Fíkniefnabrot Mikið fentanýl falið bak við hlera á dagheimilinu Mikið magn af fentanýli fannst falið bak við hlera á dagheimili í New York í dag. Eins árs gamalt barn lést úr of stórum skammti af ópíóðanum á heimilinu í síðustu viku. Lögreglan í New York segir að rannsókn málsins standi yfir en tvö hafa verið ákærð vegna málsins. Erlent 21.9.2023 23:41 Rændi unga bræður á leið út í sjoppu Karlmaður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 27. þessa mánaðar vegna gruns um að hann hafi framið átta refsiverð brot frá 27. júní síðastliðnum. Meðal brotanna er rán fimm þúsund króna af ungum bræðrum sem voru á leið út í sjoppu að kaupa sér nammi. Innlent 12.9.2023 08:00 Saltdreifaramálið fer fyrir Hæstarétt Hæstiréttur hefur samþykkt málskotsbeiðni tveggja manna sem hlutu þunga fangelsisdóma í Saltdreifaramálinu svokallaða. Innlent 7.9.2023 13:15 Kókaínpar hafnaði samverknaði þrátt fyrir heilmikil samskipti Erlendur karlmaður og erlend kona hafa verið dæmd í tveggja ára fangelsi fyrir innflutning á kókaíni til landsins. Fólkið játaði brot sitt en hafnaði að um samverknað hefði verið að ræða. Samverknaður kemur til þyngingar við brot á lögum. Innlent 1.9.2023 16:00 Gæsluvarðhald framlengt í skútumáli Þrír menn, sem grunaður eru um umfangsmikið smygl á hassi til landsins, verða í áframhaldandi gæsluvarðhaldi til 15. september. Innlent 29.8.2023 21:56 Fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald í skútumálinu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun krefjast þess á morgun að þrír menn, sem grunaður eru um umfangsmikið smygl á hassi til landsins, verði úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald. Innlent 28.8.2023 20:38 Ákvörðun um gæsluvarðhald í skútumáli tekin eftir helgi Lögregla segir að rannsókn á smygli 160 kílóa af hassi í skútu hingað til lands í júní gangi vel. Þrír eru í gæsluvarðhaldi vegna málsins en það rennur út á mánudag. Innlent 26.8.2023 06:46 Sat á þremur og hálfu kílói af kókaíni Laurent Georges Pascal Ruaud, 59 ára gamall Dóminíki, hefur verið dæmdur til þriggja og hálfs árs fangelsisvistar fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Hann flutti þrjú og hálft kíló af kókaíni til landsins í dekkjum og rörum hjólastóls sem hann notaðist við á leiðinni til landsins. Innlent 21.8.2023 14:04 Tekinn með tólf kíló af hassi í farangrinum Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann í þrettán mánaða fangelsi fyrir að hafa reynt að smygla rúmum tólf kílóum af hassi til landsins með flugi í maí síðastliðinn. Innlent 9.8.2023 12:13 Þjóðhátíðin í ár sé með þeim bestu hingað til Verslunarmannahelgin sem nú er að líða undir lok fór að mestu leyti vel fram víðast hvar á landinu. Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum segir Þjóðhátíðina í ár með þeim bestu hingað til frá löggæslulegu sjónarmiði séð. Hátíðahöld fóru einnig almennt vel fram á Akureyri, Flúðum og í Neskaupstað. Innlent 7.8.2023 12:20 Leita á „vafasömum aðilum“ áður en þeim er hleypt í dalinn Sérstakt átak lögreglunnar í Vestmannaeyjum til að bregðast við auknum hnífaburði virðist hafa skilað góðum árangri. Leitað er að fíkniefnum og vopnum á þeim aðilum sem lögreglu þykja grunsamlegir, áður en þeim er hleypt inn í Herjólfsdal. Innlent 6.8.2023 19:30 Gripinn með fjörutíu grömm af kókaíni í Eyjum Einn hefur verið handtekinn grunaður um umfangsmikla sölu fíkniefna á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Lögreglan