áfengisneysla ekki einu sinni af hinu góða Niðurstöður nýrrar rannsóknar benda til þess að öll áfengisneysla sé skaðleg fólki, en áður hefur því oft verið haldið fram að hófleg drykkja áfengis geti haft bætandi áhrif á heilsuna. Rannsóknin var framkvæmd af háskólanum í Washington og er sú stærsta sinnar tegundar. Erlent 23.8.2018 23:31
Bítlabani áfram á bak við lás og slá Manninum sem myrti John Lennon árið 1980, Mark David Chapman, var í dag neitað um reynslulausn í 10. skipti. Chapman kemur ekki til með að geta sótt um reynslulausn aftur fyrr en að tveimur árum liðnum. Erlent 23.8.2018 22:29
Flugræningi framseldur til Egyptalands Egypskur maður sem rændi flugvél og lét lenda henni á Kýpur hefur nú verið framseldur frá Kýpur til Egyptalands, rúmum tveimur árum eftir að verknaðurinn átti sér stað. Erlent 19.8.2018 21:23
Fyrrverandi yfirmaður leyniþjónustunnar íhugar málaferli gegn Trump John Brennan, fyrrverandi forstjóri bandarísku leyniþjónustunnar CIA, íhugar nú að höfða mál gegn Donald Trump Bandaríkjaforseta eftir að Trump afturkallaði öryggisheimild Brennans. Erlent 19.8.2018 19:02
Leitinni við brúna í Genúa lokið Leitinni að þeim sem var saknað eftir hrun Morandi brúarinnar í Genúa á Ítalíu lauk í nótt. Þrjú lík fundust í braki brúarinnar og tala látinna er nú komin upp í 43. Erlent 19.8.2018 16:29
Yfir 800 franskar brýr í hættu á að hrynja Rannsókn sem fyrirskipuð var af frönsku ríkisstjórninni sýnir fram á að yfir 840 brýr í Frakklandi eru í svo slæmu ásigkomulagi að þær eiga á hættu að hrynja á næstu árum. Erlent 19.8.2018 15:39
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið