Skoðun

Fréttamynd

Heimsóknarbann: Austurríska leiðin

Heimilisofbeldi er samfélagsmein, sem erfitt hefur reynst að uppræta. Kemur þar margt til. Hér er um kynbundið ofbeldi að ræða, sem á sér stað innan veggja heimilisins, sem ætti að vera griðastaður. Þó flestir séu sammála um að verkefnið sem við blasir sé að komast fyrir rætur ofbeldisins og uppræta það úr hegðunarmynstri þeirra sem beita því þá hefur miðað afar hægt. Þau félagslegu úrræði sem gætu tekist á við vandann hafa verið fá og þau úrræði sem lög hafa látið okkur í té hafa reynst haldlítil. Er þar átt við ákvæði um nálgunarbann, sem ekki hefur reynst það tæki í baráttunni sem vænst hafði verið.

Skoðun
Fréttamynd

Utanríkismál orðið innanríkismál

Var afdráttarlaus tilkynning Bandaríkjanna 15. mars sl. um brottför varnarliðsins atlaga að okkur? Nei – ekki finnst mér það enda hlaut að koma að þessu. Tilkynningin segir mér það eitt að nú eru tækifæri og sá tími kominn að við búum okkur undir það að axla ábyrgð á eigin vörnum og öryggi við nýjar aðstæður og á eigin forsendum í samstarfi við grannþjóðir.

Skoðun
Fréttamynd

Grænlenska sleðahundaheilkennið

Í vor bárust fréttir af því að félagsmálaráðherra hefði ákveðið að flytja þjónustu fæðingarorlofssjóðs til Norðurlands vestra og þar með fjölga opinberum þjónustustörfum á svæðinu. Nú hafa stöðugildin verið auglýst í Húnaþingi vestra og fyrir liggur að opinberum þjónustustörfum verður einnig komið upp á Skagaströnd.

Skoðun
Fréttamynd

Baráttan innan Samfylkingar

Það er skynsamlegt hjá Steinunni Valdísi Óskarsdóttur að tilkynna strax um framboð sitt. Aðeins liðu nokkrar klukkustundir frá því ákveðið var að viðhafa opið stuðningsmannaprófkjör í báðum Reykjavíkurkjördæmunum og þar til Steinunn Valdís sendi frá sér yfirlýsingu um að hún byði sig fram til forystusætis.

Skoðun
Fréttamynd

Vort líf, vort líf!

Það þykir mörgum í meira lagi spaugilegt að fylgjast með viðbrögðum stjórnarandstöðunnar þegar hún fjallar um nýja forystu Framsóknarflokksins. Formaður Samfylkingarinnar gefur sér það strax að hér sé ekki um neina breytingu að ræða. Enginn spyr hana um hver hafi verið breyting á Samfylkingunni frá því að hún velti Össuri Skarphéðinssyni, sem virtist verða að takast að líma þessa fjölskrúðugu fylkingu og afar ólíkra afla saman.

Skoðun
Fréttamynd

Við viljum engin ofurlaun á Íslandi

Mikil umræða hefur átt sér stað undanfarið um svokölluð ofurlaun. Frétt um, að forstjóri KB banka hefði 22 milljónir á mánuði hratt þessari umræðu af stað. Mönnum hefur lengi verið ljóst, að launamunur væri orðinn mjög mikill, einkum í fjármálageiranum. Áður hafa verið nefndar háar tölur, nokkrar milljónir á mánuði í laun. En 22 milljónir á mánuði var dropinn sem fyllti mælinn.

Skoðun
Fréttamynd

Aukið valfrelsi, aukin ábyrgð

Tillögur starfsnámsnefndar um breytta tilhögun framhaldsskólanáms fela í sér að skólarnir fá aukið frelsi til mótunar náms en jafnframt aukna ábyrgð. Samkvæmt tillögum nefndarinnar verður framhaldsskólum gert kleift að bjóða nám sem miðast við þarfir og lokamarkmið nemenda með hliðsjón af kröfum næsta skólastigs og/eða atvinnulífs.

Skoðun
Fréttamynd

Ótrúlegar rangfærslur íslenskra fréttastofa

Í umfjöllun síðasta sólarhrings um Milosevic, fyrrum forseta Serbíu, hef ég orðið vitni af ótrúlegum rangfærslum, lygum, skilningsleysi og barnalegum fullyrðingum úr íslenskum fréttastofum.

Skoðun
Fréttamynd

Kjarabót hverra á þingmaðurinn við?

Hæstvirtur alþingismaður Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar grein í Morgunblaðið sunnudaginn 5. mars s.l. sem hann nefnir Kærkomin kjarabót fyrir eldri borgara. Þar er hann að tala um niðurfellingu eignarskatts og telur það mikla kjarabót fyrir aldraða og nefnir sem dæmi að á síðasta ári greiddu 15.370 aldraðir eignarskatt, sem fellur niður í ár.

Skoðun
Fréttamynd

Er hægt að kaupa þitt atkvæði?

Erum við unga fólkið virkilega svona vitlaus? Virkar ekkert annað á okkur en áfengi og auglýsingaherferðir með fyndum myndum? Það er mjög auðvelt að hella ungling fullann og sannfæra hann svo um ágæti X flokksins.

