Skoðanir

Fréttamynd

Alþjóðadagur hagtalna

Sameinuðu þjóðirnar hafa samþykkt að 20. október 2010 sé fyrsti alþjóðadagur hagtalna. Markmiðið er að vekja athygli á mikilvægi hlutlausra hagtalna og hlutverki þeirra fyrir opinbera umræðu og ákvarðanir stjórnvalda, fyrirtækja og heimila.

Skoðun
Fréttamynd

Hvernig samfélag viljum við sjá?

Um þessar mundir eru tvö ár liðin frá því að bankakerfi landsins hrundi og efnahagskerfið í kjölfarið. Á þessum tveimur árum hefur vissulega margt áunnist, en allt of margt á þó eftir að gera. Mikilvægast af öllu er að þjóðin taki höndum saman og horfi til framtíðar; til þess samfélags sem við viljum búa við hér á landi. Uppgjör og ásakanir eru eðlileg viðbrögð við slíku áfalli sem íslensk þjóð varð fyrir. Nú, tveimur árum eftir hrun, á slíkt uppgjör að eiga sér stað hjá þar til bærum aðilum. Við hin eigum að snúa okkur að því að endurreisa Ísland.

Skoðun
Fréttamynd

Hvað getum við gert? III

Þetta er þriðja grein mín um hvað þarf (að breytast) til þess að stjórnmál fari að virka fyrir almenning og ástæður þess að það er bæði óæskilegt og ósanngjarnt að setja alla flokka undir sama hatt.

Skoðun
Fréttamynd

Er skrýtið að traustið sé lítið?

Í könnun MMR sem birtist í vikunni sem leið var spurt um traust á Alþingi Íslendinga. Aðeins 7,5 prósent þeirra sem afstöðu tóku sögðust bera mjög mikið eða frekar mikið traust til þjóðþingsins samkvæmt könnuninni. Tveir þriðju svarenda sögðust hins vegar bera mjög lítið eða frekar lítið traust til Alþingis.

Fastir pennar
Fréttamynd

Opið bréf til Atla og Hrafns

Kæru Hrafn Magnússon og Atli Gíslason. Eftir að hafa lesið viðtal við ykkur í Fréttablaðinu þann 24. september sl., finn ég mig knúinn til að rita ykkur eftirfarandi:

Skoðun
Fréttamynd

Hrun samfélags

Samfélag okkar er í mikilli mótun. Ný samfélagsgerð er ekki í augsýn. Löngu fyrir hrun mátti greina anga verðandi stakkaskipta. Flest bendir til að við lifum hrunadans samfélags jöfnuðar og samheldni, sem eldri kynslóð Íslendinga þekkti. Hugarfar það sem leiddi til hrunsins náði tökum á þjóðinni án mikillar viðspyrnu. Einkenni þess hugarfars er ekki eingöngu græðgi og þjóðremba, heldur er siðferðisleg hnignun áberandi meðal þjóðfélagshópa.

Skoðun
Fréttamynd

Mælikvarðar lífsgæða og velferðar

Mannkynið stendur á tímamótum í samskiptum sínum við náttúruna. Við göngum hratt á óendurnýjanlegar auðlindir, fjölgun mannkyns er hömlulaus og áhrif okkar á umhverfið virðast takmarkalaus.

Skoðun
Fréttamynd

Gildahlöður og menningarbylting

Hún var skemmtileg og athyglisverð fréttin um leikskólabörnin í Sjónvarpinu 13. október sl. Sagt var frá göngu barna í leikskólum borgarinnar frá Hallgrímskirkju niður á Ingólfstorg þar sem þau sungu og mynduðu friðarmerki. Tilgangurinn var góður og sagt var í fréttinni að þetta hefði verið gert til þess að leggja áherslu á „friðar og kærleiksboðskap Johns Lennon og Yoko Ono".

Skoðun
Fréttamynd

Opið og aðgengilegt samningaferli

Í aðdraganda viðræðna okkar um aðild Íslands að Evrópusambandinu hef ég kappkostað að hafa sem mest samráð. Gildir það jafnt um Alþingi, almenning, sveitarfélög, hagsmunasamtök í atvinnugreinum og félagasamtök, forystu einstakra stjórnmálaflokka og aðra sem málið varðar. Ég hef líka gætt þess að upplýsa þá granna okkar og samstarfsþjóðir sem eins og við standa enn þá utan sambandsins. Það er einbeittur vilji ríkisstjórnarinnar að hafa allar upplýsingar á takteinum fyrir almenning, eftir því sem mögulegt er. Þó að Íslendingar hafi síðustu fimmtán árin verið í stöðugt nánara samstarfi við Evrópusambandið, og séu í reynd með hálfgildings aukaaðild að því gegnum EES-samninginn, þá er ákvörðun um að ráðast í samninga um fulla aðild stórt skref fyrir þjóðina.

