Bruni á Bræðraborgarstíg Árið 2020 í myndum Ársins 2020 verður vafalítið minnst sem árs Covid-19 en þó gerðist margt annað markvert. Veður var oft vont, kjaradeilur harðar og mikið rætt um nýja stjórnarskrá. Jörð skalf á Reykjanesskaga og þá létu náttúruöflinn finna fyrir sér á Flateyri, Suðureyri og Seyðisfirði.Þegar eitthvað var að frétta voru ljósmyndarar og tökumenn Vísis og Stöðvar 2 á staðnum og fönguðu meðal annars þá stemningu sem myndaðist í samfélaginu þegar götur voru mannlausar, raðir langar og þjóðin á varðbergi gegn nýrri vá.Hér má sjá sýnishorn af myndunum sem prýddu umfjöllun okkar á árinu. Fréttaannáll Stöðvar 2 verður svo á dagskrá að loknum kvöldfréttum 30. desember, bæði á Stöð 2 og Vísi. Innlent 25.12.2020 16:03 Bruninn á Bræðraborgarstíg: Ekki hægt að bjarga þeim sem létust Rannsakendur brunans á Bræðraborgarstíg telja líkur á að kveikt hafi verið í á tveimur stöðum í húsinu. Þeir telja að óháð því hvort um íkveikju var að ræða þá hafi fleiri samverkandi þættir haft áhrif á að eldsvoðinn varð jafn mannskæður og raun ber vitni. Innlent 18.12.2020 14:08 Þinghald verður opið í Bræðraborgarstígsmálinu Þinghald verður opið í máli Marek Moszczynski, karlmanns á sjötugsaldri sem ákærður er fyrir manndráp og íkveikju á Bræðraborgarstíg í sumar. Svo segir í úrskurði Landsréttar sem staðfesti niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis. Verjandi Mareks hafði farið fram á að þinghaldi yrði lokað þegar hann og geðlæknar gæfu skýrslu. Innlent 3.12.2020 15:36 „Það eru náttúrulega ömurlegar fréttir“ Íbúar í Vesturbæ eru ekki kátir með að þurfa mögulega að bíða lengi eftir að rústir hússins sem brann við Bræðraborgarstíg í sumar verði fjarlægt. Innlent 27.10.2020 19:23 Erfitt að skylda eigandann til að rífa húsið Byggingarfulltrúi Reykjavíkur segir að erfitt geti reynst að skylda eiganda hússins sem brann við Bræðraborgarstíg til að rífa það. Hann segir mikilvægt að tryggja að ekki stafi hætta af húsinu og ætlar að boða eigandann á sinn fund sem fyrst. Innlent 27.10.2020 16:59 Útilokar að húsið verði rifið á þessu ári Lögmaður eiganda hússins að Bræðraborgarstíg 1, sem brann í lok júní, segir útilokað að hægt verði að rífa húsið á þessu ári. Ágreiningur sé uppi á milli eiganda og tryggingarfélagsins, sem tryggði húsið, sem þurfi fyrst að leysa úr og það geti tekið ár. Innlent 27.10.2020 13:40 Segja rústirnar hættulegar og vekja „daglegan óhug“ Íbúaráð Vesturbæjar telur mikilvægt að rústir húss að Bræðraborgarstíg 1 sem brann í lok júní síðastliðnum verði fjarlægðar strax í nóvember. Innlent 27.10.2020 08:57 Sagður hafa kveikt eld á þremur stöðum í húsinu Þrettán manns voru í húsinu við Bræðraborgarstíg þann 25. júní í sumar þegar Marek Moszczynski kveikti eld á mörgum stöðum í húsinu. Innlent 25.9.2020 15:02 Gæti orðið frjáls ferða sinna Marek Moszczynski neitaði sök þegar ákæra á hendur honum var þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Hann er grunaður um manndráp af ásetningi og íkveikju við Bræðraborgarstíg í sumar. Innlent 25.9.2020 12:26 Ákærði sagður ósakhæfur við verknað á Bræðraborgarstíg Karlmaður á sjötugsaldri sem ákærður er fyrir manndráp og íkveikju á Bræðraborgarstíg í sumar neitaði sök í báðum ákæruliðum við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur. Þrír létust í brunanum og fleiri slösuðust. Innlent 25.9.2020 10:17 Bótakröfur vegna brunans hlaupi á tugum milljóna Bæði þau sem urðu fyrir líkams- eða