Skoðun
Fréttamynd

(Enn) Önnur skipulagsmistök í Reykjavík?

Fáir myndu neita því að húsið, eða réttara sagt "blokkin", við Vesturgötu 52 til 54 í Reykjavík er áberandi lýti á gamla Vesturbænum og kemst í flokk með mestu skipulagsmistökum í borginni; er þó af ýmsu að taka.

Skoðun
Fréttamynd

Jógaleikskóli

Nýjasti leikskólinn í borginni var formlega opnaður í síðustu viku, Reynisholt í Grafarholti. Börnin sungu, viðurkenningar veittar, veitingar og ræður - allt eins og venjulega? Nei, því skólastjórinn lýsti metnaðarfullri skólastefnu sem er enn ein nýjungin í Reykja­vík og lýsir þeirri gróskumiklu flóru sem sjálfstæðir leik- og grunnskólar eru.

Skoðun
Fréttamynd

Hannes og andlega spektin

Hannes Gissurarson, sem hefur mátt þola að listinn yfir villur í bók sem hann skrifaði slagaði upp í að vera álíka langur og bókin sjálf, sakar mig um ónákvæmni í grein hér í Fréttablaðinu í gær. Hann hefur nefnilega fundið staðreyndavillur í Jónsbók, og það skýrir kannski margt að það fyrsta sem hann nefnir og rekur ofan í mig er alls ekki í bókinni.

Skoðun
Fréttamynd

Hvað segir Jesús núna?

Undanfarna daga hafa birst í blöðum greinargerðir eftir nokkra kraftmikla kirkjuleiðtoga sem hafa andmælt hjónavígslu samkynhneigðra para og hafa áhyggjur af afleiðingum þeirrar gjörðar. Á meðal presta og guðfræðinga Þjóðkirkjunnar eru einnig miklar og heitar umræður um þetta málefni, miklu meiri en birtast á opinberum vettvangi.

Skoðun
Fréttamynd

Hjónabandið er heilagt og biblían óskeikul

Heilagleiki hjónabands og heimilis er þannig hagnýtt hugtak og við vitum vel hvað það merkir. Þessi heilagleiki ræðst hvorki af líkamsbyggingu hjónanna sem á heimilinu búa né heldur af kirkjulegum athöfnum eins og hjónavígslu.

Skoðun
Fréttamynd

Frumvarp um RÚV sem ég vil sjá

Hvað er því til fyrirstöðu að stofnun sé breytt þannig að hún bregðist skjótt við samkeppni þó svo að hún sé ekki gerð að hlutafélagi?

Skoðun
Fréttamynd

Hvar liggur hundurinn grafinn?

Við vitum að störf sem unnin eru fyrst og fremst af körlum vega þyngra í samanburði en hefðbundin kvennastörf. Mælistikan er inngróin í sam­félagið, konur jafnt sem karla.

Skoðun
Fréttamynd

Lögheimili og menntun

Árborg er hinsvegar eitt af mjög fáum sveitarfélögum sem neita að taka þátt í mótframlagi til þeirra sem stunda nám annars staðar en í eigin sveitarfélagi. Flest öll sveitarfélög landsins eru hreinlega með gagnvirka samninga sín á milli um þessi mál en ekki Árborg.

Skoðun
Fréttamynd

Friðsældin framundan

Brátt verður búið að ryðja byggð úr vegi Reykjavíkur og rýma fyrir mislægum gatnamótum. Því er rétt, áður en við brunum öll endanlega austur nýju Hringbrautina, út á Leifsstöð og burt, að athuga hvaða mann landneminn hefur að geyma, ef svo má segja.

Skoðun
Fréttamynd

Reiður framkvæmdastjóri

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu (SVÞ), Sigurður Jónsson, virðist hafa verið æva­reiður þegar hann skrifaði grein í Fréttablaðið 9. nóvember.

Skoðun
Fréttamynd

Lige som den Bjorgolfur, altso!

Blekkingarleikur stjórnmála- og embættismanna í nafni hins svokallaða lýðræðis sem heita á ríkjandi á Norðurlöndunum er orðinn ákaflega leiðgjarn svo ekki sé meira sagt. Það heyrir orðið til fágætra undantekninga að valdhafar telji sig í þjónustu þjóðar og hlusti eftir því sem þar er að finna, hvort sem er í formi málefnalegrar gagnrýni eða faglegra ábendinga þeirra sem best þekkja til.

Skoðun
Fréttamynd

Fordæmum pyndingar Bush- stjórnarinnar

Við getum ekki látið það óátalið að hluti af hernaðaraðgerðum sem ríkisstjórnin styður felist í að kæfa handtekna menn með plastpoka og birta myndir af stirðnuðum búk þess handtekna með glottandi böðlunum.

Skoðun
Fréttamynd

Nýtt hátæknisjúkrahús

Fyrir skömmu síðan var Síminn seldur á markaði fyrir um 67 milljarða. Fjármagnið mun nýtast í fjölmörg mikilvæg samfélagsverkefni á næstu árum sem ella hefði ekki verið svigrúm til að ráðast í að sinni.

Skoðun