Skoðun
Fréttamynd

Ráðherra hefur rangt eftir

Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra hefur rangt eftir mér í Fréttablaðinu síðastliðinn fimmtudag. Þar segir ráðherra mig hafa kvartað yfir því í blaðaviðtali að hún hafi „ekki beitt sér gegn" þeirri ákvörðun að loka kennslufræði- og lýðheilsudeild Háskólans í Reykjavík. Þetta er ekki rétt.

Skoðun
Fréttamynd

Nærvera NATO

Samkomulag Íslands og Kanada um samstarf í varnarmálum, sem undirritað var í Brussel í síðustu viku, er ánægjulegur áfangi á þeirri vegferð að treysta öryggi og varnir Íslands eftir brotthvarf varnarliðsins árið 2006.

Fastir pennar
Fréttamynd

Aldrei, aldrei

Helstu stjórnmálamenn landsins og framámenn á ýmsum sviðum hafa undanfarna daga þingað um skuldavandann og þar á meðal reifað að lífeyrissjóðir skuli beint eða óbeint fórna hluta af eignum sínum til þess að borga fyrir almenna niðurskrift skulda.

Skoðun
Fréttamynd

Persónukjör að fornu og nýju

Persónukjör hefur lengi verið hjartans mál tiltekins hluta þjóðarinnar - stundum jafnvel kynnt sem hin tæknilega útfærsla á kosningum sem verði flestra meina bót.

Fastir pennar
Fréttamynd

Hvað á þetta að þýða!

Stjórnarandstaðan mætti ekki á fund ráðherra var fyrirsögn fréttar á Vísir.is í gær. Svo ég vitni nánar í fréttina átti á fundinum að ræða aðgerðir til að koma til móts við skuldavanda heimilanna! Enginn fulltrúi stjórnarandstöðunnar mætti en í Fréttablaðinu í gær var haft eftir forsætisráðherranum á forsíðunni að stjórnarandstaðan hefði víst ekki tekið vel í samstarf.

Bakþankar
Fréttamynd

Enn um nýja stjórnarskrá

Stjórnarskráin, sem þjóðin samþykkti á Þingvöllum 17. júní 1944, var sniðin eftir dönsku stjórnarskránni og er enn í meginatriðum samhljóða henni.

Fastir pennar
Fréttamynd

Samvinna um skuldavanda og atvinnu

Mótmælin á Austurvelli sýna mikla örvæntingu, reiði og hræðslu við framtíðina. Vandinn er gífurlegur. Við stöndum frammi fyrir gjaldþrota bankakerfi, gjaldþrota fyrirtækjum, gjaldþrota einstaklingum og nánast gjaldþrota ríkissjóði. Enginn, ég endurtek, enginn stjórnmálamaður leikur sér að því að leggja til 30-40 milljarða króna niðurskurð á velferðarkerfinu.

Skoðun
Fréttamynd

Stjórnlagaþings- og landsdómssull

Stjórnlagaþings sem sett verður í febrúar og starfa á í tvo til fjóra mánuði bíða mörg snúin verkefni. Hlutverk þess er að undirbúa frumvarp að endurbættri stjórnarskrá og á það að hafa niðurstöður þjóðfundar um stjórnarskrá sem haldinn verður 6. nóvember til hliðsjónar við verkið.

Fastir pennar
Fréttamynd

Réttlætiskennd misboðið

Nú liggur það fyrir að Alþingi reyndist ófært um að leiða uppgjör við þjóðina vegna hrunsins til lykta. Sú niðurstaða sem varð í atkvæðagreiðslunni á Alþingi að ábyrgð og sök er felld á einn mann misbýður almennri réttlætiskennd. Núverandi forsætisráðherra sagði um skýrslu og tillögur þingmannanefndarinnar að hún vonaðist til að þær yrðu til að „róa almenning".

Skoðun
Fréttamynd

Gull í kóngssorpinu

Heimsins kóngalýður er, í mínum huga, þjóðum sínum yfirleitt til ósóma frekar en hitt. Ég finn til með fjámálaráðherrum þessara þjóða, nú á niðurskurðartímum, að geta ekki skorið þennan tilvalda útgjaldalið af rétt eins og botnlangatotu af sjúklingi með botnlangabólgu.

Bakþankar
Fréttamynd

Peningarnir eru ekki til

Viðbrögðin við fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar eru að mörgu leyti fyrirsjáanleg. Niðurskurður fjárframlaga snertir marga afmarkaða hagsmuni byggðarlaga, stofnana, atvinnugreina, tekjuhópa o.s.frv. Fulltrúar þessara hópa stíga fram og kvarta undan niðurskurðinum. Fyrir stærsta hagsmunahópinn, almenna skattgreiðendur, talar þó enginn - enda eiga þeir sér engan talsmann og engan umboðsmann.