eignatjóni vegna brunans á Bræðraborgarstíg í sumar og aðstandendur þeirra þriggja sem létust hafa farið fram á skaða- eða miskabætur frá manninum sem hefur nú verið ákærður fyrir að valda brunanum. Innlent 18.9.2020 18:55 Ákæra mann vegna brunans mannskæða á Bræðraborgarstíg Karlmaður á sjötugsaldri hefur verið ákærður fyrir manndráp og íkveikju vegna brunans á Bræðraborgarstíg í sumar. Þrennt lést í brunanum sem maðurinn er talinn hafa valdið. Innlent 18.9.2020 13:37 Framlengja gæsluvarðhald vegna brunans á Bræðraborgarstíg Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag manninn sem grunaður er um að hafa valdið brunanum á Bræðraborgarstíg í sumar í áframhaldandi gæsluvarðhald. Innlent 8.9.2020 17:59 Niðurstaða lögreglu að kveikt hafi verið í Tíu manns sem bjuggu í húsinu og fjölskyldur þeirra sem létust ætla að fara fram á miskabætur frá þeim sem grunaða. Einnig er til skoðunar að fara í mál við eiganda hússins. Innlent 27.8.2020 21:30 Vill skoða hvort beita ætti sektum þar sem brunavörnum er ábótavant Slökkviliðsstjórinn á höfuðborgarsvæðinu vill skoða hvort beita ætti sektum þar sem brunavörnum er ábótavant. Innlent 15.8.2020 20:01 Úrskurðaður í fjögurra vikna áframhaldandi gæsluvarðhald Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag karlmann á sjötugsaldri í fjögurra vikna áframhaldandi gæsluvarðhald í þágu rannsóknar á bruna við Bræðraborgarstíg í júní. Innlent 11.8.2020 14:38 Í gæsluvarðhaldi til 11. ágúst Lögregla segir rannsókn málsins langt komna. Innlent 5.8.2020 12:34 Telur Icelandair hafa verið á gráu svæði þegar flugfreyjum var sagt upp Félagsmálaráðherra telur Icelandair hafa verið á gráu svæði þegar félagið sagði upp öllum flugfreyjum í miðri kjaradeilu. Innlent 26.7.2020 15:04 Bruninn rannsakaður sem manndráp af ásetningi Lögreglan rannsakar brunann við Bræðraborgarstíg sem manndráp af ásetningi. Þrír létust í brunanum sem átti sér stað þann 25. júní Innlent 25.7.2020 07:27 Greiða ættingjum dánarbætur og aðstoðar fólkið við að sækja skaðabætur Efling mun greiða ættingjum þeirra sem fórust og þeim sem slösuðust í eldsvoða á Bræðraborgarstíg dánar- og slysabætur og aðstoðar fólk við að sækja skaðabætur. Innlent 15.7.2020 19:00 Hafa árangurslaust reynt að rifta leigusamningi við HD verk en ná ekki í leigusala Ungt par sem leigir herbergi í ólöglegu atvinnuhúsnæði á Dalvegi 26 hefur árangurslaust reynt að ná tali af eiganda hússins til að fá leigusamningnum rift. Húsið er í eigu sama félags og á Bræðraborgarstíg 1 sem brann í síðasta mánuði. Efling hefur áhyggjur af aðbúnaði félagsmanna sem búa í húsnæði HD verks. Fréttir 14.7.2020 19:00 Bruninn á Bræðraborgarstíg: Grunur um að eldsneyti hafi verið ausið á ganginn áður en kveikt var í Grunur leikur á að eldsneyti hafi verið ausið á ganginn og kveikt í húsinu sem brann á horni Bræðraborgarstígs og Vesturgötu. Innlent 13.7.2020 20:02 Umboðsmaður óskar eftir gögnum vegna brunans Umboðsmaður Alþingis hefur sent Þjóðskrá Íslands fyrirspurn vegna atriða sem hann telur tilefni til að kanna í tengslum við skráningar lögheimilis og aðseturs, og eftirlits með þeim af hálfu síðarnefndu stofnunarinnar. Innlent 13.7.2020 16:15 Húsnæði lokað vegna lélegra brunavarna Dæmi eru um að húsnæði þar sem fólk býr hafi verið lokað eftir úttekt Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins í framhaldi brunans á Bræðraborgarstíg Innlent 12.7.2020 18:41 Mánuð til viðbótar í gæsluvarðhaldi vegna