Gervigreind „Við hættum að sjá hvers virði mannleg hæfni er“ Advania og Myndlistaskólann í Reykjavík fóru í samstarf þar sem nemendur skólans endurgerðu auglýsingar fyrirtækisins sem gervigreind hafði skapað. Halldór Baldursson, kennari við MíR, horfir óttablöndnum augum til gervigreindarframtíðar en nemendur hans eru bjartsýnni. Lífið 2.7.2023 07:31 Gervigreind komin til starfa hjá Heilsugæslunni Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hefur samið við heilsutæknifyrirtækið Dicino um áframhaldandi þróun gervigreindarverkfæris sem nýtist í netspjalli Heilsuveru. Gervigreindin spyr sjúkling út sjúkdómseinkenni og áhættuþætti og ritar sjálfvirka læknaskýrslu á íslensku. Innlent 29.6.2023 17:51 „Núna geturðu lært íslensku hvar og hvenær sem er“ Bara Tala er nýtt smáforrit sem nýtist öllum sem vilja læra íslensku. Forritið er stafrænn íslenskukennari sem byggir á gervigreind og íslenskri máltækni, þar sem íslenskan er kennd í gegnum leik. Innlent 22.6.2023 23:16 Jöfn - Tæknilega séð Ísland er eftirbátur annarra Evrópuþjóða þegar kemur að fjölda þeirra sem starfa við upplýsingatækni, samkvæmt nýlegum tölum frá Eurostat. Frá því byrjað var að kenna tölvunarfræði á Íslandi hafa stelpur verið í minnihluta þeirra sem útskrifast úr greininni. Skoðun 19.6.2023 09:01 Mikilvægt að mennskan lifi gervigreindina af Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, talaði um nýjar áskoranir gervigreindar, bjartari horfur í efnahagsmálum og jafnréttismál í hátíðarræðu sinni á Austurvelli í morgun. Innlent 17.6.2023 14:49 Hefur meiri áhyggjur af mismunun en útrýmingu Margarethe Vestager, sem fer fyrir málefnum er varða stafræna framþróun og samkeppni hjá Evrópusambandinu, segir mismunun meira áhyggjuefni þegar kemur að gervigreind en möguleg endalok mannkynsins. Erlent 14.6.2023 08:22 Bítlarnir gefa út síðasta lag sitt með hjálp gervigreindar Paul McCartney hefur greint frá því að gervigreind hafi hjálpað eftirlifandi meðlimum Bítlanna við gerð síðasta lags hljómsveitarinnar sem kemur út á þessu ári. Erlent 13.6.2023 13:01 Bein útsending: Gervigreind, siðferði og samfélag - Málþing Háskóli Íslands, landsnefnd UNESCO og Siðfræðistofnun Háskóla Íslands standa í dag fyrir málþinginu Gervigreind, siðferði og samfélag í Veröld - Húsi Vigdísar. Innlent 5.6.2023 12:31 Tækifæri í gervigreindinni en ávarpa þarf áhætturnar Hugtakið gervigreind leit fyrst dagsins ljós á ráðstefnu við Dartmouth-háskóla í Bandaríkjunum sumarið 1956, þegar fólk frá mismunandi fræðasviðum kom saman til að ræða hugsanlega möguleika tölvuþekkingar. Skoðun 27.5.2023 08:00 Gervigreind gæti sparað tíma og pening í heilsugæslunni Ný rannsókn fjögurra íslenskra vísindamanna sýnir að gervigreind getur aðstoðað við að raða sjúklingum eftir einkennum. Einkenni margra ganga yfir af sjálfu sér án inngrips á heilsugæslu. Innlent 26.5.2023 15:43 Ný verslun Eyesland á Keflavíkurflugvelli styðst við gervigreind „Hér var mikið stuð og allir sammála um að vel hefði tekist til. Sjálfri finnst mér þetta vera ein flottasta gleraugnaverslun í heimi,“ segir Sigrún Andersen, framkvæmdastjóri Provision en splunkuný verslun undir merkjum Eyesland var opnuð í vikunni á Keflavíkurflugvelli. Lífið samstarf 26.5.2023 14:21 Gervigreind og lýðræði Öflugustu möguleikar gervigreindarinnar eru líklegir til að gefa mannkyninu