Mál Davíðs Viðarssonar (Quang Le)

Fréttamynd

Davíð Viðars­son heitir nú aftur Quang Le

Quang Le eða Davíð Viðarsson hefur nú breytt nafni sínu enn á ný, nú frá því að heita Davíð Viðarsson yfir í það að heita aftur Quang Le eða Quang Ngoc Le fullu nafni. Það sést í þjóðskrá og í fyrirtækjaskrá þegar fyrirtæki í hans eigu eru leituð uppi.

Innlent
Fréttamynd

Segja um­mæli Quang Le til­hæfu­laus og ó­sönn

Alþýðusamband Íslands sakar athafnamanninn Quang Le um rógburð í viðtali á Mbl.is þar sem hann vegi að einstökum starfsmönnum. Ummælin séu að öllu leyti tilhæfulaus og ósönn. Lögregla segir að viðamikilli rannsókn á málinu miða vel.

Innlent
Fréttamynd

Á von á nokkrum til­boðum í næstu viku

Einar Hugi Bjarnason, skiptastjóri þrotabús WOKON ehf., segir fjölmarga hafa sýnt rekstrinum áhuga og lýst yfir vilja til að kaupa annað hvort alla staðina eða einstaka staðsetningar. Hann á von á nokkrum tilboðum í næstu viku, og stefnir að því að taka afstöðu til þeirra fyrir lok vikunnar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Borgaði klink fyrir Kastalann og ekki krónu fyrir Wok On

Veitinga- og athafnamaðurinn Quang Lé virðist hafa eignast krúnudjásnin í viðskiptaveldi sínu fyrir lánsfé og loforð sem lítil innistaða var fyrir. Þannig eignaðist hann Herkastalann fyrir aðeins sextíu milljóna króna útborgun og Wok On fyrir loforð um greiðslu síðar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Wok on-veldið falt

WOKON ehf., sem hélt utan um veitingastaðakeðjuna Wok On, er til sölu. Félagið er í eigu veitingamannsins Quang Le og var úrskurðað gjaldþrota á dögunum. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sak­borningum í máli Quang Le fjölgar

Sakborningar í máli veitingamannsins Quangs Lé eru nú orðnir tólf talsins. Þrír fengu stöðu sakbornings í málinu eftir húsleit lögreglu á tveimur stöðum á höfuðborgarsvæðinu í byrjun maímánaðar.

Innlent
Fréttamynd

Wok On gjald­þrota

WOKON ehf., sem hélt utan um veitingastaðakeðjuna Wok On, hefur verið úrskurðað gjaldþrota. Félagið er að fullu í eigu veitingamannsins Quang Lé, sem grunaður er um mansal og fleiri refsiverð brot. Annað félag í hans eigu, EA17 ehf., hefur sömuleiðis verið tekið til gjaldþrotaskipta.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Opnar sjálfur stað þar sem rekstur Quang Le gekk best

Maður sem áður starfaði fyrir alræmda veitingamanninn Quang Le hefur opnað nýjan veitingastað í húsnæði sem áður hýsti veitingastað í eigu Le. Hann bauð fyrrverandi starfsfólki Le sem ekki hafði fengið vinnu eftir að stöðum hans var lokað, starf hjá veitingastaðnum. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Heilsaði upp á meint fórnar­lömb sín

Síðan veitingamaðurinn Quang Le var látinn laus úr gæsluvarðhaldi hefur hann heimsótt fyrrverandi starfsfólk sitt og meint mansalsfórnarlömb á nýja vinnustaði þeirra. Sérfræðingur í mansalsmálum segir um dæmigerða vendingu í mansalsmálum að ræða.

Innlent
Fréttamynd

Quang Lé laus úr gæslu­varð­haldi en í far­banni

Quang Lé og tveir aðrir sem grunaðir eru um mansal og fleiri glæpi eru laus úr gæsluvarðhaldi. Um er að ræða tvo karla og eina konu. Þau hafa verið úrskurðuð í tólf vikna farbann. Þau hafa öll verið í gæsluvarðhaldi frá því í mars. Rannsókn miðar vel að sögn lögreglu. 

Innlent
Fréttamynd

Telja að Qu­ang gæti spillt rann­sókninni gangi hann laus

Quang Lé og tveir sem grunaðir eru um mansal munu þurfa að sæta gæsluvarðhaldi lengur en lög kveða almennt á um. Lögreglufulltrúi segir að umfang málsins kalli á lengra varðhald svo rannsóknarhagsmunum verði ekki spillt áður en ákæra er gefin út.

Innlent
Fréttamynd

Quang Le hakkaður á Facebook

Óþekktur aðili hefur komist yfir Facebook-aðgang veitingamannsins Quang Le, sem breytti nafni sínu í Davíð Viðarsson í fyrra. Viðkomandi hefur tekið sig til og birt skjáskot af ýmsum upplýsingum um veitingamanninn á Facebook-síðu hans.

Innlent
Fréttamynd

Nældi í eigin­konu Davíðs, barnaði tvisvar og tók upp nafnið hans

Ýmsir ráku upp stór augu þegar veitingamaðurinn umsvifamikli Quang Le fór að nota nafnið Davíð Viðarsson á síðasta ári. Enginn þó jafnhissa og miður sín og annar Davíð Viðarsson. Íslenskur karlmaður sem hefur verið skráður faðir tveggja barna Quang Le í hálfan annan áratug gegn vilja sínum. Hann segist brenndur af samskiptum sínum við Quang Le sem hófust fyrir tveimur áratugum.

Innlent
Fréttamynd

Vilja Davíð, eigin­konu og bróður í tveggja vikna varð­hald

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ætlar í dag að fara fram á að þrír sakborningar í mansalsmáli tengdu veitingastöðunum Pho Vietnam og þrifafyrirtækinu Vy-þrif verði úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna. Þau hafa þegar setið inni í fimm vikur.

Innlent
Fréttamynd

Gæslu­varð­hald fram­lengt um tvær vikur

Gæsluvarðhald yfir þremur sakborningum í mansalsmáli tengdu veitingastöðum Pho Vietnam hefur verið framlengt um tvær vikur. Aðstoðaryfirlögrelguþjónn segir rannsókn miða vel en umfang gagna sé mikið og því hægur gangur. 

Innlent