lagði hald á fjörutíu grömm kókaíns, sem maðurinn hafði í fórum sínum. Innlent 6.8.2023 11:35 Tæp tvö ár fyrir að flytja inn rúm tvö kíló Kona hefur verið dæmd til 22 mánaða langrar fangelsisvistar fyrir að hafa staðið að innflutningi á tæplega 2,2 kílóum af nokkuð sterku kókaíni. Innlent 4.8.2023 13:33 Dramatísk fækkun ungs fólks á Íslandi sem fer í meðferð Ungt fólk hefur mun síður leitað í meðferð á Vogi síðustu þrjú ár og er um að ræða gríðarlega fækkun frá því á fyrri árum. Forstjóri og framkvæmdastjóri lækninga á Vogi segir að skoða þurfi betur hvers vegna svo sé en ljóst sé að þarna séu á ferðinni jákvæðar fréttir. Ungt fólk í neyslu sé hinsvegar gjarnan í alvarlegri neyslu. Innlent 2.8.2023 23:31 Gríðarleg eftirspurn eftir kókaíni Innflutningur á kókaíni hefur aukist og neysla þar með. Sex sitja í gæsluvarðhaldi vegna þriggja ólíkra mála. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir rannsókn í fullum gangi. Innlent 2.8.2023 12:00 Mælingar á íslensku skólpi sýni mikla neyslu sterkra fíkniefna Dósent í afbrotafræði segir neyslu fíkniefna vera farin að færast aftur í aukana hérlendis eftir heimsfaraldur. Lögregla hafi aldrei lagt hald á eins mikið af fíkniefnum og á síðasta ári og þá sýni mælingar á skólpi höfuðborgarbúa að neyslan sé mikil og sambærileg við fíkniefnaneyslu í erlendum stórborgum. Innlent 1.8.2023 20:15 160 kíló af hassi voru í skútunni Lagt var hald á tæplega 160 kíló af hassi í lögregluaðgerðum á Reykjanesi í skútumáli í lok júní. Þrír eru enn í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Innlent 1.8.2023 14:40 Sex í gæsluvarðhaldi í tengslum við kókaíninnflutning Á síðustu tveimur vikum hafa níu verið handteknir í tengslum við fjögur mál tengdum innflutningi á kókaíni. Sex sitja nú í gæsluvarðhaldi vegna málanna. Innlent 1.8.2023 14:39 Gripin með hálft kíló af kókaíni innvortis Erlend kona hefur verið dæmd í sjö mánaða fangelsi fyrir að hafa reynt að smygla hálfu kílói af kókaíni til landsins þann 18. júní síðastliðinn. Konan kom til landsins með flugi frá París í Frakklandi. Innlent 1.8.2023 13:40 Töluðu um gott innbrot eftir þjófnað á Rólex og Louis Vuitton Pólskir bræður hafa verið dæmdir til fangelsisvistar fyrir stórfelld fíkniefnabrot og þjófnað. Meðal rannsóknaraðferða lögreglu var uppsetning eftirlitsmyndavélar og notkun eftirfarar- og hlerunarbúnaðar á bifreið sakbornings. Innlent 20.7.2023 14:54 Tvö burðardýr fá þunga dóma Maður og kona af erlendum uppruna fengu í dag þunga dóma í Héraðsdómi Reykjaness. Fólkið hafði flutt inn kókaín en var hvorki eigandi þess né hafði skipulagt dreifinguna. Innlent 20.7.2023 14:38 Sagðist ekki vilja drepa hann áður en hún seldi honum banvænan skammt Leandro DeNiro Rodriguez, barnabarn Robert DeNiro, lést af völdum ofskömmtunar eftir að hann tók fentanýlblandaðar morfínpillur. Sú sem seldi honum töflurnar sagði fyrir söluna að hún vildi ekki drepa hann. Erlent 16.7.2023 16:21 Mikil fækkun fíknifanga í íslenskum fangelsum Aðeins 26,7 prósent fanga sátu inni fyrir fíkniefnabrot á síðasta ári. Ári áður var hlutfallið 37,4 prósent og um 60 prósent um aldamótin. Innlent 13.7.2023 07:46 Sveddi tönn ákærður í Brasilíu Sverrir Þór Gunnarsson, betur þekktur sem Sveddi tönn, hefur verið ákærður af ríkissaksóknara í Brasilíu fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot og skipulagða glæpastarfsemi. Þann 3. júlí síðastliðinn var fyrirtaka í málinu