mest – eins og hingað til hefur verið með nýjungar upplýsingatækninnar. Sá sem þetta ritar hefur kynnst þremur meginbyltingum tölvutækninnar: fyrst tengsla-gagnagrunnunum á níunda áratugnum, síðan veftækninni á þeim tíunda og félagsmiðlum undir 2010. Skoðun 24.5.2023 09:01 Forsvarsmenn OpenAI kalla eftir Alþjóðagervigreindarstofnun Stofnendur og stjórnendur OpenAI, sem eru að þróa gervigreindarforritið ChatGPT, kalla eftir því að komið verði á laggirnar stofnun á borð við Alþjóðakjarnorkumálastofnunina til að vernda mannkynið frá því að þróa „ofurgáfaða“ gervigreind sem gæti tortímt mannkyninu. Erlent 24.5.2023 07:12 Gervigreind greinir stærð og tegund fiska sem koma í troll Hátæknifyrirtækið Stjörnu-Oddi hefur í samstarfi við Hafrannsóknastofnun þróað tæki sem nýtir gervigreind til að sjá hvaða fisktegundir koma í troll fiskiskipa sem og stærð fiskanna. Tæknin er sögð stórt stökk í hafrannsóknum en einnig geta aukið hagkvæmni veiða og bætt umgengni skipstjórnarmanna við fiskistofna. Viðskipti innlent 14.5.2023 05:25 Google kynnti langlokusíma, gervigreind og fleira Forsvarsmenn Google kynntu í gær fyrsta langlokusíma fyrirtækisins, nýjan Pixel síma og sömuleiðis nýja spjaldtölvu. Þá var kynnt nýtt Android stýrikerfi sem notað er í fjölmörgum snjallsímum og spjaldtölvum í heiminum. Kynning fyrirtækisins í gær snerist þar að auki að miklu leyti um gervigreind og spjallþjarka eins og Bard. Viðskipti erlent 11.5.2023 16:02 G-bletturinn í Njarðvík og hópkynlíf auki líkur á óléttu Samfélagsmiðillinn Snapchat kynnti nýverið til leiks spjallmenni sem nýtir sér tækni frá gervigreindarlausninni ChatGPT. Hægt er að spreyta sig á því að ræða við gervigreindina á íslensku, með misjöfnum árangri. Gervigreindin segir til að mynda að g-bletturinn sé staðsettur í Njarðvík og að hópkynlíf auki líkur á getnaði. Lífið 9.5.2023 15:02 Þegar að lífið fölnar í samanburði... Skjátími er ekki eins og reykingar. Hann þarf ekki að vera slæmur ef hann er nýttur vel. Skjátíma getum við nýtt á uppbyggilegan hátt til að læra nýja hluti, tengjast öðrum, tjá okkur, leysa vandamál og margt fleira. Raunin er hinsvegar sú að skjátímann okkar getum við líka notað til að drepa tímann með því að fletta gegnum, eða láta leiða okkur áfram, tímunum saman af heilalausu afþreyingarefni. Skoðun 9.5.2023 10:31 Gervigreindin bíður ekki eftir neinum Gervigreind er komin til að vera og áhrif hennar á samfélagið, fyrirtæki og hagkerfi heimsins eru gríðarleg. Með gervigreind fylgir óvissa og hræðsla en bæði siðferðislegar og samfélagslegar áskoranir fylgja. Samstarf 4.5.2023 11:01 Verðum að grípa inn í áður en gervigreindin tekur völdin Guðfaðir gervigreindar sagði upp hjá Google til að geta varað óheft við tækninni. Lektor í tölvunarfræði segir fulla ástæðu til að staldra við í gervigreindarkapphlaupinu - og frumkvöðull kunnugur tæknigeiranum varar við því að tæknin hreinlega taki yfir, grípi stjórnvöld ekki í taumana. Innlent 2.5.2023 20:00 Hætti hjá Google til að vara við hættu af gervigreind Frumkvöðull í gervigreind segist hafa sagt starfi sínu hjá tæknirisanum Google lausu til þess að geta tjáð sig óheft um þær hættur sem hann telur að fylgi tækninni. Hann segist hafa gert sér grein fyrir að tölvur gætu orðið greindari en menn mun fyrr en hann taldi. Viðskipti erlent 2.5.2023 11:55 Tilgangur kennarans