Viðskipti erlent Biden segir bankakerfið standa traustum fótum Joe Biden Bandaríkjaforseti fullyrti að bankakerfið væri traust þrátt fyrir fall tveggja banka á skömmum tíma. Landsmenn þyrftu ekki að hafa áhyggjur af innistæðum sínum og skattgreiðendur yrðu ekki látnir borga reikninginn. Viðskipti erlent 13.3.2023 18:57 Öðrum banka lokað en innistæður að fullu tryggðar Etirlitsaðilar í New York ríki Bandaríkjanna hafa tekið yfir bankann Signature Bank, sem kominn var í sambærileg vandræði og SVB-bankinn sem lokað var fyrir helgi. Innistæður allra innistæðueiganda verða að fullu tryggðar svo tryggja megi trú á bandaríska bankakerfið. Bankarnir voru umsvifamiklir á rafmyntamarkaði. Viðskipti erlent 13.3.2023 08:49 Stærsti bankinn til að fara á hausinn síðan árið 2008 Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa tekið yfir allar eigur Silicon Valley-bankans (SVB) en bankinn er sá sextándi stærsti í Bandaríkjunum. Viðskiptavinir bankans geyma um það bil 175 milljarða Bandaríkjadala þar, 24 þúsund milljarða íslenskra króna. Viðskipti erlent 10.3.2023 20:45 Musk biður Harald afsökunar Auðjöfurinn og eigandi Twitter, Elon Musk, bað Harald Þorleifsson, frumkvöðul og fyrrverandi og mögulega áframhaldandi starfsmann Twitter afsökunar í kvöld. Það er eftir miklar og áberandi deilur þeirra á Twitter í dag og í kvöld. Viðskipti erlent 8.3.2023 00:23 Þurfa að fjarlægja Matterhorn af umbúðum Toblerone Framleiðendur hins sívinsæla súkkulaðis Toblerone neyðast til þess að breyta umbúðum þess eftir að hluti framleiðslunnar var fluttur frá Sviss. Svissnesk lög kveða á um að ekki megi nota svissnesk kennileiti á umbúðum mjólkurvara sem ekki eru framleiddar að öllu leyti í Sviss. Viðskipti erlent 5.3.2023 19:56 „Besti kokkur í heimi“ missir óvænt eina Michelin-stjörnuna Veitingastaður franska meistarakokksins Guy Savoy hefur misst eina af Michelin-stjörnum sínum eftir að hafa skartað þremur slíkum í heil nítján ár. Viðskipti erlent 28.2.2023 07:48 Verða samfélagsmiðlar stéttskiptir? Tvö af stærstu samfélagsmiðlafyrirtækjum heims, Meta (áður Facebook) og Twitter, ætla að bjóða notendum að greiða mánaðargjald í skiptum fyrir aukið öryggi, vernd persónuupplýsinga og aukna dreifingu á samfélagsmiðlum. Þjónustu sem færa má sterk rök fyrir því að eigi að vera sjálfsagður hlutur fyrir almenna notendur samfélagsmiðla. Viðskipti erlent 26.2.2023 20:01 Bandarískur milljarðamæringur fannst látinn Bandaríski auðmaðurinn og fjárfestirinn Thomas H Lee, sem var einn af upphafsmönnum skuldsettra yfirtaka í bandarísku viðskiptalífi, hefur fundist látinn, 78 ára að aldri. Viðskipti erlent 24.2.2023 06:31 Saka SBF og félaga um hundruð ólöglegra kosningaframlaga Bandarískir saksóknarar saka Sam Bankman-Fried, stofnanda rafmyntafyrirtækisins FTX, og samverkamann hans um fleiri en þrjú hundruð ólögleg kosningaframlög. Þeir komust hjá reglum um hámarksframlög til frambjóðenda með því að notast við leppa og félög. Viðskipti erlent 23.2.2023 16:07 Bílarisar boða ríflegar launahækkanir Japönsku bílarisarnir Toyota og Honda hafa ákveðið að veita starfsfólki sínu í Japan mestu launahækkun í nokkra áratugi. Viðskipti erlent 23.2.2023 07:28 Rukka fyrir áskrift á Facebook og Instagram Mark Zuckerberg, forstjóri Meta, tilkynnti í dag að fyrirtækið ætli að byrja að bjóða notendum upp á áskriftarþjónustu. Notendur sem borga fyrir Meta Verified munu fá aukna vernd, beinan aðgang að þjónustuveri Meta og aukna dreifingu á færslum þeirra. Viðskipti erlent 19.2.2023 23:06 Gæti stungið FTX-stjóra í steininn til að takmarka samskipti hans Dómari í máli Sams Bankman-Frieds, stofnanda rafmyntafyrirtækisins FTX, gaf í skyn að hann gæti sent hann í fangelsi til að koma í veg fyrir að hann eigi í frekari samskiptum sem yfirvöld geta ekki fylgst með. Saksóknarar telja ástæðu til að ætla að Bankman-Fried reyni að hafa áhrif á vitni. Viðskipti erlent 17.2.2023 09:06 Vonast eftir nýjum forstjóra Twitter fyrir árslok Bandaríski auðjöfurinn Elon Musk, eigandi bílaframleiðandans Tesla og samfélagamiðilsins Twitter, segist vona að hann verði búinn að finna einhvern til að taka við forstjórastöðunni hjá Twitter fyrir árslok 2023. Viðskipti erlent 15.2.2023 07:24 Allar auglýsingar Super Bowl á einum stað Kansas City Chiefs unnu sigur í æsispennandi Super Bowl leik í nótt. Það skiptir þó ekki öllu máli því Ofurskálin svokallaða er gífurlega mikilvæg þegar kemur að auglýsingum. Viðskipti erlent 13.2.2023 11:24 Setja gervigreind í farþegasætið á netinu Starfsmenn Microsoft ætla að tengja gervigreindartækni, sem byggir á ChatGPT-tækninni vinsælu, við leitarvél fyrirtækisins Bing, netvafrann Edge, Office-pakkann og aðrar vörur fyrirtækisins. Forsvarsmenn fyrirtækisins lýsa tækninni sem aðstoðarbílstjóra fyrir notendur. Viðskipti erlent 7.2.2023 19:51 Musk sýknaður af kröfum vegna meintrar markaðsmisnotkunar Elon Musk, forstjóri bílaframleiðandans Tesla og einn ríkasati maður heimsins, var rétt í þessu sýknaður af öllum kröfum hóps fjárfesta í félaginu vegna meintrar markaðsmisnotkunar. Hópurinn sakaði hann um að hafa blekkt fjárfesta með því að tísta um að hann gæti tekið félagið af markaði árið 2018. Viðskipti erlent 3.2.2023 23:25 Fimmtán ára gamall sími á sjö milljónir Fyrsti iPhone síminn kom út í júní árið 2007 og seldist í sex milljónum eintaka. Eitt þessara eintaka er nú til sölu á uppboði hjá bandaríska uppboðshúsinu LCG Auctions. Búist er við því að síminn seljist á yfir 50 þúsund dollara, eða rétt rúmlega sjö milljónir í íslenskum krónum. Viðskipti erlent 2.2.2023 16:56 Allt það helsta frá kynningu Samsung Samsung frumsýndi nýjar vörur í gær sem munu koma í verslanir á næstu vikum. Sýndir voru þrír nýir símar og nýjar fartölvur. Viðskipti erlent 2.2.2023 10:43 Ástralar vilja ekki borga með Karli Karl III konungur verður ekki á nýjum fimm dollara seðli Ástrala. Verið er að endurhanna seðilinn og verður móðir hans, Elísabet II, fjarlægð af seðlinum. Í staðinn verður seðillinn til heiðurs innfæddum Áströlum. Viðskipti erlent 2.2.2023 09:03 Fjórðungur jarðarbúa daglega á Facebook Fjöldi daglegra notenda