Femínistinn Theresa May: Reynslubolti sem rekur harða innflytjendastefnu Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 12. júlí 2016 13:45 Theresa May í dag, 12. júlí, á leið á síðasta fund sinn sem innanríkisráðherra í ríkisstjórn Davids Cameron. Takið eftir hlébarðaskónum en May er þekkt fyrir tískuvit sitt og áhuga. Vísir/EPA Theresa May er næsti forsætisráðherra Bretlands en í gær var staðfest að hún yrði leiðtogi Íhaldsflokksins sem hefur öruggan meirihluta á breska þinginu. David Cameron segir af sér á miðvikudag og tekur May við stjórnartaumunum um leið.Hver er þessi kona sem verður aðeins önnur konan til þess að gegna embætti forsætisráðherra landsins á eftir Margaret Thatcher?Theresa og Philip í gala-veislu sumarið 2013. Verðandi forsætisráðherrann hefur sagt hjónabandið afar farsælt þrátt fyrir að erfitt hafi verið að horfast í augu við að þau gætu ekki átt börn.Vísir/GettyMay er fædd árið 1956 í Bretlandi. Hún er einbirni og með gráðu í landafræði frá Oxford háskóla. Í háskólanámi kynntist hún eiginmanni sínum Philip May en samkvæmt breskum miðlum kynnti Benazir Bhutto, fyrrum forsætisráðherra Pakistan, parið á dansleik. May hefur talað af einlægni um barnsleysi þeirra hjóna en þau gátu ekki eignast börn. Theresa May var fyrst kjörin á þing árið 1997, hún var formaður Íhaldsflokksins á árunum 2002 til 2003 og hefur verið innanríkisráðherra síðan 2010, bæði í fyrri ríkisstjórn Davids Cameron og þeirri síðari. Þá var hún ráðherra kven- og jafnréttismála á árunum 2010 til 2012. Formaður Íhaldsflokksins sinnir innra starfi flokksins en leiðtogi sinnir pólitísku starfi fyrir flokkinn út á við. Á næstu dögum verður May að ákveða hverjum hún raðar í kringum sig og hvernig hún hyggst skipa ríkisstjórn sína. Hún hefur hafnað því að boða til þingkosninga að nýju og vísar til sterks umboðs Íhaldsflokksins úr síðustu kosningum.En hver er afstaða May til hinna ýmsu samfélagsmála?May studdi ekki Brexit en hún telst þrátt fyrir það ekki til hóps beinna Evrópusinna.Vísir/GettyBrexit og Evrópusamstarf Eins og kunnugt er sagði Cameron af sér eftir niðurstöður þjóðaratkvæðisgreiðslu um veru Breta í Evrópusambandinu en Cameron var ötull stuðningsmaður þess að Bretland segði sig ekki frá sambandinu. Niðurstaðan varð ekki sú og verður Bretland því fyrsta þjóðin sem segir sig úr ESB. „Brexit þýðir Brexit,“ sagði Theresa May sem sjálf var hlynnt því að Bretland yrði áfram hluti af Evrópusambandinu þrátt fyrir að hún geti seint talist mikill Evrópusinni. „Það verða engar tilraunir gerðar til þess að halda áfram að vera hluti af Evrópusambandinu, við verðum ekki aftur hluti af sambandinu í gegnum bakdyr og við blásum ekki til annarrar þjóðaratkvæðagreiðslu. Þjóðin kaus með því að yfirgefa Evrópusambandið og sem forsætisráðherra mun ég ganga úr skugga um að við yfirgefum sambandið,“ sagði May. Hún hefur sagst stefna að því að ná bestu mögulegu samningum fyrir Bretland við útgönguna en hún hyggst ekki virkja 50. grein sáttmálans, sem kveður á um útgöngu ríkis, fyrr en á næsta ári.Mikill fjöldi innflytjenda býr í Bretlandi og mikil óvissa er um réttindi þeirra nú eftir Brexit, bæði þeirra sem koma frá öðrum Evrópulöndum og frá löndum utan Evrópu.Vísir/GettyHún hefur mælt fyrir harðri innflytjendastefnu en hún segir að innviðir landsins verði að vera búnir undir að taka á móti innflytjendum. Hún er alfarið á því að Bretland eigi sjálft að stýra sínum innflytjendamálum og vill minnka fjölda innflytjenda. Ein af hennar umdeildustu gjörðum í embætti var regla sem gerir breskum borgara það óheimilt að flytja maka sinn eða börn