hjá dómstól í Rio de Janeiro þar sem sönnunargögn voru lögð fram. Innlent 11.7.2023 12:20 Frakki í fangelsi í fjórtán mánuði fyrir fíkniefnasmygl Franskur karlmaður var í síðustu viku dæmdur til fjórtán mánaða fangelsisvistar fyrir stórfellt fíkniefnabrot. Hann hafði rúmlega kíló af sterku metamfetamíni meðferðis til landsins frá París. Innlent 10.7.2023 14:05 Tekinn með fimm hundruð töflur af Oxycontin innan klæða Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann í níu mánaða fangelsi fyrir að hafa smyglað fimm hundruð töflur af Oxycontin, 80 milligramma, til landsins með flugi í apríl síðastliðinn. Innlent 10.7.2023 07:40 Hvíta húsið rýmt vegna efnis sem reyndist kókaín Hvíta húsið var rýmt um tíma í gærkvöldi eftir að hvítt duft fannst við reglubundið eftirlit. Greining leiddi í ljós að um var að ræða kókaín og er málið nú í rannsókn. Erlent 5.7.2023 06:54 Tekinn með 7,5 kíló af maríjúana í töskunni Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann í sex mánaða fangelsi fyrir að smygla 7,5 kílóum af maríjúana til landsins. Innlent 3.7.2023 08:53 Langt síðan lögreglan hefur lagt hald á viðlíka magn af hassi Lögreglan hefur staðfest að fíkniefnin sem lagt var hald á í skútu undan Suðurnesjum á laugardag voru hass. Grímur Grímsson segir langt síðan lögreglan hefur lagt hald á slíkt magn af hassi. Innlent 27.6.2023 14:52 Enn eitt skútumálið komið upp hér á landi Enn eitt skútumálið er komið upp hér á landi eftir að umfangsmiklar aðgerðir lögreglu með aðstoð fjölmargra aðila leiddi til handtöku þriggja karlmanna snemma morguns laugardag vegna smygls á miklu magni fíkniefna. Ráðist var til aðgerða undan vestarlega við suðurströnd Íslands. Innlent 26.6.2023 15:49 « ‹ 3 4 5 6 7 8 9 10 11 … 14 ›
Mikið fentanýl falið bak við hlera á dagheimilinu Mikið magn af fentanýli fannst falið bak við hlera á dagheimili í New York í dag. Eins árs gamalt barn lést úr of stórum skammti af ópíóðanum á heimilinu í síðustu viku. Lögreglan í New York segir að rannsókn málsins standi yfir en tvö hafa verið ákærð vegna málsins. Erlent 21.9.2023 23:41
Rændi unga bræður á leið út í sjoppu Karlmaður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 27. þessa mánaðar vegna gruns um að hann hafi framið átta refsiverð brot frá 27. júní síðastliðnum. Meðal brotanna er rán fimm þúsund króna af ungum bræðrum sem voru á leið út í sjoppu að kaupa sér nammi. Innlent 12.9.2023 08:00
Saltdreifaramálið fer fyrir Hæstarétt Hæstiréttur hefur samþykkt málskotsbeiðni tveggja manna sem hlutu þunga fangelsisdóma í Saltdreifaramálinu svokallaða. Innlent 7.9.2023 13:15
Kókaínpar hafnaði samverknaði þrátt fyrir heilmikil samskipti Erlendur karlmaður og erlend kona hafa verið dæmd í tveggja ára fangelsi fyrir innflutning á kókaíni til landsins. Fólkið játaði brot sitt en hafnaði að um samverknað hefði verið að ræða. Samverknaður kemur til þyngingar við brot á lögum. Innlent 1.9.2023 16:00
Gæsluvarðhald framlengt í skútumáli Þrír menn, sem grunaður eru um umfangsmikið smygl á hassi til landsins, verða í áframhaldandi gæsluvarðhaldi til 15. september. Innlent 29.8.2023 21:56
Fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald í skútumálinu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun krefjast þess á morgun að þrír menn, sem grunaður eru um umfangsmikið smygl á hassi til landsins, verði úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald. Innlent 28.8.2023 20:38
