Viljugir aðilar að vondri dagskrá 13. júní 2004 00:01 Mikilvægasta vald Bandaríkjanna í samtímanum eru líklega þau tök sem ráðamenn þessa ríkis hafa á dagskrá heimsmálanna. Fyrir tæplega þremur árum var dagskránni skyndilega breytt eftir hryðjuverkaárásina á New York. Slíkur er máttur Bandaríkjanna að tiltölulega fáir hafa efast um þessa nýju dagskrá. Samkvæmt henni er tiltekin tegund af baráttu gegn tiltekinni aðferð í stjórnmálum, þ.e.a.s. vopnuð og næsta blind barátta gegn hryðjuverkum, mikilvægasta mál samtímans í heiminum. Forseti Bandaríkjanna líkti þessari baráttu nýlega við síðari heimstyrjöldina. Sú samlíking virðist vinsæl í Bandaríkjunum en er auðvitað í besta falli heimskuleg og enn eitt dæmið um þá Mikka mús útgáfu af mannkynssögunni sem virðist mynda sögulegan bakgrunn að orðræðu í Bandaríkjunum. Þetta breytir því hins vegar ekki að barátta gegn hryðuverkum á forsendum ráðamanna þar vestra hefur orðið að þeirri beinagrind heimsmála sem annað er hengt utan á. Þótt fundur G8 hópsins í Bandaríkjunum í dag verði stjórnvöldum þar vestra sumpart erfiðari en oft áður staðfestir hann engu að síður tök Bandaríkjanna á dagskrá heimsmálanna. Menn eru að gera sér vonir um að fundur æðstu manna átta voldugustu ríkja heimsins muni ákveða að veita einum milljarði dollara til niðurfellingar á skuldum fátækustu ríkja Afríku. Að öðru leyti mun fundurinn fara í að ræða Írak, baráttuna gegn hryðjuverkum, hugmyndir Bandaríkjanna um breytingar í Mið-Austurlöndum og hátt olíuverð vegna óöryggis við Persaflóa. Það segir nokkra sögu um þessa dagskrá að þær skuldir sem átta voldugustu ríki heims ætla að gefa Afríku eftir nema tæplega 0,7% af þeirri aukningu sem orðið hefur á hernaðarútgjöldum Bandaríkjanna á þremur árum. Til að setja þessa hluti í samhengi má hafa í huga að færustu sérfræðingar, menn á borð við hagfræðinginn Jeffrey Sachs, telja að bjarga megi einni milljón mannslífa á ári með því að veita þremur milljörðum dollara til baráttu gegn malaríu. Þessi upphæð nemur um það bil tveimur prósentum af kostnaðinum við stríðið í Írak. Fyrir tíu prósent af kostnaðinum við Íraksstríðið mætti, ef þetta er rétt, bjarga fimm milljónum manna frá dauða á næstu árum. Baráttan gegn malaríu er hins vegar ekki á dagskrá heimsmálanna. Þótt með einföldum og ódýrum hætti megi bjarga einni milljón manna á ári hverju frá því að deyja úr þessum sjúkdómi nær málið alls ekki inná dagskrána. Tæplega þrjú þúsund manns fórust í árásinni á turnana tvo í New York en síðan hafa þrjár milljónir manna dáið fyrir þá ástæðu eina að ekki hefur tekst að safna saman peningaupphæð sem nemur þriggja daga útgjöldum Bandaríkjahers. Sú staðreynd blasir við að eftir að fimmtugfaldri þeirri upphæð sem bjargað gæti milljón mannslífum hefur verið eytt í hernað í Írak eru flestir sem nokkuð vita um þessi mál sammála um að hryðjuverkaógnin hafi vaxið en ekki minnkað vegna stríðsins. Sú barátta gegn hryðjuverkum sem Bandaríkin vilja að heimurinn allur einbeiti sér að skilar einfaldlega ekki árangri. Þvert á móti. Jafnvel Rumsfeld varnarmálaráðherra, sem ekki verður sakaður um búa yfir djúpri þekkingu á staðháttum utan Bandaríkjanna, viðurkennir að fleiri bætist í hópa hryðjuverkamanna á hverjum degi en Bandaríkin komast yfir að drepa. Það er hins vegar ódýrt að bjarga mannslífum og ekki ólíklegt að það geti um leið aukið öryggi manna á Vesturlöndum. Það eru fyrst og fremst börn sem deyja úr malaríu. Vandi fátækustu landa felst