ekki að lesa ritgerðir eftir gervigreind Hlutverk kennara er ekki að lesa ritgerðir sem gervigreind hefur skrifað. Þetta segir formaður Félags framhaldsskólakennara en nokkur slík tilfelli hafa komið upp og þeim fer fjölgandi. Líta verði á gervigreindarbyltinguna sem tækifæri til að færa áherslur í kennslu meira í átt að hinu félagslega og nær kjarnahlutverki framhaldsskólans. Innlent 30.4.2023 07:01 Ritstjóri rekinn vegna „gervigreindarviðtalsins“ við Schumacher Útgefandi þýsks tímarits sem birti uppdiktað viðtal við Michael Schumacher rak ritstjóra sinn og bað fjölskyldu margfalda Formúlu 1-meistarans afsökunar. Fjölskyldan sagðist ætla að stefna tímaritinu vegna greinarinnar í síðustu viku. Erlent 23.4.2023 08:42 Embla og GPT-4 í eina sæng Notendur raddaðstoðarsmáforritsins Emblu frá Miðeind er nú boðið að spjalla ókeypis við nýjustu útgáfu gervigreindarinnar frá OpenAI, Chat GPT-4. Viðskiptaþróunarstjóri Miðeindar segir að um sé að ræða einu íslensku vöruna sem er tengd þessu nýja gervigreindarlíkani. Innlent 21.4.2023 12:26 Hamrar og BKP Invest bætast við hluthafahóp OZ Sérhæfða ráðgjafar- og fjárfestingafélagið Hamrar Capital Partners og BKP Invest, fjárfestingafélag í eigu Bjarna Kristjáns Þorvarðarsonar og Ken Peterson, hafa bæst við hluthafahóp gervigreindarfyrirtækisins OZ. Fyrirtækið og lykilhluthafar þess hafa einnig gert samning við Hamra um ýmsa þjónustu sem miðar að því að auka virði OZ á næstu árum. Innherji 21.4.2023 09:11 Skálduðu viðtal við Michael Schumacher með aðstoð gervigreindar Fjölskylda Formúlu 1- goðsagnarinnar Michael Schumacher undirbýr nú lögsökn á hendur forsvarsmönnum þýska tímaritsins Die Aktuelle. Formúla 1 20.4.2023 13:16 Ekki ólíklegt að gervigreindin mismuni konum og körlum Það kann að koma á óvart hversu mikil skekkja er enn í gögnum sem þó hafa veruleg áhrif á það hvernig vörur, þjónusta, stofnanir, vöruhönnun og fleira kemur við karla annars vegar og konur hins vegar. Atvinnulíf 20.4.2023 07:02 Notendur geta talað íslensku við gervigreindina Gestir og gangandi geta rabbað við gervigreindarforritið Emblu á íslensku á opnu húsi í Eddu, Húsi íslenskunnar, á sumardaginn fyrsta á morgun. Í viku frá og með morgundeginum geta notendur Emblu síðan spjallað ókeypis við gervigreindina GPT-4. Innlent 19.4.2023 19:13 Háskólinn glímir við gervigreindina Dæmi eru um að nemendur við Háskóla Íslands hafi látið gervigreind skrifa lokaverkefni fyrir sig. Forseti Félagsvísindasviðs segir að gervigreindinni fylgi þó ekki aðeins áskoranir, heldur einnig tækifæri. Innlent 17.4.2023 20:39 Gervigreind framleiddi lag með röddum Drake og The Weeknd Gervigreind framleiddi á dögunum lag með röddum tónlistarmannanna Drake og The Weeknd. Drake sjálfur vera kominn með nóg af gervigreindinni en útgáfufyrirtæki þeirra beggja er sagt hafa óskað eftir því að lagið yrði fjarlægt af öllum streymisveitum. Lífið 17.4.2023 11:25 Óðagot hjá Google þar sem unnið er að nýrri leitarvél Forsvarsmenn Alphabet og Google hafa sett af stað margskonar verkefni sem snúa að því að berjast gegn gervigreindum og áhrifum þeirra á rekstur Google og yfirburðastöðu fyrirtækisins þegar kemur að leitarvélum á netinu. Meðal annars er verið að skoða að gera róttækar breytingar á Google leitarvélinni og að byggja nýja leitarvél frá grunni. Viðskipti erlent 16.4.2023 23:00 « ‹ 2 3 4 5 6 7 … 7 ›