Ákvörðun um gæsluvarðhald í skútumáli tekin eftir helgi Lögregla segir að rannsókn á smygli 160 kílóa af hassi í skútu hingað til lands í júní gangi vel. Þrír eru í gæsluvarðhaldi vegna málsins en það rennur út á mánudag. Innlent 26.8.2023 06:46
Sat á þremur og hálfu kílói af kókaíni Laurent Georges Pascal Ruaud, 59 ára gamall Dóminíki, hefur verið dæmdur til þriggja og hálfs árs fangelsisvistar fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Hann flutti þrjú og hálft kíló af kókaíni til landsins í dekkjum og rörum hjólastóls sem hann notaðist við á leiðinni til landsins. Innlent 21.8.2023 14:04
Tekinn með tólf kíló af hassi í farangrinum Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann í þrettán mánaða fangelsi fyrir að hafa reynt að smygla rúmum tólf kílóum af hassi til landsins með flugi í maí síðastliðinn. Innlent 9.8.2023 12:13
Þjóðhátíðin í ár sé með þeim bestu hingað til Verslunarmannahelgin sem nú er að líða undir lok fór að mestu leyti vel fram víðast hvar á landinu. Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum segir Þjóðhátíðina í ár með þeim bestu hingað til frá löggæslulegu sjónarmiði séð. Hátíðahöld fóru einnig almennt vel fram á Akureyri, Flúðum og í Neskaupstað. Innlent 7.8.2023 12:20
Leita á „vafasömum aðilum“ áður en þeim er hleypt í dalinn Sérstakt átak lögreglunnar í Vestmannaeyjum til að bregðast við auknum hnífaburði virðist hafa skilað góðum árangri. Leitað er að fíkniefnum og vopnum á þeim aðilum sem lögreglu þykja grunsamlegir, áður en þeim er hleypt inn í Herjólfsdal. Innlent 6.8.2023 19:30
Gripinn með fjörutíu grömm af kókaíni í Eyjum Einn hefur verið handtekinn grunaður um umfangsmikla sölu fíkniefna á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Lögreglan lagði hald á fjörutíu grömm kókaíns, sem maðurinn hafði í fórum sínum. Innlent 6.8.2023 11:35
Tæp tvö ár fyrir að flytja inn rúm tvö kíló Kona hefur verið dæmd til 22 mánaða langrar fangelsisvistar fyrir að hafa staðið að innflutningi á tæplega 2,2 kílóum af nokkuð sterku kókaíni. Innlent 4.8.2023 13:33
Dramatísk fækkun ungs fólks á Íslandi sem fer í meðferð Ungt fólk hefur mun síður leitað í meðferð á Vogi síðustu þrjú ár og er um að ræða gríðarlega fækkun frá því á fyrri árum. Forstjóri og framkvæmdastjóri lækninga á Vogi segir að skoða þurfi betur hvers vegna svo sé en ljóst sé að þarna séu á ferðinni jákvæðar fréttir. Ungt fólk í neyslu sé hinsvegar gjarnan í alvarlegri neyslu. Innlent 2.8.2023 23:31
Gríðarleg eftirspurn eftir kókaíni Innflutningur á kókaíni hefur aukist og neysla þar með. Sex sitja í gæsluvarðhaldi vegna þriggja ólíkra mála. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir rannsókn í fullum gangi. Innlent 2.8.2023 12:00
Mælingar á íslensku skólpi sýni mikla neyslu sterkra fíkniefna Dósent í afbrotafræði segir neyslu fíkniefna vera farin að færast aftur í aukana hérlendis eftir heimsfaraldur. Lögregla hafi aldrei lagt hald á eins mikið af fíkniefnum og á síðasta ári og þá sýni mælingar á skólpi höfuðborgarbúa að neyslan sé mikil og sambærileg við fíkniefnaneyslu í erlendum stórborgum. Innlent 1.8.2023 20:15
160 kíló af hassi voru í skútunni Lagt var hald á tæplega 160 kíló af hassi í lögregluaðgerðum á Reykjanesi í skútumáli í lok júní. Þrír eru enn í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Innlent 1.8.2023 14:40
