Leikhús

Fréttamynd

Skelli­hló með kærastanum á rauðu ljósi

Stórleikkonan Aníta Briem hló sig máttlausa á einleik Kristínar Þóru Haraldsdóttur í Þjóðleikhúskjallaranum. Inga Lind skellti sér til Barcelona og Ólafur Ragnar sneri aftur frá Osló.

Lífið
Fréttamynd

Siggi Þór og Sonja orðin for­eldrar

Leikarinn Sigurður Þór Óskarsson, eða Siggi Þór eins og hann er kallaður, og unnusta hans Sonja Jónsdóttir vefhönnuður eignuðust dreng 14. nóvember síðastliðinn.

Lífið
Fréttamynd

„Fólk hefur þurft að öskra ansi hátt ansi lengi“

„Ég held að leikhús geti breytt fólki,“ segir leikkonan Ebba Katrín Finnsdóttir. Hún fer með aðalhlutverk í einleiknum Orð gegn orði og hefur hlotið mikið lof gagnrýnenda fyrir. Blaðamaður hitti Ebbu Katrínu og fékk að heyra frá hennar vegferð.

Lífið
Fréttamynd

Myndaveisla: Gerður í Blush og Sigurður Ingi skáluðu fyrir Teprunum

Sérstök hátíðarsýning á Teprunum fór fram í Borgarleikhúsinu liðna helgi. Fjöldi þjóðþekktra einstaklinga létu sig ekki vanta og skáluðu í fallegan fordrykk fyrir sýninguna. Meðal gesta voru Gerður Huld Arinbjarnardóttir, Sigurður Ingi Jóhannsson, Elísabet Gunnarsdóttir, Kolbrún Anna Vignisdóttir og Birna Rún Eiríksdóttir, svo fáir einir séu nefndir.

Lífið
Fréttamynd

„Ég ætla að verða at­vinnu­laus“

Halldóra Geirharðsdóttir leikkona, eða Dóra Wonder eins og margir þekkja hana, segist mikil áhugamanneskja um stjörnuspeki þar sem hún hefur gagnast henni í daglegu lífi. Hún sagði nýverið samningi sínum upp hjá Borgarleikhúsinu eftir tæplega þrjá áratugi. 

Lífið
Fréttamynd

Stjörnum prýdd frum­sýning Fíusólar

Söngleikurinn Fíasól gefst aldrei upp var frumsýndur á stóra sviði Borgarleikhússins liðna helgi. Fíasól er löngu orðin sígild í íslenskri bókmenntasögu og á sér aðdáendur á öllum aldri. Fjöldi þjóðþekktra einstaklinga létu sig ekki vanta á sýninguna. Þar má nefna Ragnhildi Steinunni Jónsdóttur, Elizu Reid, Berg Ebba Benediktsson og Unni Ösp Stefánsdóttur, svo fáir einir séu nefndir.

Lífið
Fréttamynd

„Fólk er bara sjúkt í stress!“

Leikkonan Kristín Þóra Haraldsdóttir ætlar að ræða stress og allt sem því fylgir í gamanleiksýningu í Þjóðleikhúsinu. Hún ætlaði bara að halda eina sýningu en hefur orðið að fjölga sýningum, svo mikil er eftirspurn eftir miðum.

Lífið
Fréttamynd

Upp­lifði mar­tröð leikarans

Dansarinn og leikstjórinn Unnur Elísabet Gunnarsdóttir upplifði martröð leikarans um helgina sem leið þegar hún þurfti að stíga á svið í aðalhlutverk söngleiksins Deleríum Búbónis.

Lífið
Fréttamynd

„Ég gat ekki hætt að gráta af gleði“

„Það er eins og við séum alvöru fjölskylda því við erum búin að vera svo mikið saman,“ segir Hildur Kristín Kristjánsdóttir, ellefu ára leikkona. Hún ásamt hinni tíu ára gömlu Viktoríu Dalitso Þráinsdóttur, skipta með sér titilhlutverki sýningarinnar Fíasól gefst aldrei upp, sem frumsýnt verður í byrjun desember.

Lífið
Fréttamynd

Fullur salur af lög­­mönnum á hár­beittum ein­­leik

„Ég trúi því að sýningin efli samkennd sem er að mínu mati aðalhlutverk og tilgangur leikhússins – að tengja okkur við það manneskjulega í okkur sjálfum frekar en að lúffa mennskunni í hörku heimsins. Það er svo ógeðslegt ofbeldi í gangi í heiminum núna og því allra nauðsynlegasta sem við getum gert er að hlúa að náungakærleiknum,“ segir Þóra Karítas Árnadóttir leikstjóri og leikkona. 

Lífið
Fréttamynd

Með hreina sam­visku gagn­vart Kvöld­stund með Heiðari snyrti

Talskona Stígamóta segir út í hött af Borgarleikhússtjóra að halda því fram að leikverkið Kvöldstund með Heiðari snyrti fjalli ekki um „manneskjuna Heiðar“. Höfundur verksins á fund með Stígamótum í næstu viku til að ræða neikvæð áhrif þess á brotaþola. Hann segist með hreina samvisku varðandi verkið en þykir miður að særa brotaþola.

Innlent
Fréttamynd

„Nenni ekki að dvelja í dramakasti”

Leikkonuna Katrínu Halldóru Sigurðardóttur þarf varla að kynna. Hún sló eftirminnilega í gegn í hlutverki söngkonunnar Ellýjar í samnefndri sýningu sem sýnd var 220 sinnum í Borgarleikhúsinu. 

Lífið
Fréttamynd

„Við erum í grunninn við­­kvæm lítil blóm“

Átta ár eru síðan leikkonan Vala Kristín Eiríksdóttir fékk fastráðningu við Borgarleikhúsið. Í byrjun næsta árs mun hún breyta til og söðla um í Þjóðleikhúsinu. Hún segist vera spennt að verða nýja stelpan í bekknum. 

Lífið
Fréttamynd

Litla hryllingsbúðin slær í gegn í Hveragerði

Það gengur mikið á í Hveragerði þessa dagana því þar er leikfélag bæjarins að sýna Litlu Hryllingsbúðina við mikinn fögnuð leikhúsgesta. Bræður og systur spila stór hlutverk í sýningunni svo ekki sé minnst á Guggurnar eins og þær kalla sig, sem fara á kostum.

Lífið
Fréttamynd

Leitin hafin að yngri Önnu og Elsu

Söngleikurinn Frost byggður á Disney-myndinni Frozen verður frumsýndur á stóra sviði Þjóðleikhússins 1. mars. Leikkonurnar Vala Kristín Eiríksdóttir og Hildur Vala Baldursdóttir fara með hlutverk systranna Önnu og Elsu.

Lífið
Fréttamynd

Tvö­föld og ó­vænt af­mælis­gleði hjá Magnúsi Geir

Leikhúsvinir og vandamenn Magnúsar Geirs Þórðarsonar Þjóðleikhússtjóra komu honum á óvart með óvæntri afmælisveislu í Þjóðleikhúskjallaranum á laugardagskvöldið. Magnús Geir er floginn til Amsterdam til að fagna tímamótum frekar með sínum nánustu vinum.

Lífið
Fréttamynd

Mikið um dýrðir á 200. sýningunni á Níu lífum

Sérstök hátíðahöld voru í Borgarleikhúsinu síðastliðinn sunnudag en þá var 200. sýningin á Níu lífum. Af því tilefni var forsalurinn skreyttur og öllum gestum boðið upp á fordrykk auk þess sem Una Torfadóttir tók Bubbalög og lék á píanó fyrir sýninguna.

Lífið