brunans Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag karlmann á sjötugsaldri, sem var handtekinn í kjölfar brunans mannskæða á Bræðraborgarstíg, í áframhaldandi gæsluvarðhald til 6. ágúst. Innlent 9.7.2020 15:47 Enn á gjörgæslu eftir brunann Kennslanefnd Ríkislögreglustjóra telur sig hafa borið kennsl á einstaklingana þrjá sem létu lífið í brunanum á Bræðraborgarstíg í lok júní. Innlent 8.7.2020 15:41 Hafði sent viðvörun á byggingarfulltrúa: „Við höfum enn áhyggjur af hinu húsinu“ Arkitekt sem býr beint á móti húsinu við Bræðraborgarstíg eitt, sem brann fyrir tíu dögum, hefur áhyggjur af húsi við Bræðraborgarstíg númer þrjú sem er skráð á sama eiganda. Innlent 5.7.2020 20:00 Bruninn á Bræðraborgarstíg: Sá handtekni áfram í gæsluvarðhaldi Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði karlmann á sjötugsaldri sem var handtekinn í kjölfar brunans mannskæða á Bræðraborgarstíg í áframhaldandi gæsluvarðhald til 10. júlí í dag. Rannsókn á brunanum er sögð miða vel áfram. Innlent 3.7.2020 16:07 Hafa fengið fjölmargar ábendingar um lélegar brunavarnir Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu hefur borist fjöldi ábendinga um húsnæði þar sem óttast er að brunavörnum og aðbúnaði sé ábótavant í framhaldi af brunanum á Bræðraborgarstíg. Slökkviliðsstjóri segir ærið tilefni til að endurskoða lög. Innlent 2.7.2020 20:01 Þarf meira fjármagn og mannskap ef auka á eldvarnareftirlit Slökkviliðsstjóri segir slökkviliðið ekki í stakk búið til að taka út brunavarnir á heimilum fólks, líkt og velt var upp á fundi Velferðarnefndar í dag. Félagsmálaráðherra segir að skoða þurfi hvort hámark verði sett á lögheimilisskráningar á hvert heimili í kjölfar brunans við Bræðraborgarstíg. Innlent 30.6.2020 19:01 « ‹ 1 2 3 4 … 4 ›
Árið 2020 í myndum Ársins 2020 verður vafalítið minnst sem árs Covid-19 en þó gerðist margt annað markvert. Veður var oft vont, kjaradeilur harðar og mikið rætt um nýja stjórnarskrá. Jörð skalf á Reykjanesskaga og þá létu náttúruöflinn finna fyrir sér á Flateyri, Suðureyri og Seyðisfirði.Þegar eitthvað var að frétta voru ljósmyndarar og tökumenn Vísis og Stöðvar 2 á staðnum og fönguðu meðal annars þá stemningu sem myndaðist í samfélaginu þegar götur voru mannlausar, raðir langar og þjóðin á varðbergi gegn nýrri vá.Hér má sjá sýnishorn af myndunum sem prýddu umfjöllun okkar á árinu. Fréttaannáll Stöðvar 2 verður svo á dagskrá að loknum kvöldfréttum 30. desember, bæði á Stöð 2 og Vísi. Innlent 25.12.2020 16:03
Bruninn á Bræðraborgarstíg: Ekki hægt að bjarga þeim sem létust Rannsakendur brunans á Bræðraborgarstíg telja líkur á að kveikt hafi verið í á tveimur stöðum í húsinu. Þeir telja að óháð því hvort um íkveikju var að ræða þá hafi fleiri samverkandi þættir haft áhrif á að eldsvoðinn varð jafn mannskæður og raun ber vitni. Innlent 18.12.2020 14:08
Þinghald verður opið í Bræðraborgarstígsmálinu Þinghald verður opið í máli Marek Moszczynski, karlmanns á sjötugsaldri sem ákærður er fyrir manndráp og íkveikju á Bræðraborgarstíg í sumar. Svo segir í úrskurði Landsréttar sem staðfesti niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis. Verjandi Mareks hafði farið fram á að þinghaldi yrði lokað þegar hann og geðlæknar gæfu skýrslu. Innlent 3.12.2020 15:36
„Það eru náttúrulega ömurlegar fréttir“ Íbúar í Vesturbæ eru ekki kátir með að þurfa mögulega að bíða lengi eftir að rústir hússins sem brann við Bræðraborgarstíg í sumar verði fjarlægt. Innlent 27.10.2020 19:23