Sex í gæsluvarðhaldi í tengslum við kókaíninnflutning Á síðustu tveimur vikum hafa níu verið handteknir í tengslum við fjögur mál tengdum innflutningi á kókaíni. Sex sitja nú í gæsluvarðhaldi vegna málanna. Innlent 1.8.2023 14:39
Gripin með hálft kíló af kókaíni innvortis Erlend kona hefur verið dæmd í sjö mánaða fangelsi fyrir að hafa reynt að smygla hálfu kílói af kókaíni til landsins þann 18. júní síðastliðinn. Konan kom til landsins með flugi frá París í Frakklandi. Innlent 1.8.2023 13:40
Töluðu um gott innbrot eftir þjófnað á Rólex og Louis Vuitton Pólskir bræður hafa verið dæmdir til fangelsisvistar fyrir stórfelld fíkniefnabrot og þjófnað. Meðal rannsóknaraðferða lögreglu var uppsetning eftirlitsmyndavélar og notkun eftirfarar- og hlerunarbúnaðar á bifreið sakbornings. Innlent 20.7.2023 14:54
Tvö burðardýr fá þunga dóma Maður og kona af erlendum uppruna fengu í dag þunga dóma í Héraðsdómi Reykjaness. Fólkið hafði flutt inn kókaín en var hvorki eigandi þess né hafði skipulagt dreifinguna. Innlent 20.7.2023 14:38
Sagðist ekki vilja drepa hann áður en hún seldi honum banvænan skammt Leandro DeNiro Rodriguez, barnabarn Robert DeNiro, lést af völdum ofskömmtunar eftir að hann tók fentanýlblandaðar morfínpillur. Sú sem seldi honum töflurnar sagði fyrir söluna að hún vildi ekki drepa hann. Erlent 16.7.2023 16:21
Mikil fækkun fíknifanga í íslenskum fangelsum Aðeins 26,7 prósent fanga sátu inni fyrir fíkniefnabrot á síðasta ári. Ári áður var hlutfallið 37,4 prósent og um 60 prósent um aldamótin. Innlent 13.7.2023 07:46
Sveddi tönn ákærður í Brasilíu Sverrir Þór Gunnarsson, betur þekktur sem Sveddi tönn, hefur verið ákærður af ríkissaksóknara í Brasilíu fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot og skipulagða glæpastarfsemi. Þann 3. júlí síðastliðinn var fyrirtaka í málinu hjá dómstól í Rio de Janeiro þar sem sönnunargögn voru lögð fram. Innlent 11.7.2023 12:20
Frakki í fangelsi í fjórtán mánuði fyrir fíkniefnasmygl Franskur karlmaður var í síðustu viku dæmdur til fjórtán mánaða fangelsisvistar fyrir stórfellt fíkniefnabrot. Hann hafði rúmlega kíló af sterku metamfetamíni meðferðis til landsins frá París. Innlent 10.7.2023 14:05
Tekinn með fimm hundruð töflur af Oxycontin innan klæða Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann í níu mánaða fangelsi fyrir að hafa smyglað fimm hundruð töflur af Oxycontin, 80 milligramma, til landsins með flugi í apríl síðastliðinn. Innlent 10.7.2023 07:40
Hvíta húsið rýmt vegna efnis sem reyndist kókaín Hvíta húsið var rýmt um tíma í gærkvöldi eftir að hvítt duft fannst við reglubundið eftirlit. Greining leiddi í ljós að um var að ræða kókaín og er málið nú í rannsókn. Erlent 5.7.2023 06:54
Tekinn með 7,5 kíló af maríjúana í töskunni Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann í sex mánaða fangelsi fyrir að smygla 7,5 kílóum af maríjúana til landsins. Innlent 3.7.2023 08:53
Langt síðan lögreglan hefur lagt hald á viðlíka magn af hassi Lögreglan hefur staðfest að fíkniefnin sem lagt var hald á í skútu undan Suðurnesjum á laugardag voru hass. Grímur Grímsson segir langt síðan lögreglan hefur lagt hald á slíkt magn af hassi. Innlent 27.6.2023 14:52
Enn eitt skútumálið komið upp hér á landi Enn eitt skútumálið er komið upp hér á landi eftir að umfangsmiklar aðgerðir lögreglu með aðstoð fjölmargra aðila leiddi til handtöku þriggja karlmanna snemma morguns laugardag vegna smygls á miklu magni fíkniefna. Ráðist var til aðgerða undan vestarlega við suðurströnd Íslands. Innlent 26.6.2023 15:49