Fastir pennar
Fréttamynd

Siðað samfélag

Alþingishúsið og dómkirkjan við Austurvöll eru ekki kuldalegar og yfirlætisfullar byggingar eins og fylltu Borgartúnið í Bólunni. Þær spjátra sig ekki. Þær segja ekki: Sjáið stærðina, sjáið valdið, auðinn, ósnertanleikann - hér uppi erum við, þarna niðri eruð þið.

Fastir pennar
Fréttamynd

Versnandi starfsumhverfi

Í launakönnun SFR sem kynnt var nýlega kemur í ljós að launabil á milli starfsmanna í almannaþjónustu og starfsmanna á almenna markaðnum er að aukast. Almenni markaðurinn virðist samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar vera að byrja að rétta úr kútnum meðan enn þrengir að starfsmönnum í almannaþjónustu. Í takt við þessar niðurstöður kemur ekki á óvart að vaxandi ónægju gætir meðal starfsmanna almannaþjónustunnar með laun sín, auk þess sem þeir upplifa minnkandi starfsöryggi og aukið álag.

Skoðun
Fréttamynd

Ekki misþyrma Jóni með leiðindum

Hættan við afmælisár Jóns Sigurðssonar er aðallega sú að árið verði allt of fjarlægt venjulegu fólki. Þannig auki árið á fjarlægðina milli Jóns og almennings í landinu. Það má ekki verða. Árið á ekki að nota til að misþyrma Jóni Sigurðssyni með leiðindum.

Skoðun
Fréttamynd

Persónukjör til efri deildar Alþingis

Alþingi hefur nú til umfjöllunar frumvarp um breytingar á lögum um alþingiskosningar sem gerir ráð fyrir svonefndu persónukjöri. Frumvarpið var tekið til fyrstu umræðu fyrir tæpu ári og hefur síðan verið til umfjöllunar hjá allsherjarnefnd. Óvíst er um örlög frumvarpsins á Alþingi en það hefur sætt talsverðri gagnrýni. Bent hefur verið á að það geti reynst stjórnmálaflokkum erfitt að móta áherslur fyrir kosningar ef forystusveit þeirra er ekki valin fyrr en á kjördag. Eins gæti reynst flokkunum erfitt að tilnefna málsvara í fjölmiðlum þegar leiðtogar veljast ekki fyrr en á sjálfan kjördag. Kosningakerfi sem þetta kann því að skapa óreiðu sem þjóðin þarf síst á að halda um þessar mundir.

Skoðun
Fréttamynd

Eitraður kaleikur

Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, og Atli Gíslason, formaður þingmannanefndarinnar, líktu báðir þeim ákvörðunum, sem Alþingi þurfti að taka um mál fyrrverandi ráðherra, við beizkan kaleik. Báðir töldu þeir að bergja yrði þann kaleik í botn. Nú hefur komið í ljós að kaleikurinn var meira en beizkur.

Fastir pennar
Fréttamynd

Umræða um lúpínu og líffjölbreytni og svar við gagnrýni

Í greinum sínum í Fréttablaðinu 4. september og 25. september gagnrýnir Snorri Baldursson greinar mínar í sama blaði frá 26. ágúst og 2. september þar sem ég mótmæli áformum umhverfisráðherra um herferð gegn lúpínu og skógarkerfli hér á landi. Gagnrýni mín beinist að þeim forsendum sem gefnar eru fyrir herferðinni. Annars vegar hvernig Ríó-samningurinn um líffjölbreytni er túlkaður og hins vegar þeirri staðhæfingu að lúpína og skógarkerfill séu framandi tegundir og raunveruleg ógn við meinta líffjölbreytni hér á landi í skilningi samningsins.

Skoðun
Fréttamynd

Samgöngur og veggjöld

Nú eru um tvö ár síðan Hrunið skall á okkur Íslendingum. Þá fór meira og minna allt þjóðfélagið í baklás og ennþá er margt í frosti, sérstaklega allt sem snýr að mannvirkjagerð. Það sem hefur verið í gangi í mannvirkjum er að klára verk eins og Héðinsfjarðargöng, Landeyjahöfn og Tónlistarhús, en ekkert stórverk er hafið eftir hrun og óvíst er hvenær eitthvað gerist í þeim málum.

Skoðun
Fréttamynd

Berlín

Að Berlín væri gjöreyðilögð í stríðinu var okkur ungmennum þeirra ára harla lítið undrunarefni. Í þessu síðasta vígi Hitlers voru ótrúlega illvígir bardagar fanatískra þýskra hersveita við rússneska herinn og eftir stóðu rústir einar. Berlín sýndist manni af fréttamyndum ekki annað en steinhrúga. Um tuttugu árum síðar gafst höfundi þessara lína tækifæri að heimsækja borgina, þá hersetna af sigurvegurunum en múrinn skildi að Vestur og Austur Berlín.

Skoðun
Fréttamynd

Á hærra plani

Munið þið eftir því þegar brandarakallinn í Seðlabankanum líkti starfslokum sínum við aftöku Jesú Krists? Það féll í frekar grýttan jarðveg.

Bakþankar