„Við hættum að sjá hvers virði mannleg hæfni er“ Advania og Myndlistaskólann í Reykjavík fóru í samstarf þar sem nemendur skólans endurgerðu auglýsingar fyrirtækisins sem gervigreind hafði skapað. Halldór Baldursson, kennari við MíR, horfir óttablöndnum augum til gervigreindarframtíðar en nemendur hans eru bjartsýnni. Lífið 2.7.2023 07:31
Gervigreind komin til starfa hjá Heilsugæslunni Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hefur samið við heilsutæknifyrirtækið Dicino um áframhaldandi þróun gervigreindarverkfæris sem nýtist í netspjalli Heilsuveru. Gervigreindin spyr sjúkling út sjúkdómseinkenni og áhættuþætti og ritar sjálfvirka læknaskýrslu á íslensku. Innlent 29.6.2023 17:51
„Núna geturðu lært íslensku hvar og hvenær sem er“ Bara Tala er nýtt smáforrit sem nýtist öllum sem vilja læra íslensku. Forritið er stafrænn íslenskukennari sem byggir á gervigreind og íslenskri máltækni, þar sem íslenskan er kennd í gegnum leik. Innlent 22.6.2023 23:16
Jöfn - Tæknilega séð Ísland er eftirbátur annarra Evrópuþjóða þegar kemur að fjölda þeirra sem starfa við upplýsingatækni, samkvæmt nýlegum tölum frá Eurostat. Frá því byrjað var að kenna tölvunarfræði á Íslandi hafa stelpur verið í minnihluta þeirra sem útskrifast úr greininni. Skoðun 19.6.2023 09:01
Mikilvægt að mennskan lifi gervigreindina af Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, talaði um nýjar áskoranir gervigreindar, bjartari horfur í efnahagsmálum og jafnréttismál í hátíðarræðu sinni á Austurvelli í morgun. Innlent 17.6.2023 14:49
Hefur meiri áhyggjur af mismunun en útrýmingu Margarethe Vestager, sem fer fyrir málefnum er varða stafræna framþróun og samkeppni hjá Evrópusambandinu, segir mismunun meira áhyggjuefni þegar kemur að gervigreind en möguleg endalok mannkynsins. Erlent 14.6.2023 08:22
Bítlarnir gefa út síðasta lag sitt með hjálp gervigreindar Paul McCartney hefur greint frá því að gervigreind hafi hjálpað eftirlifandi meðlimum Bítlanna við gerð síðasta lags hljómsveitarinnar sem kemur út á þessu ári. Erlent 13.6.2023 13:01
Bein útsending: Gervigreind, siðferði og samfélag - Málþing Háskóli Íslands, landsnefnd UNESCO og Siðfræðistofnun Háskóla Íslands standa í dag fyrir málþinginu Gervigreind, siðferði og samfélag í Veröld - Húsi Vigdísar. Innlent 5.6.2023 12:31
Tækifæri í gervigreindinni en ávarpa þarf áhætturnar Hugtakið gervigreind leit fyrst dagsins ljós á ráðstefnu við Dartmouth-háskóla í Bandaríkjunum sumarið 1956, þegar fólk frá mismunandi fræðasviðum kom saman til að ræða hugsanlega möguleika tölvuþekkingar. Skoðun 27.5.2023 08:00
Gervigreind gæti sparað tíma og pening í heilsugæslunni Ný rannsókn fjögurra íslenskra vísindamanna sýnir að gervigreind getur aðstoðað við að raða sjúklingum eftir einkennum. Einkenni margra ganga yfir af sjálfu sér án inngrips á heilsugæslu. Innlent 26.5.2023 15:43
Ný verslun Eyesland á Keflavíkurflugvelli styðst við gervigreind „Hér var mikið stuð og allir sammála um að vel hefði tekist til. Sjálfri finnst mér þetta vera ein flottasta gleraugnaverslun í heimi,“ segir Sigrún Andersen, framkvæmdastjóri Provision en splunkuný verslun undir merkjum Eyesland var opnuð í vikunni á Keflavíkurflugvelli. Lífið samstarf 26.5.2023 14:21
