Fíkniefnabrot

Fréttamynd

Með kókaínið falið í fjórum niður­suðu­dósum

Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt rúmlega tvítugan erlendan karlmann í þriggja ára fangelsi fyrir að hafa reynt að smygla rúmum tveimur kílóum af kókaíni til landsins. Maðurinn kom til landsins með flugi frá Brussel í Belgíu og hafði falið efnin í fjórum niðursuðudósum í farangurstösku sinni.

Innlent
Fréttamynd

Milljóna­sekt fyrir lyfja­smygl

Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann til að greiða tæplega 1,1 milljón króna í sekt fyrir að hafa staðið að ólöglegu lyfjasmygli með því að flytja á annað hundrað töflur af ávana- og fíknilyfinu Alprazolam Krka til landsins með flugi.

Innlent
Fréttamynd

Timbursalinn kominn í opið úr­ræði

Páll Jónsson, sjötugi timbursalinn úr Stóra kókaínmálinu, er kominn í opið úrræði í fangelsið á Kvíabryggju. Landsréttur dæmdi hann í gær í níu ára fangelsi. Allir fjórir sakborningar úr málinu eru komnir opin úrræði. Verjandi Páls segir ákall hér á landi um lægri dóma vegna fíkniefnbrota. 

Innlent
Fréttamynd

Burðar­dýr dæmt fyrir kókaín­inn­flutning

Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt erlenda konu í átján mánaða fangelsi fyrir að hafa flutt um 900 grömm af kókaíni til landsins með flugi. Konan var ekki eigandi efnanna og hafði samþykkt að flytja þau til landsins gegn greiðslu.

Innlent
Fréttamynd

Tungu­mála­vandi skútu­málsins

Snemma síðastliðinn þriðjudagsmorgun í Héraðsdómi Reykjaness, skömmu áður en þinghald í skútumálinu svokallaða hófst, höfðu lögmenn og verjendur orð á því að búast mætti við því að skýrslutökurnar myndu taka sinn tíma. Ástæðan má finna í tungumálaörðugleikum sem hafa einkennt málið.

Innlent
Fréttamynd

Svona komst lögreglan á snoðir um skútuna

Rannsóknarlögreglumaður, sem stjórnaði rannsókninni á skútumálinu svokallaða, útskýrði fyrir dómi á þriðjudag hvernig lögregla komst á snoðir um skútuna sem í fundust tæplega 160 kíló af hassi. Mennirnir voru handteknir í júní á þessu ári við Garðskagavita á Reykjanesi.

Innlent
Fréttamynd

Skútumálið: Tapaði öllu með því að fara til Íslands

Jonaz Rud Vodder, einn sakborninga í skútumálinu svokallaða, segist sjá eftir því að hafa farið í verkefni til Íslands þar sem hann var beðinn um að kaupa og afhenda vistir til skipverjanna sem voru í skútunni sem var að flytja tæplega 160 kíló af hassi til Grænlands í júní á þessu ári.

Innlent
Fréttamynd

Grunaði sjálfan sig um græsku vegna leyni­hólfs

Einn þriggja danskra sakborninga sem er ákærður fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot með innflutning á hassi með skútu, segist hafa grunað að fíkniefni væru í skútunni, þar sem hann hafi tekið eftir því að búið væri að útbúa leynihólf í hana. Hann hafi þó ekki vitað af þeim.

Innlent
Fréttamynd

Í fangelsi í sextán ár: Á endanum var það ástin sem bjargaði öllu

„Ég myndi ekki segja að það væri svona mikil klíkumyndun. Að öðru leyti myndi ég svara já; þetta er bara eins og fólk sér þar,“ svarar Guðmundur Ingi Þóroddsson formaður Afstöðu, aðspurður um það hvort upplifunin af því að vera í fangelsi sé eitthvað sambærileg og við sjáum í erlendu sjónvarps- og kvikmyndaefni.

Áskorun
Fréttamynd

Tíu í gæslu­varð­haldi vegna smygls að jafnaði

Í fyrra sátu áttatíu menn í gæsluvarðhaldi að kröfu lögreglunnar á Suðurnesjum í samtals 2.903 daga, eða að jafnaði 8 menn á dag, alla daga ársins, í tengslum við innflutning á fíkniefnum, peningaþvætti eða flutning á reiðufé úr landi. Í ár eru þeir þegar 96 talsins.

Innlent
Fréttamynd

Skútumaður kemur af fjöllum varðandi 157 kíló af hassi

Danskur karlmaður sem var handtekinn um borð í skútu við Garðskagavita í júní með 157 kíló af hassi segist ekki hafa haft hugmynd um að fíkniefni væru um borð. Hann man ekki hver millifærði á hann peningum til að kaupa skútuna og segist einfaldlega hafa farið í bátsferð til gamans.

Innlent
Fréttamynd

Þrír Danir á­kærðir í skútu­máli

Þrír danskir ríkisborgarar hafa verið ákærðir af héraðssaksóknara fyrir stórfelld fíkniefnabrot. Eru þeir sagðir hafa reynt að smygla tæplega 160 kílóum af hassi til Grænlands. Munu þeir hafa siglt með fíkniefnin að Íslandsströndum á leið sinni. 

Innlent
Fréttamynd

„Þetta rændi mig barn­æskunni“

„Ég varð bara að vera fullkomin fyrir mömmu og pabba og varð bara að fá góðar einkunnir og varð að vera góð í öllu,“ segir tvítug íslensk kona. Eldri bróðir hennar er í virkri vímuefnaneyslu, er heimilislaus og notar vímuefni um æð.

Innlent