Landslið kvenna í fótbolta

Fréttamynd

„Skrýtin til­hugsun að maður komi frá svona litlum bæ“

Það hefur ekki verið eilífur dans á rósum en landsliðskonan Sædís Rún Heiðarsdóttir hefur verið að upplifa draum sinn á þessu ári, sem atvinnumaður í fótbolta, og hún afrekaði um helgina að verða Noregsmeistari með liði sínu Vålerenga í fyrstu tilraun. Nú er hún mætt til Bandaríkjanna til að spila við Ólympíumeistarana.

Fótbolti
Fréttamynd

Tvær breytingar á Bandaríkjahópnum

Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, hefur neyðst til að gera tvær breytingar á landsliðshópnum sem tekst á við Bandaríkin í tveimur æfingaleikjum síðar í mánuðinum.

Fótbolti
Fréttamynd

Gló­­dís kemst ekki á verð­­launa­há­­tíðina: „Mér finnst þetta bara fá­rán­legt“

Þor­steinn Hall­dórs­son, þjálfari ís­lenska kvenna­lands­liðsins í fót­bolta, segir það fá­rán­legt að stærsta verð­launa­há­tíð ársins í fót­bolta­heiminum, þar sem sjálfur gull­boltinn verður af­hentur bestu leik­mönnum heims í karla- og kvenna­flokki, skuli vera haldin í miðjum lands­leikja­glugga kvenna­lands­liða. Gló­dís Perla Viggós­dóttir er fyrsti Ís­lendingurinn sem er til­nefnd til verð­launanna en hún mun ekki geta mætt á há­tíðina þar sem að hún verður stödd í lands­liðs­verk­efni.

Fótbolti
Fréttamynd

Þor­­steinn kynnti Banda­ríkjafarana

Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mætir Ólympíumeisturum Bandaríkjanna í vináttulandsleikjum ytra síðar í þessum mánuði. Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari kynnti val sitt á landsliðshópnum og svaraði spurningum fjölmiðla á blaðamannafundi í dag.

Fótbolti
Fréttamynd

Þórður tekur við starfi Margrétar

Margrét Magnúsdóttir, sem stýrði U19-landsliði kvenna í lokakeppni EM í fyrrasumar, er hætt þjálfun liðsins og mun nú taka að sér önnur störf hjá Knattspyrnusambandi Íslands.

Fótbolti
Fréttamynd

„Margt fólk að tjá sig sem veit ekkert“

Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðsfyrirliði og leikmaður Bayern Munchen í Þýskalandi, naut þess sérstaklega vel að vinna þýska landsliðið á dögunum. Hún fagnar skoðanaskiptum um landsliðið, þó þau eigi til að vera misgáfuleg.

Fótbolti
Fréttamynd

Sótti inn­blástur til sonarins

Einbeitingarskortur Þjóðverja í aðdraganda leiks liðsins gegn Íslandi gaf stelpunum okkar byr undir báða vængi samkvæmt landsliðsþjálfurunum. Sigurmark sonar landsliðsþjálfarans verkaði sem innblástur.

Fótbolti
Fréttamynd

„Þessar stelpur eru stríðs­menn“

Stelpurnar okkar fögnuðu einum stærsta sigri sem unnist hefur hjá íslensku fótboltaliði er þær lögðu Þýskaland 3-0 í gær. Fyrrum landsliðskona segist springa úr stolti yfir þeim miklu fyrirmyndum sem finna má í íslenska liðinu.

Fótbolti