Gervigreind og lýðræði Öflugustu möguleikar gervigreindarinnar eru líklegir til að gefa mannkyninu mest – eins og hingað til hefur verið með nýjungar upplýsingatækninnar. Sá sem þetta ritar hefur kynnst þremur meginbyltingum tölvutækninnar: fyrst tengsla-gagnagrunnunum á níunda áratugnum, síðan veftækninni á þeim tíunda og félagsmiðlum undir 2010. Skoðun 24.5.2023 09:01
Forsvarsmenn OpenAI kalla eftir Alþjóðagervigreindarstofnun Stofnendur og stjórnendur OpenAI, sem eru að þróa gervigreindarforritið ChatGPT, kalla eftir því að komið verði á laggirnar stofnun á borð við Alþjóðakjarnorkumálastofnunina til að vernda mannkynið frá því að þróa „ofurgáfaða“ gervigreind sem gæti tortímt mannkyninu. Erlent 24.5.2023 07:12
Gervigreind greinir stærð og tegund fiska sem koma í troll Hátæknifyrirtækið Stjörnu-Oddi hefur í samstarfi við Hafrannsóknastofnun þróað tæki sem nýtir gervigreind til að sjá hvaða fisktegundir koma í troll fiskiskipa sem og stærð fiskanna. Tæknin er sögð stórt stökk í hafrannsóknum en einnig geta aukið hagkvæmni veiða og bætt umgengni skipstjórnarmanna við fiskistofna. Viðskipti innlent 14.5.2023 05:25
Google kynnti langlokusíma, gervigreind og fleira Forsvarsmenn Google kynntu í gær fyrsta langlokusíma fyrirtækisins, nýjan Pixel síma og sömuleiðis nýja spjaldtölvu. Þá var kynnt nýtt Android stýrikerfi sem notað er í fjölmörgum snjallsímum og spjaldtölvum í heiminum. Kynning fyrirtækisins í gær snerist þar að auki að miklu leyti um gervigreind og spjallþjarka eins og Bard. Viðskipti erlent 11.5.2023 16:02
G-bletturinn í Njarðvík og hópkynlíf auki líkur á óléttu Samfélagsmiðillinn Snapchat kynnti nýverið til leiks spjallmenni sem nýtir sér tækni frá gervigreindarlausninni ChatGPT. Hægt er að spreyta sig á því að ræða við gervigreindina á íslensku, með misjöfnum árangri. Gervigreindin segir til að mynda að g-bletturinn sé staðsettur í Njarðvík og að hópkynlíf auki líkur á getnaði. Lífið 9.5.2023 15:02
Þegar að lífið fölnar í samanburði... Skjátími er ekki eins og reykingar. Hann þarf ekki að vera slæmur ef hann er nýttur vel. Skjátíma getum við nýtt á uppbyggilegan hátt til að læra nýja hluti, tengjast öðrum, tjá okkur, leysa vandamál og margt fleira. Raunin er hinsvegar sú að skjátímann okkar getum við líka notað til að drepa tímann með því að fletta gegnum, eða láta leiða okkur áfram, tímunum saman af heilalausu afþreyingarefni. Skoðun 9.5.2023 10:31
Gervigreindin bíður ekki eftir neinum Gervigreind er komin til að vera og áhrif hennar á samfélagið, fyrirtæki og hagkerfi heimsins eru gríðarleg. Með gervigreind fylgir óvissa og hræðsla en bæði siðferðislegar og samfélagslegar áskoranir fylgja. Samstarf 4.5.2023 11:01
Verðum að grípa inn í áður en gervigreindin tekur völdin Guðfaðir gervigreindar sagði upp hjá Google til að geta varað óheft við tækninni. Lektor í tölvunarfræði segir fulla ástæðu til að staldra við í gervigreindarkapphlaupinu - og frumkvöðull kunnugur tæknigeiranum varar við því að tæknin hreinlega taki yfir, grípi stjórnvöld ekki í taumana. Innlent 2.5.2023 20:00
Hætti hjá Google til að vara við hættu af gervigreind Frumkvöðull í gervigreind segist hafa sagt starfi sínu hjá tæknirisanum Google lausu til þess að geta tjáð sig óheft um þær hættur sem hann telur að fylgi tækninni. Hann segist hafa gert sér grein fyrir að tölvur gætu orðið greindari en menn mun fyrr en hann taldi. Viðskipti erlent 2.5.2023 11:55
