Fjölmiðlalög

Fréttamynd

Stjórnin sökuð um svik og pretti

Stjórnarandstaðan segir stefna í stórstyrjöld á vettvangi stjórnmálanna með nýju frumvarpi stjórnarinnar um fjölmiðla. Hafa eigi þjóðaratkvæðagreiðsluna af þjóðinni með svikum. Uppnám varð á Alþingi þegar Halldór Blöndal frestaði sumarþinginu til miðvikudags þrátt fyrir að stjórnarandstaðan vildi ræða fundarstjórn forseta.

Innlent
Fréttamynd

Brella eða ekki brella

Björn Bjarnason dómsmálaráðherra kallaði það brellu fyrir mánuði að afturkalla fjölmiðlalögin og sagði að sú skylda hvíldi á ríkisstjórninni að efna til þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Forystumenn Framsóknarflokksins aftóku einnig fyrir helgi að hætt yrði við atkvæðagreiðsluna.

Innlent
Fréttamynd

Kann að leiða til þráteflis

Sigurður Líndal, lagaprófessor, sem varð fyrstur manna til að stinga upp á því að taka fjölmiðlalögin aftur, óttast að eins og að því er staðið, kunni það að leiða til þráteflis á milli forseta og Alþingis.

Innlent
Fréttamynd

Stenst enn ekki stjórnarskrá

Þrátt fyrir nýjustu breytingar telja lögfræðingarnir Sigurður Líndal og Jakob Möller enn verulega hættu á að fjölmiðlalögin stangist á við stjórnarskrána.Það var raunar Sigurður Líndal sem varpaði fyrstur fram þeirri hugmynd að ríkisstjórnin afturkallaði fjölmiðlalögin og kæmi þannig í veg fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu.

Innlent
Fréttamynd

Klókur leikur

"Ég myndi halda að þetta væri klókur leikur," segir Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði um ákvörðun ríkisstjórnarinnar að afturkalla fjölmiðlalögin. 

Innlent
Fréttamynd

Þrjár breytingar í frumvarpinu

Ný fjölmiðlalög verða lög fyrir Alþingi í dag. Ríkisstjórnin samþykkti í gær að afturkalla lögin sem samþykkt voru 24. maí og forsetinn hafði skotið til þjóðarinnar. Þetta útspil ríkisstjórnarinnar þýðir að engin þjóðaratkvæðagreiðsla verður um málið.

Innlent
Fréttamynd

Vill ná sáttum

Össur Skarphéðinsson, segir að enn sé hægt að ná sáttum um fjölmiðlafrumvarpið, þótt framkoma ríkisstjórnarinnar í málinu sé með eindæmum. Össur hefur verið í fremstu víglínu þeirra sem berjast gegn fjölmiðlafrumvarpi ríkisstjórnarinnar og hann er ekki hrifinn af þessum nýjasta gjörningi ríkisstjórnarinna.

Innlent
Fréttamynd

Sýndarbreytingar

Skarphéðinn Berg Steinarsson, stjórnarformaður Norðurljósa, segir að breytingarnar á fjölmiðlalögum sem kynntar voru af ríkisstjórninni í gær breyti engu. Hann segir að Norðurljós muni halda áfram að undirbúa málshöfðun vegna laganna.

Innlent
Fréttamynd

Uppgjöf stjórnarflokkanna

"Uppgjöf stjórnarflokkanna og valdafíkn réði niðurstöðu þeirrar krísu sem varð milli stjórnarflokkanna nú um helgina. Ríkisstjórnin hékk á bláþræði, en límið í ráðherrastólunum réð úrslitum," segir Jóhanna Sigurðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar meðal annars í nýjasta pistli sínum.

Innlent
Fréttamynd

Uppgjöf og endir við hæfi

"Þetta er uppgjöf ríkisstjórnarinnar í þessu máli og endir við hæfi," sagði Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs.

Innlent
Fréttamynd

Furðuleg ósvífni

Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, segir að ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að afturkalla fjölmiðlalögin sé sigur fyrir andstæðinga laganna og staðfesti undanhald ríkisstjórnarinnar í málinu en telur breytingarnar sem lagðar eru til ekki vera veigamiklar.

Innlent
Fréttamynd

Spádómur frá 1969 að rætast?

„Í fyrsta lagi eigum við við harðsnúinn mótstöðumann að etja sem er forseti landsins, en hann mun ekki hika við að beita neitunarvaldi sínu gegn framlengingu samningsins. Verður þá gengið til þjóðaratkvæðagreiðslu, og tel ég vafasamt að hún verði okkur í vil.

Innlent
Fréttamynd

Fjölmiðlalögin afturkölluð

Ákveðið hefur verið að afturkalla fjölmiðlalögin svokölluðu sem afgreidd voru frá Alþingi í vor. Nýtt frumvarp um eignarhald á fjölmiðlum verður lagt fram á sumarþinginu sem hefst á morgun. 

Innlent
Fréttamynd

Sátt um frumvarpið

Ríkisstjórnarfundi lauk nú rétt fyrir klukkan 19. Að sögn formanna stjórnarflokkanna, Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar, er sátt um frumvarpið í ríkisstjórninni.

Innlent