til landsins nema hann afli meira en 2,8 milljóna á ári og skiptir þá engu hverjar tekur makans eru. Frjálst flæði af vörum og þjónustu er lykilatriði fyrir May sem mun leggja ríka áherslu á að ná sem bestum samningum hvað þann þátt fjórfrelsisins varðar. Stærsta verkefni May verður að sameina Íhaldsflokkinn og bresku þjóðina eftir Brexit þjóðaratkvæðagreiðsluna en það má með sanni segja að kosningabaráttan hafi skipt þjóðinni í tvær fylkingar.Velferðar- og mannréttindamál „Í fyrsta lagi þurfum við á sterkri leiðtogastjórn að halda til þess að leiðbeina okkur í gegnum þá erfiðu óvissutíma sem framundan eru í pólítíkinni og efnahagslífinu, það þarf, auðvitað, að komast að bestu niðurstöðunni fyrir Bretland þegar kemur að útgöngu úr Evrópusambandinu og að skapa nýtt hlutverk fyrir landið í heiminum. Í öðru lagi ætlum við að sameina þjóðina og í þriðja lagi þurfum við skýra, nýja, jákvæða framtíðarsýn fyrir landið, sýn fyrir landið sem tryggir að það sé ekki aðeins fyrir nokkra velvalda forréttindapésa heldur sýn sem virkar fyrir alla þjóðfélagsþegna.“ Þetta sagði May í gær þegar hún tók við hlutverki leiðtoga Íhaldsflokksins.Frá gleðigöngu samkynhneigðra í London.Vísir/GettyMay sagði áður í kosningabaráttunni að ríkisstjórnin yrði að fara fyrir félagslegum umbótum í ríkara mæli. „Því að núna er staðan sú að ef þú fæðist fátækur þá deyrðu að meðaltali níu árum fyrr en aðrir. Ef þú ert fæðist svartur færðu harkalegri meðferð dómskerfisins en ef þú hefðir fæðst hvítur.“ Þá hefur hún talað um launamun kynjanna og barist fyrir betri kjörum fyrir foreldra í fæðingarorlofi. Þrátt fyrir þetta hefur hún stutt niðurskurð til velferðarmála og hefur almennt kosið gegn því að ríkið verji fjármunum í að skapa störf fyrir ungt fólk sem hefur lengi verið atvinnulaust. Hún kaus upphaflega gegn því að afnema lög sem bönnuðu hjónabönd samkynhneigðra en árið 2013 hafa skoðanir hennar greinilega þróast því þá kaus hún með því að heimila hjónabönd samkynhneigðra og sagði: „Ef tveimur einstaklingum þykir vænt hvorum um annan, ef tveir einstaklingar eru ástfangnir, þá ættu þeir að geta gengið í hjónaband.“May fylgir í fótspor Thatcher sem hefur hingað til verið eini kvenkyns forsætisráðherrann í sögunni. Hún lést árið 2013 og var ævisagan hennar gefin út í kjölfarið.Vísir/EPAMay kaus með því að afnema lög frá 1998 sem innleiða Mannréttindasáttmála Evrópu auk þess sem hún kaus gegn löggjöf sem óheimilar mismunun byggða á kynþætti.Stríðsrekstur Hún studdi stríðið í Írak og einnig stríðin í Afganistan og Sýrlandi.Feminismi og jafnrétti Þrátt fyrir að May sé önnur konan til þess að gegna embætti forsætisráðherra er hún fyrsti forsætisráðherra Bretlands sem opinberlega skilgreinir sjálfa sig sem feminista. David Cameron var gagnrýndur fyrir að tala í kringum orðið og forðast að kalla sjálfan sig feminista fullum fetum. May kom fram í viðtali árið 2012 hjá tímaritinu Total Politics þar sem hún lýsti skoðunum sínum um feminisma og jafnrétti.Theresa May er þekkt fyrir mikinn áhuga á tísku og þykir einstaklega smekkleg.Vísir/EPA„Þetta er þessi aldagamla umræða, sumum líkar ekki hugtakið „feministi“ því þeim finnst það lýsa ákveðinni gerð af konu. Fyrir mér snýst þetta um að tryggja að það sé jafn leikvöllur fyrir alla og jöfn tækifæri,“ sagði May í viðtalinu. Hún sagðist finna aukna pressu sem hæst setta konan í sinni ríkisstjórn á að standa sig vel. „Það er enn meiri ástæða fyrir mig að standa mig vel, til þess að sýna að kona í minni stöðu getur vel unnið vinnuna sína,“ sagði hún. Hún stofnaði Women2Win, samtök sem vinna að því að fjölga kvenkyns