samfélagsmiðilsins Facebook nam tveimur milljörðum í desember síðastliðnum. Það er um fjórðungur allra jarðarbúa. Viðskipti erlent 1.2.2023 23:39 Flugfélagið Flyr gjaldþrota Norska flugfélagið Flyr mun á morgun óska eftir því að verða skráð gjaldþrota. Yfir fjögur hundruð manns vinna hjá flugfélaginu og hefur öllum flugferðum félagsins verið aflýst. Viðskipti erlent 31.1.2023 21:16 Sögu Irma-verslana í Danmörku að ljúka Stórtíðindi bárust af dönskum matvörumarkaði í morgun þegar tilkynnt var að til verslanir Kvickly, SuperBrugsen og Irmu verði sameinaðar undir einu merki. Verslanirnar verða reknar undir merkjum Coop frá og með næsta hausti. Viðskipti erlent 31.1.2023 10:52 Flybe aftur farið á hausinn Breska flugfélagið Flybe er aftur farið á hausinn. Félagið hefur fellt niður allar flugferðir og strandaglópar eru í öngum sínum. Talið er að hundruð muni missa vinnuna. Viðskipti erlent 28.1.2023 20:00 Fyrrverandi forstjóri Swedbank sýknaður Dómstóll í Svíþjóð hefur sýknað Birgitte Bonnesen, fyrrverandi forstjóra Swedbank, af ákæru um gróf fjársvik, innherjasvik og markaðsmisnotkun í tengslum við afhjúpun um stórfellt peningaþvætti í bankanum. Viðskipti erlent 25.1.2023 12:57 Vilja skipta Google upp vegna einokunarstöðu Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna og átta ríki höfðuðu í gær mál gegn Alphabet, móðurfélagi Google, vegna einokunarstöðu fyrirtækisins á auglýsingamarkaði á netinu. Lögsóknin gæti leitt til þess að félaginu yrði skipt upp. Viðskipti erlent 25.1.2023 12:31 Tólf þúsund manns sagt upp hjá Alphabet Forsvarsmenn Alphabet, móðurfélags Google, hafa tilkynnti að tólf þúsund starfsmönnum félagsins verði sagt upp. Það samsvarar um sex prósentum af öllum starfsmönnum Alphabet en Sundar Pichai, forstjóri bæði Alphabet og Google, tilkynnti ákvörðunina í dag. Viðskipti erlent 20.1.2023 13:05 Stofnandi Netflix hættir sem forstjóri Stofnandi Netflix hefur ákveðið að hætta sem einn af forstjórum fyrirtækisins. Hann hefur síðustu ár smátt og smátt komið verkefnum sínum yfir á aðra og er nú formlega hættur. Viðskipti erlent 19.1.2023 23:07 NASA og Boeing þróa mun sparneytnari farþegaþotu Bandaríska geimferðastofnunin NASA og Boeing-flugvélaframleiðandinn hafa tekið höndum saman um að þróa nýja tegund farþegaþotu sem á að vera þrjátíu prósent sparneytnari en þær hagkvæmustu sem finnast í dag. Viðskipti erlent 19.1.2023 22:22 Apple kynnir nýjan hátalara Tæknirisinn Apple hefur kynnt til leiks nýjan hátalara, HomePod. Um er að ræða aðra kynslóð af hátölurunum en sú fyrsta kom út árið 2018. Fyrirtækið vonast eftir því að skáka fyrirtækjum á borð við Amazon, Google og Sonos með nýju græjunni. Viðskipti erlent 18.1.2023 18:38 Segja ESB á móti stærsta samruna leikjaiðnaðarins Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins er mótfallin kaupum Microsoft á leikjafyrirtækinu Activision Blizzard. Þetta hefur Reuters fréttaveitan eftir heimildarmönnum sínum en yfirvöld í Bandaríkjunum hafa þegar höfðað mál til að stöðva kaupin. Viðskipti erlent 16.1.2023 14:58 « ‹ 7 8 9 10 11 12 13 14 15 … 334 ›