Tilgangur kennarans ekki að lesa ritgerðir eftir gervigreind Hlutverk kennara er ekki að lesa ritgerðir sem gervigreind hefur skrifað. Þetta segir formaður Félags framhaldsskólakennara en nokkur slík tilfelli hafa komið upp og þeim fer fjölgandi. Líta verði á gervigreindarbyltinguna sem tækifæri til að færa áherslur í kennslu meira í átt að hinu félagslega og nær kjarnahlutverki framhaldsskólans. Innlent 30.4.2023 07:01
Ritstjóri rekinn vegna „gervigreindarviðtalsins“ við Schumacher Útgefandi þýsks tímarits sem birti uppdiktað viðtal við Michael Schumacher rak ritstjóra sinn og bað fjölskyldu margfalda Formúlu 1-meistarans afsökunar. Fjölskyldan sagðist ætla að stefna tímaritinu vegna greinarinnar í síðustu viku. Erlent 23.4.2023 08:42
Embla og GPT-4 í eina sæng Notendur raddaðstoðarsmáforritsins Emblu frá Miðeind er nú boðið að spjalla ókeypis við nýjustu útgáfu gervigreindarinnar frá OpenAI, Chat GPT-4. Viðskiptaþróunarstjóri Miðeindar segir að um sé að ræða einu íslensku vöruna sem er tengd þessu nýja gervigreindarlíkani. Innlent 21.4.2023 12:26
Hamrar og BKP Invest bætast við hluthafahóp OZ Sérhæfða ráðgjafar- og fjárfestingafélagið Hamrar Capital Partners og BKP Invest, fjárfestingafélag í eigu Bjarna Kristjáns Þorvarðarsonar og Ken Peterson, hafa bæst við hluthafahóp gervigreindarfyrirtækisins OZ. Fyrirtækið og lykilhluthafar þess hafa einnig gert samning við Hamra um ýmsa þjónustu sem miðar að því að auka virði OZ á næstu árum. Innherji 21.4.2023 09:11
Skálduðu viðtal við Michael Schumacher með aðstoð gervigreindar Fjölskylda Formúlu 1- goðsagnarinnar Michael Schumacher undirbýr nú lögsökn á hendur forsvarsmönnum þýska tímaritsins Die Aktuelle. Formúla 1 20.4.2023 13:16
Ekki ólíklegt að gervigreindin mismuni konum og körlum Það kann að koma á óvart hversu mikil skekkja er enn í gögnum sem þó hafa veruleg áhrif á það hvernig vörur, þjónusta, stofnanir, vöruhönnun og fleira kemur við karla annars vegar og konur hins vegar. Atvinnulíf 20.4.2023 07:02
Notendur geta talað íslensku við gervigreindina Gestir og gangandi geta rabbað við gervigreindarforritið Emblu á íslensku á opnu húsi í Eddu, Húsi íslenskunnar, á sumardaginn fyrsta á morgun. Í viku frá og með morgundeginum geta notendur Emblu síðan spjallað ókeypis við gervigreindina GPT-4. Innlent 19.4.2023 19:13
Háskólinn glímir við gervigreindina Dæmi eru um að nemendur við Háskóla Íslands hafi látið gervigreind skrifa lokaverkefni fyrir sig. Forseti Félagsvísindasviðs segir að gervigreindinni fylgi þó ekki aðeins áskoranir, heldur einnig tækifæri. Innlent 17.4.2023 20:39
Gervigreind framleiddi lag með röddum Drake og The Weeknd Gervigreind framleiddi á dögunum lag með röddum tónlistarmannanna Drake og The Weeknd. Drake sjálfur vera kominn með nóg af gervigreindinni en útgáfufyrirtæki þeirra beggja er sagt hafa óskað eftir því að lagið yrði fjarlægt af öllum streymisveitum. Lífið 17.4.2023 11:25
Óðagot hjá Google þar sem unnið er að nýrri leitarvél Forsvarsmenn Alphabet og Google hafa sett af stað margskonar verkefni sem snúa að því að berjast gegn gervigreindum og áhrifum þeirra á rekstur Google og yfirburðastöðu fyrirtækisins þegar kemur að leitarvélum á netinu. Meðal annars er verið að skoða að gera róttækar breytingar á Google leitarvélinni og að byggja nýja leitarvél frá grunni. Viðskipti erlent 16.4.2023 23:00