þingmönnum.Tískugoðið Theresa May May hefur fundið það á eigin skinni hvernig það er að vera kona í pólitík en allt varð vitlaust í mars á þessu ári vegna þess að kjóllinn sem May kom í til þingstarfa var talinn ansi fleginn. Breskir samfélagsmiðlanotendur skiptust í fylkingar, annars vegar þeir sem gagnrýndu klæðnað þáverandi innanríkisráðherra og þótti hann ósmekklegur og hins vegar þeir sem hneyksluðust á umræðunni og yfir því að kvenbrjóst gætu skapað svo mikið fár. Hér má sjá myndina sem skapaði umræðu yfir brjóstaskoru innanríkisráðherrans, umræða sem tengist nákvæmlega ekkert störfum innanríkisráðherrans eða afstöðu hennar til samfélagsmála en það gagnrýndu margir.VísirÞá hefur May fengið mikla athygli fyrir fataval sitt en hún er sett í hóp breskra tískugoða og hefur sagst leggja mikið upp úr því að líta vel út. „Ég er kona og ég er hrifin af fötum. Ég er hrifin af skóm og fötum. Ég held að ein áskorunin fyrir konur í pólítík og atvinnulífi sé að fá að vera þær sjálfar. Veistu hvað, það er hægt að vera klár og vera hrifin af fötum. Það er hægt að vera með flottan starfsferil og hafa gaman af fötum,“ sagði hún á ráðstefnunni Women of the World í London síðasta haust. Hún hefur sérstaklega vakið athygli fyrir skemmtilega og litríka skó. May tekur við forsætisráðuneytinu á morgun og það verður áhugavert að fylgjast með þessum reynslubolta í breskri pólitík taka við stjórn Bretlands á þessum umrótatímum. Hér að neðan má sjá myndband sem Guardian gerði um May. Brexit Tengdar fréttir May verður forsætisráðherra á miðvikudag Theresa May mun taka við sem forsætisráðherra Bretlands og leiðtogi Íhaldsflokksins á miðvikudagskvöld. Þetta tilkynnti David Cameron fráfarandi forsætisráðherra í dag. 11. júlí 2016 15:34 Theresa May tekur við af Cameron 12. júlí 2016 08:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Theresa May er næsti forsætisráðherra Bretlands en í gær var staðfest að hún yrði leiðtogi Íhaldsflokksins sem hefur öruggan meirihluta á breska þinginu. David Cameron segir af sér á miðvikudag og tekur May við stjórnartaumunum um leið.Hver er þessi kona sem verður aðeins önnur konan til þess að gegna embætti forsætisráðherra landsins á eftir Margaret Thatcher?Theresa og Philip í gala-veislu sumarið 2013. Verðandi forsætisráðherrann hefur sagt hjónabandið afar farsælt þrátt fyrir að erfitt hafi verið að horfast í augu við að þau gætu ekki átt börn.Vísir/GettyMay er fædd árið 1956 í Bretlandi. Hún er einbirni og með gráðu í landafræði frá Oxford háskóla. Í háskólanámi kynntist hún eiginmanni sínum Philip May en samkvæmt breskum miðlum kynnti Benazir Bhutto, fyrrum forsætisráðherra Pakistan, parið á dansleik. May hefur talað af einlægni um barnsleysi þeirra hjóna en þau gátu ekki eignast börn. Theresa May var fyrst kjörin á þing árið 1997, hún var formaður Íhaldsflokksins á árunum 2002 til 2003 og hefur verið innanríkisráðherra síðan 2010, bæði í fyrri ríkisstjórn Davids Cameron og þeirri síðari. Þá var hún ráðherra kven- og jafnréttismála á árunum 2010 til 2012. Formaður Íhaldsflokksins sinnir innra starfi flokksins en leiðtogi sinnir pólitísku starfi fyrir flokkinn út á við. Á næstu dögum verður May að ákveða hverjum hún raðar í kringum sig og hvernig hún hyggst skipa ríkisstjórn sína. Hún hefur hafnað því að boða til þingkosninga að nýju og vísar til sterks umboðs Íhaldsflokksins úr síðustu kosningum.En hver er afstaða May til hinna ýmsu samfélagsmála?May studdi ekki Brexit en hún telst þrátt fyrir það ekki til hóps beinna Evrópusinna.Vísir/GettyBrexit og Evrópusamstarf Eins og kunnugt er sagði Cameron af sér eftir niðurstöður þjóðaratkvæðisgreiðslu um veru Breta í Evrópusambandinu en Cameron var ötull stuðningsmaður þess að Bretland segði sig ekki frá sambandinu. Niðurstaðan varð ekki sú og verður Bretland því fyrsta þjóðin sem segir sig úr ESB. „Brexit þýðir Brexit,“ sagði Theresa May sem sjálf var hlynnt því að Bretland yrði áfram hluti af Evrópusambandinu þrátt fyrir að hún geti seint talist mikill Evrópusinni. „Það verða engar tilraunir gerðar til þess að halda áfram að vera hluti af Evrópusambandinu, við verðum ekki aftur hluti af sambandinu í gegnum bakdyr og við blásum ekki til annarrar þjóðaratkvæðagreiðslu. Þjóðin kaus með því að yfirgefa Evrópusambandið og sem forsætisráðherra mun ég ganga úr skugga um að við yfirgefum sambandið,“ sagði May. Hún hefur sagst stefna að því að ná bestu mögulegu samningum fyrir Bretland við útgönguna en hún hyggst ekki virkja 50. grein sáttmálans, sem kveður á um útgöngu ríkis, fyrr en á næsta ári.Mikill fjöldi innflytjenda býr í Bretlandi og mikil óvissa er um réttindi þeirra nú eftir Brexit, bæði þeirra sem koma frá öðrum Evrópulöndum og frá löndum utan Evrópu.Vísir/GettyHún hefur mælt fyrir harðri innflytjendastefnu en hún segir að innviðir landsins verði að vera búnir undir að taka á móti innflytjendum. Hún er alfarið á því að Bretland eigi sjálft að stýra sínum innflytjendamálum og vill minnka fjölda innflytjenda. Ein af hennar umdeildustu gjörðum í embætti var regla sem gerir breskum borgara það óheimilt að flytja maka sinn eða börn til landsins nema hann afli meira en 2,8 milljóna á ári og skiptir þá engu hverjar tekur makans eru. Frjálst flæði af vörum og þjónustu er lykilatriði fyrir May sem mun leggja ríka áherslu á að ná sem bestum samningum hvað þann þátt fjórfrelsisins varðar. Stærsta verkefni May verður að sameina Íhaldsflokkinn og bresku þjóðina eftir Brexit þjóðaratkvæðagreiðsluna en það má með sanni segja að kosningabaráttan hafi skipt þjóðinni í tvær fylkingar.Velferðar- og mannréttindamál „Í fyrsta lagi þurfum við á sterkri leiðtogastjórn að halda til þess að leiðbeina okkur í gegnum þá erfiðu óvissutíma sem framundan eru í pólítíkinni og efnahagslífinu, það þarf, auðvitað, að komast að bestu niðurstöðunni fyrir Bretland þegar kemur að útgöngu úr Evrópusambandinu og að skapa nýtt hlutverk fyrir landið í heiminum. Í öðru lagi ætlum við að sameina þjóðina og í þriðja lagi þurfum við skýra, nýja, jákvæða framtíðarsýn fyrir landið, sýn fyrir landið sem tryggir að það sé ekki aðeins fyrir nokkra velvalda forréttindapésa heldur sýn sem virkar fyrir alla þjóðfélagsþegna.“ Þetta sagði May í gær þegar hún tók við hlutverki leiðtoga Íhaldsflokksins.Frá gleðigöngu samkynhneigðra í London.Vísir/GettyMay sagði áður í kosningabaráttunni að ríkisstjórnin yrði að fara fyrir félagslegum umbótum í ríkara mæli. „Því að núna er staðan sú að ef þú fæðist fátækur þá deyrðu að meðaltali níu árum fyrr en aðrir. Ef þú ert fæðist svartur færðu harkalegri meðferð dómskerfisins en ef þú hefðir fæðst hvítur.“ Þá hefur hún talað um launamun kynjanna og barist fyrir betri kjörum fyrir foreldra í fæðingarorlofi. Þrátt fyrir þetta hefur hún stutt niðurskurð til velferðarmála og hefur almennt kosið gegn því að ríkið verji fjármunum í að skapa störf fyrir ungt fólk sem hefur lengi verið atvinnulaust. Hún kaus upphaflega gegn því að afnema lög sem bönnuðu hjónabönd samkynhneigðra en árið 2013 hafa skoðanir hennar greinilega þróast því þá kaus hún með því að heimila hjónabönd samkynhneigðra og sagði: „Ef tveimur einstaklingum þykir vænt hvorum um annan, ef tveir einstaklingar eru ástfangnir, þá ættu þeir að geta gengið í hjónaband.“May fylgir í fótspor Thatcher sem hefur hingað til verið eini kvenkyns forsætisráðherrann í sögunni. Hún lést árið 2013 og var ævisagan hennar gefin út í kjölfarið.Vísir/EPAMay kaus með því að afnema lög frá 1998 sem innleiða Mannréttindasáttmála Evrópu auk þess sem hún kaus gegn löggjöf sem óheimilar mismunun byggða á kynþætti.Stríðsrekstur Hún studdi stríðið í Írak og einnig stríðin í Afganistan og Sýrlandi.Feminismi og jafnrétti Þrátt fyrir að May sé önnur konan til þess að gegna embætti forsætisráðherra er hún fyrsti forsætisráðherra Bretlands sem opinberlega skilgreinir sjálfa sig sem feminista. David Cameron var gagnrýndur fyrir að tala í kringum orðið og forðast að kalla sjálfan sig feminista fullum fetum. May kom fram í viðtali árið 2012 hjá tímaritinu Total Politics þar sem hún lýsti skoðunum sínum um feminisma og jafnrétti.Theresa May er þekkt fyrir mikinn áhuga á tísku og þykir einstaklega smekkleg.Vísir/EPA„Þetta er þessi aldagamla umræða, sumum líkar ekki hugtakið „feministi“ því þeim finnst það lýsa ákveðinni gerð af konu. Fyrir mér snýst þetta um að tryggja að það sé jafn leikvöllur fyrir alla og jöfn tækifæri,“ sagði May í viðtalinu. Hún sagðist finna aukna pressu sem hæst setta konan í sinni ríkisstjórn á að standa sig vel. „Það er enn meiri ástæða fyrir mig að standa mig vel, til þess að sýna að kona í minni stöðu getur vel unnið vinnuna sína,“ sagði hún. Hún stofnaði Women2Win, samtök sem vinna að því að fjölga kvenkyns þingmönnum.Tískugoðið Theresa May May hefur fundið það á eigin skinni hvernig það er að vera kona í pólitík en allt varð vitlaust í mars á þessu ári vegna þess að kjóllinn sem May kom í til þingstarfa var talinn ansi fleginn. Breskir samfélagsmiðlanotendur skiptust í fylkingar, annars vegar þeir sem gagnrýndu klæðnað þáverandi innanríkisráðherra og þótti hann ósmekklegur og hins vegar þeir sem hneyksluðust á umræðunni og yfir því að kvenbrjóst gætu skapað svo mikið fár. Hér má sjá myndina sem skapaði umræðu yfir brjóstaskoru innanríkisráðherrans, umræða sem tengist nákvæmlega ekkert störfum innanríkisráðherrans eða afstöðu hennar til samfélagsmála en það gagnrýndu margir.VísirÞá hefur May fengið mikla athygli fyrir fataval sitt en hún er sett í hóp breskra tískugoða og hefur sagst leggja mikið upp úr því að líta vel út. „Ég er kona og ég er hrifin af fötum. Ég er hrifin af skóm og fötum. Ég held að ein áskorunin fyrir konur í pólítík og atvinnulífi sé að fá að vera þær sjálfar. Veistu hvað, það er hægt að vera klár og vera hrifin af fötum. Það er hægt að vera með flottan starfsferil og hafa gaman af fötum,“ sagði hún á ráðstefnunni Women of the World í London síðasta haust. Hún hefur sérstaklega vakið athygli fyrir skemmtilega og litríka skó. May tekur við forsætisráðuneytinu á morgun og það verður áhugavert að fylgjast með þessum reynslubolta í breskri pólitík taka við stjórn Bretlands á þessum umrótatímum. Hér að neðan má sjá myndband sem Guardian gerði um May.
Brexit Tengdar fréttir May verður forsætisráðherra á miðvikudag Theresa May mun taka við sem forsætisráðherra Bretlands og leiðtogi Íhaldsflokksins á miðvikudagskvöld. Þetta tilkynnti David Cameron fráfarandi forsætisráðherra í dag. 11. júlí 2016 15:34 Theresa May tekur við af Cameron 12. júlí 2016 08:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
May verður forsætisráðherra á miðvikudag Theresa May mun taka við sem forsætisráðherra Bretlands og leiðtogi Íhaldsflokksins á miðvikudagskvöld. Þetta tilkynnti David Cameron fráfarandi forsætisráðherra í dag. 11. júlí 2016 15:34