Biden segir bankakerfið standa traustum fótum Joe Biden Bandaríkjaforseti fullyrti að bankakerfið væri traust þrátt fyrir fall tveggja banka á skömmum tíma. Landsmenn þyrftu ekki að hafa áhyggjur af innistæðum sínum og skattgreiðendur yrðu ekki látnir borga reikninginn. Viðskipti erlent 13.3.2023 18:57
Öðrum banka lokað en innistæður að fullu tryggðar Etirlitsaðilar í New York ríki Bandaríkjanna hafa tekið yfir bankann Signature Bank, sem kominn var í sambærileg vandræði og SVB-bankinn sem lokað var fyrir helgi. Innistæður allra innistæðueiganda verða að fullu tryggðar svo tryggja megi trú á bandaríska bankakerfið. Bankarnir voru umsvifamiklir á rafmyntamarkaði. Viðskipti erlent 13.3.2023 08:49
Stærsti bankinn til að fara á hausinn síðan árið 2008 Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa tekið yfir allar eigur Silicon Valley-bankans (SVB) en bankinn er sá sextándi stærsti í Bandaríkjunum. Viðskiptavinir bankans geyma um það bil 175 milljarða Bandaríkjadala þar, 24 þúsund milljarða íslenskra króna. Viðskipti erlent 10.3.2023 20:45
Musk biður Harald afsökunar Auðjöfurinn og eigandi Twitter, Elon Musk, bað Harald Þorleifsson, frumkvöðul og fyrrverandi og mögulega áframhaldandi starfsmann Twitter afsökunar í kvöld. Það er eftir miklar og áberandi deilur þeirra á Twitter í dag og í kvöld. Viðskipti erlent 8.3.2023 00:23
Þurfa að fjarlægja Matterhorn af umbúðum Toblerone Framleiðendur hins sívinsæla súkkulaðis Toblerone neyðast til þess að breyta umbúðum þess eftir að hluti framleiðslunnar var fluttur frá Sviss. Svissnesk lög kveða á um að ekki megi nota svissnesk kennileiti á umbúðum mjólkurvara sem ekki eru framleiddar að öllu leyti í Sviss. Viðskipti erlent 5.3.2023 19:56
„Besti kokkur í heimi“ missir óvænt eina Michelin-stjörnuna Veitingastaður franska meistarakokksins Guy Savoy hefur misst eina af Michelin-stjörnum sínum eftir að hafa skartað þremur slíkum í heil nítján ár. Viðskipti erlent 28.2.2023 07:48
Verða samfélagsmiðlar stéttskiptir? Tvö af stærstu samfélagsmiðlafyrirtækjum heims, Meta (áður Facebook) og Twitter, ætla að bjóða notendum að greiða mánaðargjald í skiptum fyrir aukið öryggi, vernd persónuupplýsinga og aukna dreifingu á samfélagsmiðlum. Þjónustu sem færa má sterk rök fyrir því að eigi að vera sjálfsagður hlutur fyrir almenna notendur samfélagsmiðla. Viðskipti erlent 26.2.2023 20:01
Bandarískur milljarðamæringur fannst látinn Bandaríski auðmaðurinn og fjárfestirinn Thomas H Lee, sem var einn af upphafsmönnum skuldsettra yfirtaka í bandarísku viðskiptalífi, hefur fundist látinn, 78 ára að aldri. Viðskipti erlent 24.2.2023 06:31
Saka SBF og félaga um hundruð ólöglegra kosningaframlaga Bandarískir saksóknarar saka Sam Bankman-Fried, stofnanda rafmyntafyrirtækisins FTX, og samverkamann hans um fleiri en þrjú hundruð ólögleg kosningaframlög. Þeir komust hjá reglum um hámarksframlög til frambjóðenda með því að notast við leppa og félög. Viðskipti erlent 23.2.2023 16:07
