Málefni fatlaðs fólks

Fréttamynd

Mikil­vægi öryggis, tengsla og til­finninga - opið bréf til ráð­herra

Á síðustu áratugum hafa ótal rannsóknir sýnt fram á mikilvægi öryggis, náinna tengsla og tilfinninga fyrir velferð og þroska, ekki bara einstaklinga heldur samfélaga og þar með heimssamfélagsins alls. Samfélag sem ekki ræktar og nærir tilfinningatengsl þegna sinna er „í vondum málum“ .. svo ég sleppi öllum fræðilegum útskýringum.

Skoðun
Fréttamynd

Of­beldi gegn fötluðum stúlkum og konum

Ofbeldi gegn fötluðum stúlkum og konum er mikið vandamál sem tengist bæði jaðarsetningu á grundvelli kyns og fötlunar. Fyrirliggjandi rannsóknir og reynslan sýna svo ekki verður um villst að fatlaðar konur eru í mun meiri hættu en ófatlaðar á því að verða fyrir hvers kyns ofbeldi.

Skoðun
Fréttamynd

Bætum stöðu fatlaðs fólk

Staða fatlaðs fólks í samfélaginu hefur sem betur fer breyst til hins betra undanfarin ár og áratugi. Samt sem áður stendur fatlað fólk enn ekki á jafnfætis ófötluðum á mörgum sviðum. Er þar nóg að nefna aðgengi að samfélaginu, þ.m.t. að námi og atvinnu.

Skoðun
Fréttamynd

Laus úr vistar­böndum

Hvílíkur léttir og sigurtilfinning! Ég hef notið mikils frelsis frá því ég flutti í nýju íbúðina mína í apríl 2023. Í dag vel ég sjálf hvað ég fæ að borða og þarf ekki að sætta mig við ofeldaðan mat úr hitakössum sem oft á tíðum var ansi ólystugur. Ég fer í sturtu þegar ég vil, þvæ hárið oftar en einu sinni í viku, býð vinum og vandamönnum í matarboð og get umgengist dóttur mína og barnabörn mun oftar.

Skoðun
Fréttamynd

Tákn­mál í sveitar­fé­lögin

Nú á þessum dögum almanaksárinu eru mörg sveitarfélög að vinna við að uppfæra og betrumbæta í stefnumálum sínum varðandi allt sem sveitarfélögum viðkemur og þeim er skylt að vinna að þ.e. lögbundin verkefni sveitarfélaga.

Skoðun
Fréttamynd

Vill láta breyta nafni hluta Há­túns

Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, vill að nafni hluta götunnar Hátúns í Reykjavík verði breytt og hann nefndur í höfuðið á einum af stofnenda Öryrkjabandalagsins. Vill borgarfulltrúinn að norður-suður hluti götunnar verði þannig nefndur Ólafartún í höfuðið á Ólöfu Ríkarðsdóttur.

Innlent
Fréttamynd

Fatlaður maður þurfti að skríða út úr flug­vélinni

Maður sem notar hjólastól þurfti að toga sig áfram á höndunum út úr flugvél Air Canada þar sem flugfélagið útvegaði honum ekki hjólastól. Hann var á leið til Las Vegas ásamt konu sinni til að fagna brúðkaupsafmæli. Hjónin héldu að flugþjónar væru að grínast.

Erlent
Fréttamynd

Ætla ekki að fagna of snemma í þetta skiptið

„Ég á frábæra foreldra. Þau hafa staðið sig eins og algjörar hetjur í þessum kringumstæðum og í umönnun hennar. En að annast fullorðinn einstakling með fjölþætt vandamál í langan tíma tekur sinn toll af öllum. Með hverju árinu verður þetta verkefni þyngra og flóknara,“ segir Sara Bryndís Emilsdóttir.

Innlent
Fréttamynd

Áskorun til kvenna og kvára í valdastöðum!

Barátta fatlaðra kvenna og kvára fyrir réttindum og afkomuöryggi er barátta fyrir jafnrétti og jafnræði. Jafnrétti þarf að vera milli kynja en líka milli hópa, til dæmis jaðarsettra hópa kvenna og kvára og hópa sem njóta forréttinda og standa betur. Sömu réttindi sama hver konan/kvár er. Sömu réttindi milli karla og svo kvenna og kvára, hvort sem viðkomandi eru fötluð af erlendu bergi brotin eður ei.