Erfitt að skylda eigandann til að rífa húsið Byggingarfulltrúi Reykjavíkur segir að erfitt geti reynst að skylda eiganda hússins sem brann við Bræðraborgarstíg til að rífa það. Hann segir mikilvægt að tryggja að ekki stafi hætta af húsinu og ætlar að boða eigandann á sinn fund sem fyrst. Innlent 27.10.2020 16:59
Útilokar að húsið verði rifið á þessu ári Lögmaður eiganda hússins að Bræðraborgarstíg 1, sem brann í lok júní, segir útilokað að hægt verði að rífa húsið á þessu ári. Ágreiningur sé uppi á milli eiganda og tryggingarfélagsins, sem tryggði húsið, sem þurfi fyrst að leysa úr og það geti tekið ár. Innlent 27.10.2020 13:40
Segja rústirnar hættulegar og vekja „daglegan óhug“ Íbúaráð Vesturbæjar telur mikilvægt að rústir húss að Bræðraborgarstíg 1 sem brann í lok júní síðastliðnum verði fjarlægðar strax í nóvember. Innlent 27.10.2020 08:57
Sagður hafa kveikt eld á þremur stöðum í húsinu Þrettán manns voru í húsinu við Bræðraborgarstíg þann 25. júní í sumar þegar Marek Moszczynski kveikti eld á mörgum stöðum í húsinu. Innlent 25.9.2020 15:02
Gæti orðið frjáls ferða sinna Marek Moszczynski neitaði sök þegar ákæra á hendur honum var þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Hann er grunaður um manndráp af ásetningi og íkveikju við Bræðraborgarstíg í sumar. Innlent 25.9.2020 12:26
Ákærði sagður ósakhæfur við verknað á Bræðraborgarstíg Karlmaður á sjötugsaldri sem ákærður er fyrir manndráp og íkveikju á Bræðraborgarstíg í sumar neitaði sök í báðum ákæruliðum við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur. Þrír létust í brunanum og fleiri slösuðust. Innlent 25.9.2020 10:17
Bótakröfur vegna brunans hlaupi á tugum milljóna Bæði þau sem urðu fyrir líkams- eða eignatjóni vegna brunans á Bræðraborgarstíg í sumar og aðstandendur þeirra þriggja sem létust hafa farið fram á skaða- eða miskabætur frá manninum sem hefur nú verið ákærður fyrir að valda brunanum. Innlent 18.9.2020 18:55
Ákæra mann vegna brunans mannskæða á Bræðraborgarstíg Karlmaður á sjötugsaldri hefur verið ákærður fyrir manndráp og íkveikju vegna brunans á Bræðraborgarstíg í sumar. Þrennt lést í brunanum sem maðurinn er talinn hafa valdið. Innlent 18.9.2020 13:37
Framlengja gæsluvarðhald vegna brunans á Bræðraborgarstíg Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag manninn sem grunaður er um að hafa valdið brunanum á Bræðraborgarstíg í sumar í áframhaldandi gæsluvarðhald. Innlent 8.9.2020 17:59
Niðurstaða lögreglu að kveikt hafi verið í Tíu manns sem bjuggu í húsinu og fjölskyldur þeirra sem létust ætla að fara fram á miskabætur frá þeim sem grunaða. Einnig er til skoðunar að fara í mál við eiganda hússins. Innlent 27.8.2020 21:30
Vill skoða hvort beita ætti sektum þar sem brunavörnum er ábótavant Slökkviliðsstjórinn á höfuðborgarsvæðinu vill skoða hvort beita ætti sektum þar sem brunavörnum er ábótavant. Innlent 15.8.2020 20:01
Úrskurðaður í fjögurra vikna áframhaldandi gæsluvarðhald Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag karlmann á sjötugsaldri í fjögurra vikna áframhaldandi gæsluvarðhald í þágu rannsóknar á bruna við Bræðraborgarstíg í júní. Innlent 11.8.2020 14:38
Telur Icelandair hafa verið á gráu svæði þegar flugfreyjum var sagt upp Félagsmálaráðherra telur Icelandair hafa verið á gráu svæði þegar félagið sagði upp öllum flugfreyjum í miðri kjaradeilu. Innlent 26.7.2020 15:04