Bílarisar boða ríflegar launahækkanir Japönsku bílarisarnir Toyota og Honda hafa ákveðið að veita starfsfólki sínu í Japan mestu launahækkun í nokkra áratugi. Viðskipti erlent 23.2.2023 07:28
Rukka fyrir áskrift á Facebook og Instagram Mark Zuckerberg, forstjóri Meta, tilkynnti í dag að fyrirtækið ætli að byrja að bjóða notendum upp á áskriftarþjónustu. Notendur sem borga fyrir Meta Verified munu fá aukna vernd, beinan aðgang að þjónustuveri Meta og aukna dreifingu á færslum þeirra. Viðskipti erlent 19.2.2023 23:06
Gæti stungið FTX-stjóra í steininn til að takmarka samskipti hans Dómari í máli Sams Bankman-Frieds, stofnanda rafmyntafyrirtækisins FTX, gaf í skyn að hann gæti sent hann í fangelsi til að koma í veg fyrir að hann eigi í frekari samskiptum sem yfirvöld geta ekki fylgst með. Saksóknarar telja ástæðu til að ætla að Bankman-Fried reyni að hafa áhrif á vitni. Viðskipti erlent 17.2.2023 09:06
Vonast eftir nýjum forstjóra Twitter fyrir árslok Bandaríski auðjöfurinn Elon Musk, eigandi bílaframleiðandans Tesla og samfélagamiðilsins Twitter, segist vona að hann verði búinn að finna einhvern til að taka við forstjórastöðunni hjá Twitter fyrir árslok 2023. Viðskipti erlent 15.2.2023 07:24
Allar auglýsingar Super Bowl á einum stað Kansas City Chiefs unnu sigur í æsispennandi Super Bowl leik í nótt. Það skiptir þó ekki öllu máli því Ofurskálin svokallaða er gífurlega mikilvæg þegar kemur að auglýsingum. Viðskipti erlent 13.2.2023 11:24
Setja gervigreind í farþegasætið á netinu Starfsmenn Microsoft ætla að tengja gervigreindartækni, sem byggir á ChatGPT-tækninni vinsælu, við leitarvél fyrirtækisins Bing, netvafrann Edge, Office-pakkann og aðrar vörur fyrirtækisins. Forsvarsmenn fyrirtækisins lýsa tækninni sem aðstoðarbílstjóra fyrir notendur. Viðskipti erlent 7.2.2023 19:51
Musk sýknaður af kröfum vegna meintrar markaðsmisnotkunar Elon Musk, forstjóri bílaframleiðandans Tesla og einn ríkasati maður heimsins, var rétt í þessu sýknaður af öllum kröfum hóps fjárfesta í félaginu vegna meintrar markaðsmisnotkunar. Hópurinn sakaði hann um að hafa blekkt fjárfesta með því að tísta um að hann gæti tekið félagið af markaði árið 2018. Viðskipti erlent 3.2.2023 23:25
Fimmtán ára gamall sími á sjö milljónir Fyrsti iPhone síminn kom út í júní árið 2007 og seldist í sex milljónum eintaka. Eitt þessara eintaka er nú til sölu á uppboði hjá bandaríska uppboðshúsinu LCG Auctions. Búist er við því að síminn seljist á yfir 50 þúsund dollara, eða rétt rúmlega sjö milljónir í íslenskum krónum. Viðskipti erlent 2.2.2023 16:56
Allt það helsta frá kynningu Samsung Samsung frumsýndi nýjar vörur í gær sem munu koma í verslanir á næstu vikum. Sýndir voru þrír nýir símar og nýjar fartölvur. Viðskipti erlent 2.2.2023 10:43
Ástralar vilja ekki borga með Karli Karl III konungur verður ekki á nýjum fimm dollara seðli Ástrala. Verið er að endurhanna seðilinn og verður móðir hans, Elísabet II, fjarlægð af seðlinum. Í staðinn verður seðillinn til heiðurs innfæddum Áströlum. Viðskipti erlent 2.2.2023 09:03
Fjórðungur jarðarbúa daglega á Facebook Fjöldi daglegra notenda samfélagsmiðilsins Facebook nam tveimur milljörðum í desember síðastliðnum. Það er um fjórðungur allra jarðarbúa. Viðskipti erlent 1.2.2023 23:39
Flugfélagið Flyr gjaldþrota Norska flugfélagið Flyr mun á morgun óska eftir því að verða skráð gjaldþrota. Yfir fjögur hundruð manns vinna hjá flugfélaginu og hefur öllum flugferðum félagsins verið aflýst. Viðskipti erlent 31.1.2023 21:16
Sögu Irma-verslana í Danmörku að ljúka Stórtíðindi bárust af dönskum matvörumarkaði í morgun þegar tilkynnt var að til verslanir Kvickly, SuperBrugsen og Irmu verði sameinaðar undir einu merki. Verslanirnar verða reknar undir merkjum Coop frá og með næsta hausti. Viðskipti erlent 31.1.2023 10:52
Flybe aftur farið á hausinn Breska flugfélagið Flybe er aftur farið á hausinn. Félagið hefur fellt niður allar flugferðir og strandaglópar eru í öngum sínum. Talið er að hundruð muni missa vinnuna. Viðskipti erlent 28.1.2023 20:00
Fyrrverandi forstjóri Swedbank sýknaður Dómstóll í Svíþjóð hefur sýknað Birgitte Bonnesen, fyrrverandi forstjóra Swedbank, af ákæru um gróf fjársvik, innherjasvik og markaðsmisnotkun í tengslum við afhjúpun um stórfellt peningaþvætti í bankanum. Viðskipti erlent 25.1.2023 12:57
Vilja skipta Google upp vegna einokunarstöðu Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna og átta ríki höfðuðu í gær mál gegn Alphabet, móðurfélagi Google, vegna einokunarstöðu fyrirtækisins á auglýsingamarkaði á netinu. Lögsóknin gæti leitt til þess að félaginu yrði skipt upp. Viðskipti erlent 25.1.2023 12:31
Tólf þúsund manns sagt upp hjá Alphabet Forsvarsmenn Alphabet, móðurfélags Google, hafa tilkynnti að tólf þúsund starfsmönnum félagsins verði sagt upp. Það samsvarar um sex prósentum af öllum starfsmönnum Alphabet en Sundar Pichai, forstjóri bæði Alphabet og Google, tilkynnti ákvörðunina í dag. Viðskipti erlent 20.1.2023 13:05
Stofnandi Netflix hættir sem forstjóri Stofnandi Netflix hefur ákveðið að hætta sem einn af forstjórum fyrirtækisins. Hann hefur síðustu ár smátt og smátt komið verkefnum sínum yfir á aðra og er nú formlega hættur. Viðskipti erlent 19.1.2023 23:07
NASA og Boeing þróa mun sparneytnari farþegaþotu Bandaríska geimferðastofnunin NASA og Boeing-flugvélaframleiðandinn hafa tekið höndum saman um að þróa nýja tegund farþegaþotu sem á að vera þrjátíu prósent sparneytnari en þær hagkvæmustu sem finnast í dag. Viðskipti erlent 19.1.2023 22:22
Apple kynnir nýjan hátalara Tæknirisinn Apple hefur kynnt til leiks nýjan hátalara, HomePod. Um er að ræða aðra kynslóð af hátölurunum en sú fyrsta kom út árið 2018. Fyrirtækið vonast eftir því að skáka fyrirtækjum á borð við Amazon, Google og Sonos með nýju græjunni. Viðskipti erlent 18.1.2023 18:38
Segja ESB á móti stærsta samruna leikjaiðnaðarins Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins er mótfallin kaupum Microsoft á leikjafyrirtækinu Activision Blizzard. Þetta hefur Reuters fréttaveitan eftir heimildarmönnum sínum en yfirvöld í Bandaríkjunum hafa þegar höfðað mál til að stöðva kaupin. Viðskipti erlent 16.1.2023 14:58