Skoðun
Fréttamynd

Í til­efni af vitundar­vakningu

Október er alþjóðlegur mánuður vitundarvakningar Downs heilkennis. Árangur vitundarvakningar og réttindabaráttu í tengslum við Downs heilkennið og réttindarbaráttu hagsmunasamtaka fatlaðs fólks er okkur öllum mikilvæg. Árangur þeirrar baráttu skilar okkur betra samfélagi, samfélagi inngildingar.

Skoðun
Fréttamynd

Hindranir heyrnar­lausra

Ég er 57 ára heyrnarlaus kona. Fyrsta mál mitt er táknmál. Ég er notandi táknmálstúlks og þeir hafa gert lífið mitt auðveldara í samskiptum mínum við lækna, hjúkurnarfólk og aðra umönnunaraðila sem ég þarf.

Skoðun
Fréttamynd

Inn­gilding fatlaðs fólks á vinnu­markað

Undanfarin ár höfum við hjá ÖBÍ lyft grettistaki, sýnt hve öflug við erum og hvað við getum. Inngilding fatlaðs fólks á vinnumarkað er lykilatriði – með atvinnulífi og verkalýðshreyfingunni vinnum við gegn fordómum og með aukinni þátttöku fatlaðs fólks í samfélaginu. Í okkur felast tækifæri og ávinningur.

Skoðun
Fréttamynd

Lífi fatlaðs fólks slegið á frest

Þegar NPA var lögfest fyrir fimm árum, árið 2018, ríkti almenn gleði meðal fatlaðs fólks. Réttur fatlaðs fólks til sjálfstæðs lífs til jafns við aðra var nú bundinn í lög og áætlanir uppi um að fjölga NPA samningum um hátt í 100 samninga til ársins 2022. Nú kæmist loksins skriður á málin!

Skoðun
Fréttamynd

Góð sam­vinna og sam­tal er upp­skrift árangurs

Undanfarin ár höfum við hjá ÖBÍ lyft grettistaki, sýnt hve öflug við erum og hvað við getum. Þar leika málefnahópar ÖBÍ stórt hlutverk með tengingu sinni í aðildarfélögin. Þeirri vinnu er mikilvægt að halda áfram sem og að virkja og valdefla unga fólkið okkar.

Skoðun
Fréttamynd

Mikil­vægi fé­lags­legs stuðnings fyrir ung­menni

Félagslegur stuðningur barna og unglinga er gífurlega mikilvægur í uppvexti barnanna okkar. Við munum það nú flest hvaða fólk það var í okkar nærsamfélagi og það hvernig það lét þér líða. Yfirleitt voru það vinir og skólafélagar en stundum félagsmiðstöðvastarfsmaðurinn, konan í mötuneytinu eða fólkið í sjoppunni.

Skoðun
Fréttamynd

Börn mega ekki falla á milli skips og bryggju

Ég heiti Alma Ýr Ingólfsdóttir, ég hef starfað í sjö ár sem lögfræðingur og sérfræðingur í málefnum og réttindum fatlaðs fólks á skrifstofu ÖBÍ. Ég býð mig fram til formanns ÖBÍ réttindasamtaka á aðalfundi samtakanna núna í október.

Skoðun
Fréttamynd

… hver er á bakvakt?

Bakvaktir í almennu velferðarsamfélagi eru hverjum einasta þegna þess lífsnauðsynlegar. Það eru bakvaktir á sjúkrahúsum, auk þess eru líka starfandi hjúkrunar -og læknalið sjúkrastofnunum á vöktum allan sólarhringinn.

Skoðun
Fréttamynd

Hugum að heyrn

Sagt er að menn hafir fimm skilningarvit eða skynfæri: Sjón, heyrn, lyktarskyn, snertiskyn og bragðskyn. Öll eru þau jafn mikilvæg. Þeir sem fæðast með heyrn reiða sig mikið á hana og vilja halda í hana sem lengst. Með snemmtækri íhlutun og forvörnum er hægt að kortleggja og bregðast við ef svo sé ekki raunin. Fólk á öllum aldri býr við skerta heyrn og með hækkandi aldri minnkar heyrnin, um eftirlaunaaldur má búast við tvöföldum fjölda heyrnarskertra einstaklinga. Einn af hverjum sex Íslendingum með skerta heyrn.

Skoðun
Fréttamynd

„Heyrnarskerðing ekki nógu merkileg fötlun“

…stóð í fyrirsögn fjölmiðils nokkurs fyrir skemmstu. Merkilegt að sjá svona sagt um fötlun manns. Hugsanir fara á flug, ef þetta er fullyrðing, hverjar eru þá forsendurnar að baki hennar. Hver ákvað að heyrnarskerðing væri ekki nógu merkileg fötlun?

Skoðun