Hvalveiðar

Fréttamynd

Sendiráð Íslands taka þátt í kynningu á ákvörðun um hvalveiðar

Kynningarefni á ensku hefur verið útbúið vegna þeirrar ákvörðunar íslenskra stjórnvalda að hefja hvalveiðar í atvinnuskyni á ný. Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra tilkynnti um hana á þingi í dag. Fram kemur í tilkynningu frá sjávarútvegsráðuneytinu að sendiráð Íslands erlendis muni taka fullan þátt í að kynna sjónarmið Íslands erlendis og svara fyrirspurnum sem kunna að koma í kjölfar ákvörðunar sjávarútvegsráðherra.

Innlent
Fréttamynd

Hvalveiðar í atvinnuskyni hefjast á ný

Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra tilkynnti á Alþingi í dag að atvinnuveiðar á hval yrðu hafnar á ný og að leyfðar yrðu veiðar á 9 langreyðum og 30 hrefnum til viðbótar við þær 39 hrefnur sem veiddar verða í vísindaskyni á yfirstandandi fiskveiðiári. Veiðarnar hefjast á miðnætti. Kom þetta fram í utandagskárumræðu sem efnt var til að frumkvæði Magnúsar Þórs Hafsteinssonar um framtíð hvalveiða við Ísland.

Innlent
Fréttamynd

Vona að ekki verði af hvalveiðum

Breska sendiráðið hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fregna af hugsanlegum hvalveiðum Íslendinga í atvinnuskyni þar sem bent er á að margir Bretar muni eiga í vandræðum með að skilja nauðsyn þess að hefja slíkar veiðar. Í tilkynningunni segir að á þettta vilji bresk yfirvöld benda í mestu vinsemd og vona að af veiðunum verði ekki.

Innlent