Bruninn rannsakaður sem manndráp af ásetningi Lögreglan rannsakar brunann við Bræðraborgarstíg sem manndráp af ásetningi. Þrír létust í brunanum sem átti sér stað þann 25. júní Innlent 25.7.2020 07:27
Greiða ættingjum dánarbætur og aðstoðar fólkið við að sækja skaðabætur Efling mun greiða ættingjum þeirra sem fórust og þeim sem slösuðust í eldsvoða á Bræðraborgarstíg dánar- og slysabætur og aðstoðar fólk við að sækja skaðabætur. Innlent 15.7.2020 19:00
Hafa árangurslaust reynt að rifta leigusamningi við HD verk en ná ekki í leigusala Ungt par sem leigir herbergi í ólöglegu atvinnuhúsnæði á Dalvegi 26 hefur árangurslaust reynt að ná tali af eiganda hússins til að fá leigusamningnum rift. Húsið er í eigu sama félags og á Bræðraborgarstíg 1 sem brann í síðasta mánuði. Efling hefur áhyggjur af aðbúnaði félagsmanna sem búa í húsnæði HD verks. Fréttir 14.7.2020 19:00
Bruninn á Bræðraborgarstíg: Grunur um að eldsneyti hafi verið ausið á ganginn áður en kveikt var í Grunur leikur á að eldsneyti hafi verið ausið á ganginn og kveikt í húsinu sem brann á horni Bræðraborgarstígs og Vesturgötu. Innlent 13.7.2020 20:02
Umboðsmaður óskar eftir gögnum vegna brunans Umboðsmaður Alþingis hefur sent Þjóðskrá Íslands fyrirspurn vegna atriða sem hann telur tilefni til að kanna í tengslum við skráningar lögheimilis og aðseturs, og eftirlits með þeim af hálfu síðarnefndu stofnunarinnar. Innlent 13.7.2020 16:15
Húsnæði lokað vegna lélegra brunavarna Dæmi eru um að húsnæði þar sem fólk býr hafi verið lokað eftir úttekt Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins í framhaldi brunans á Bræðraborgarstíg Innlent 12.7.2020 18:41
Mánuð til viðbótar í gæsluvarðhaldi vegna brunans Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag karlmann á sjötugsaldri, sem var handtekinn í kjölfar brunans mannskæða á Bræðraborgarstíg, í áframhaldandi gæsluvarðhald til 6. ágúst. Innlent 9.7.2020 15:47
Enn á gjörgæslu eftir brunann Kennslanefnd Ríkislögreglustjóra telur sig hafa borið kennsl á einstaklingana þrjá sem létu lífið í brunanum á Bræðraborgarstíg í lok júní. Innlent 8.7.2020 15:41
Hafði sent viðvörun á byggingarfulltrúa: „Við höfum enn áhyggjur af hinu húsinu“ Arkitekt sem býr beint á móti húsinu við Bræðraborgarstíg eitt, sem brann fyrir tíu dögum, hefur áhyggjur af húsi við Bræðraborgarstíg númer þrjú sem er skráð á sama eiganda. Innlent 5.7.2020 20:00
Bruninn á Bræðraborgarstíg: Sá handtekni áfram í gæsluvarðhaldi Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði karlmann á sjötugsaldri sem var handtekinn í kjölfar brunans mannskæða á Bræðraborgarstíg í áframhaldandi gæsluvarðhald til 10. júlí í dag. Rannsókn á brunanum er sögð miða vel áfram. Innlent 3.7.2020 16:07
Hafa fengið fjölmargar ábendingar um lélegar brunavarnir Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu hefur borist fjöldi ábendinga um húsnæði þar sem óttast er að brunavörnum og aðbúnaði sé ábótavant í framhaldi af brunanum á Bræðraborgarstíg. Slökkviliðsstjóri segir ærið tilefni til að endurskoða lög. Innlent 2.7.2020 20:01
Þarf meira fjármagn og mannskap ef auka á eldvarnareftirlit Slökkviliðsstjóri segir slökkviliðið ekki í stakk búið til að taka út brunavarnir á heimilum fólks, líkt og velt var upp á fundi Velferðarnefndar í dag. Félagsmálaráðherra segir að skoða þurfi hvort hámark verði sett á lögheimilisskráningar á hvert heimili í kjölfar brunans við Bræðraborgarstíg. Innlent 30.6.2020 19:01
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið