Tónlist

Ís­landi nú spáð þriðja sæti í Euro­vision

Íslandi er nú spáð þriðja sæti í Eurovision, sem fer fram í Malmö í Svíþjóð 7. til 9. maí næstakomandi. Það er stökk úr 18. sæti frá því í gær og má rekja stökkið til frétta af því að hinn palestínski Bashar Murad taki þátt í Söngvakeppni sjónvarpsins. 

Tónlist

Grunar að palestínskur söngvari keppi í Söngva­keppninni

Tónlistarkonuna Ágústu Evu Erlendsdóttur grunar að palestínskur tónlistarmaður taki þátt í Söngvakeppni sjónvarpsins í ár. Það sé ástæða þess að Ríkisútvarpið ætli ekki að taka ákvörðun um þátttöku í Eurovision fyrr en niðurstöður Söngvakeppninnar liggja fyrir. Palestínski tónlistarmaðurinn Bashar Murad hefur verið nefndur sem keppandi. 

Tónlist

„Smá gluggi inn í sálar­lífið mitt“

„Ég held að ég leyfi mér hér að vera enn berskjaldaðri en áður,“ segir tónlistarmaðurinn Friðrik Dór Jónsson um nýja tónlist sem hann var að gefa út. Tæplega fimmtán ár eru liðin frá því að hann sendi frá sér sitt fyrsta lag, Hlið við hlið, og hefur honum tekist að syngja sig aftur og aftur inn í hjörtu þjóðarinnar. 

Tónlist

Gefur út nýja tón­list í fyrsta sinn í sex ár

Tónlistarmaðurinn Justin Timberlake frumflutti á dögunum nýtt lag og stefnir í að gefa út fyrstu nýju plötuna í sex ár. Lagið heitir Selfish og flutti hann það á tónleikum í Memphis í Bandaríkjunum á föstudagskvöldið.

Tónlist

„Eins og ég sé að dansa sárs­aukann frá mér“

„Ég verð eiginlega ótrúlega lítið stressuð fyrir gigg og er meira bara spennt,“ segir tónlistarkonan Guðlaug Sóley, betur þekkt sem Gugusar. Hún er að fara að spila á bransahátíðinni Eurosonic í Groningen, Hollandi í vikunni ásamt því að troða upp á háhýsaklúbbi í Amsterdam. Blaðamaður ræddi við Gugusar, sem var sömuleiðis að senda frá sér lagið Ekkert gerðist.

Tónlist

Sveið í augun í marga daga eftir froðudiskó

„Í skammdeginu er nauðsynlegt að minna sig á að við erum öll bara einni sápukúluvél frá góðu froðudiskóteki,“ segir tónlistarmaðurinn Jón Frímannsson. Lífið á Vísi kynnir frumsýningu á tónlistarmyndbandi hljómsveitar hans Jónfrí við lagið Andalúsía.

Tónlist

Verðlaunaplötur úr ýmsum áttum

Kraumsverðlaunin voru afhent á Kex í gærkvöldi og í sextánda sinn. Að þessu sinni voru það þau Apex Anima, Elín Hall, Eva808, Neonme, Spacestation og ex.girls sem hlutu verðlaunin, sem veit eru fyrir þær hljómplötur sem þykja skara fram úr á Íslandi.

Tónlist

Boð­skapur jólaplötu Mariuh Carey eigi sjaldan betur við en nú

Kristján Hrannar Pálsson, organista og kórstjóra Grindavíkurkirkju, rak í rogastans þegar hann áttaði sig á dýpt jólaplötu tónlistarkonunnar Mariah Carey. Platan verður flutt á söfnunartónleikum fyrir fjölskyldur úr Grindavík sem haldnir verða næstkomandi miðvikudagskvöld í Bústaðakirkju. 

Tónlist

Vildu gera al­vöru partýlag fyrir jólin

Rapparinn Emmsjé Gauti er kominn í partýgírinn fyrir jólin en hann var að senda frá sér lagið Partýjól ásamt Steinda Jr. og Þormóði. Lagið var kynnt inn í fasta liðnum Íslenskt og áhugavert á Íslenska listanum á FM í dag.

Tónlist

Jóla­há­tíðin okkar snýr aftur

Jólahátíðin okkar, jólahátíð fyrir fatlaða, snýr aftur í kvöld. Hátíðin hefur verið haldin árlega í rúma fjóra áratugi en pása var gerð á henni undanfarin ár vegna faraldurs Covid.

Tónlist

Lauf­ey tekur fram úr Björk

Tónlistarkonan Laufey hefur tekið fram úr Björk sem vinsælasti íslenski tónlistarmaðurinn á Instagram. Laufey er nú með rétt rúmlega tvær milljónir fylgjenda en Björk er með 1,97 milljónir.

Tónlist

„Sumt mun kannski sjokkera fólk“

Hinn 22 ára gamli Jóhann Ágúst Ólafsson var að senda frá sér sitt fyrsta lag, „Kallinn á tunglinu“. Lagið var kynnt inn í fasta liðnum Íslenskt og áhugavert á Íslenska listanum á FM í dag.

Tónlist