Fíkniefnabrot

Fréttamynd

Efnin í skemmti­ferða­skipinu falin í eldhúspottum

Fjórir íslenskir karlmenn hafa setið í gæsluvarðhaldi frá því í lok apríl, grunaðir um aðild að skipulagðri brotastarfsemi, innflutningi, sölu og dreifingu á fíkniefnum hér á landi um langt skeið, peningaþvætti og vopnalagabrotum. Samkvæmt heimildum fréttastofu voru fíkniniefni flutt til landsins með skemmtiferðaskipi, falin í eldhúspottum.

Innlent
Fréttamynd

Máli Péturs Jökuls vísað frá

Máli Péturs Jökuls Jónassonar, sakbornings í stóra kókaínmálinu, hefur verið vísað frá Héraðsdómi Reykjavíkur. Héraðssaksóknari hefur kært þá niðurstöðu til Landsréttar.

Innlent
Fréttamynd

Aðild Péturs Jökuls ó­skýr að sögn dómara

Pétur Jökull Jónasson var ákærður fyrir hlutdeild í stórfelldum innflutningi á kókaíni til Íslands í síðasta mánuði. Við þingfestingu málsins sem fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag gagnrýndi dómari saksóknara fyrir að hafa ekki lagt fram nákvæma verknaðarlýsingu með ákæruskjalinu yfir Pétri Jökli eins og tíðkast í málum sem slíkum.

Innlent
Fréttamynd

Undir á­hrifum og með eftir­líkingu af skot­vopni

Tveir menn undir áhrifum fíkniefna og með eftirlíkingu af skotvopni með sér voru handteknir nærri Klambratúni í dag. Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst um klukkan sex í dag tilkynning um vopnaðan mann í miðbænum og var viðbúnaður lögreglunnar umfangsmikill.

Innlent
Fréttamynd

Pétur Jökull á­kærður í stóra kókaínmálinu

Héraðssaksóknari gaf í dag út ákæru á hendur Pétri Jökli Jónassyni fyrir aðild að innflutningi á nærri hundrað kílóum af kókaíni til landsins fyrir tveimur árum síðan. Fjórir hafa þegar verið dæmdir í þessu svokallaða stóra kókaínmáli sem er stærsta kókaínmál Íslandssögunnar.

Innlent
Fréttamynd

Fann fíkni­efnin strax

Í fimmta þætti af þáttunum Hundarnir okkar, sem sýndir eru á Vísi alla þriðjudaga, er skyggnst inn í starf lögreglunnar þar sem fíkiniefnaleitarhundar eru notaðir, þjálfun þeirra og hæfniskröfur ræddar og sýnt hvernig þeir vinna.

Lífið
Fréttamynd

Kanna­bis en ekki kjólar í kassanum

Karlmaður hefur verið dæmdur í fimm mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir tilraun til að flytja inn 4,5 kíló af kannabisefnum. Hann reyndi að koma efnunum til landsins í hraðsendingu sem var merkt kvenfatnaði.

Innlent
Fréttamynd

Sveddi sagður með tengsl við ítölsku mafíuna

„Hann er klókur. Og hann er rosalega bíræfinn í því sem hann ætlar sér,“ segir Karl Steinar Valsson yfirlögregluþjónn á alþjóðasviði ríkislögreglustjóra og á þar við Sverri Þór Gunnarsson, eða Svedda tönn, sem nú bíður dóms í Brasilíu fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot á alþjóðavísu og skipulagða glæpastarfsemi.

Innlent
Fréttamynd

Rauf skil­orð með ræktun og akstri í Lág­múla

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt mann í 22 mánaða fangelsi fyrir að hafa ekið bíl án ökuréttinda og fyrir að hafa verið með tugi kannabisplantna í ræktun. Maðurinn rauf með brotunum skilorð, en þetta var í sjöunda sinn sem hann hefur gerst sekur um akstur sviptur ökurétti.

Innlent
Fréttamynd

Með 800 grömm af kókaíni innan­klæða

Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann í sextán mánaða fangelsi fyrir að hafa reynt að smygla rúmlega átta hundruð grömm af kókaíni með flugi til landsins í janúar síðastliðinn.

Innlent
Fréttamynd

Stefán Ingi­mar neitar að koma til landsins

Stefán Ingimar Koeppen Brynjarsson, sem er eftirlýstur á vef alþjóðalögreglunnar Interpol að beiðni lögreglu á Íslandi, hefur verið í sambandi við lögreglu hér á landi en harðneitar að koma til landsins til yfirheyrslu. Lögregla vill ná tali af honum vegna þriggja mála sem varða innflutning fíkniefna.

Innlent
Fréttamynd

Stefán Ingi­mar með lög­regluna á hælunum ára­tugum saman

Stefán Ingimar Koeppen Brynjarsson, maður sem er eftirlýstur á vef alþjóðalögreglunnar Interpol að beiðni lögreglu á Íslandi, hlaut þungan fangelsisdóm hér á landi í kringum síðustu aldamót. Þá hefur hann hlotið dóm í Þýskalandi og verið handtekinn í Mexíkó.

Innlent