í vítahring heilsuleysis, barnadauða, menntunarleysis og örrar mannfjölgunar. Það hefur sýnt sig að minnkun á barnadauða dregur úr mannfjölgun, eykur frelsi og möguleika kvenna, gerir menntun mögulega og rífur með því vítahringinn. Þetta kostar svo lítið að unnt væri að breyta heiminum til hins betra fyrir minni upphæð en stríðið í Írak hefur kostað. Malarían er aðeins eitt dæmi um mál sem kostar milljónir mannslífa án þess að komast á dagskrá heimsmálanna. Það eru auðvitað ekki Bandaríkin ein sem bera ábyrgð á viljaleysi hinna ríku til að hjálpa hinum fátæku. Ekkert hinna landanna á fundi öflugustu ríkja heims hefur reynt að breyta dagskránni með því að búa til bandalag viljugra ríkja til öflugrar baráttu gegn þeim aðstæðum sem kosta þrjátíu þúsund börn lífið á hverjum einasta degi. Nokkur lítil ríki og þá helst Norðurlöndin og Holland veita hins vegar umtalsverðum fjármunum til slíkrar baráttu. Listi hinna viljugu í þeirri baráttu er stuttur. Það hlýtur að vera umhugsunarefni fyrir ríka og vopnlausa smáþjóð, hvort hún er á réttum lista. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Jón Ormur Halldórsson Mest lesið Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun
Mikilvægasta vald Bandaríkjanna í samtímanum eru líklega þau tök sem ráðamenn þessa ríkis hafa á dagskrá heimsmálanna. Fyrir tæplega þremur árum var dagskránni skyndilega breytt eftir hryðjuverkaárásina á New York. Slíkur er máttur Bandaríkjanna að tiltölulega fáir hafa efast um þessa nýju dagskrá. Samkvæmt henni er tiltekin tegund af baráttu gegn tiltekinni aðferð í stjórnmálum, þ.e.a.s. vopnuð og næsta blind barátta gegn hryðjuverkum, mikilvægasta mál samtímans í heiminum. Forseti Bandaríkjanna líkti þessari baráttu nýlega við síðari heimstyrjöldina. Sú samlíking virðist vinsæl í Bandaríkjunum en er auðvitað í besta falli heimskuleg og enn eitt dæmið um þá Mikka mús útgáfu af mannkynssögunni sem virðist mynda sögulegan bakgrunn að orðræðu í Bandaríkjunum. Þetta breytir því hins vegar ekki að barátta gegn hryðuverkum á forsendum ráðamanna þar vestra hefur orðið að þeirri beinagrind heimsmála sem annað er hengt utan á. Þótt fundur G8 hópsins í Bandaríkjunum í dag verði stjórnvöldum þar vestra sumpart erfiðari en oft áður staðfestir hann engu að síður tök Bandaríkjanna á dagskrá heimsmálanna. Menn eru að gera sér vonir um að fundur æðstu manna átta voldugustu ríkja heimsins muni ákveða að veita einum milljarði dollara til niðurfellingar á skuldum fátækustu ríkja Afríku. Að öðru leyti mun fundurinn fara í að ræða Írak, baráttuna gegn hryðjuverkum, hugmyndir Bandaríkjanna um breytingar í Mið-Austurlöndum og hátt olíuverð vegna óöryggis við Persaflóa. Það segir nokkra sögu um þessa dagskrá að þær skuldir sem átta voldugustu ríki heims ætla að gefa Afríku eftir nema tæplega 0,7% af þeirri aukningu sem orðið hefur á hernaðarútgjöldum Bandaríkjanna á þremur árum. Til að setja þessa hluti í samhengi má hafa í huga að færustu sérfræðingar, menn á borð við hagfræðinginn Jeffrey Sachs, telja að bjarga megi einni milljón mannslífa á ári með því að veita þremur milljörðum dollara til baráttu gegn malaríu. Þessi upphæð nemur um það bil tveimur prósentum af kostnaðinum við stríðið í Írak. Fyrir tíu prósent af kostnaðinum við Íraksstríðið mætti, ef þetta er rétt, bjarga fimm milljónum manna frá dauða á næstu árum. Baráttan gegn malaríu er hins vegar ekki á dagskrá heimsmálanna. Þótt með einföldum og ódýrum hætti megi bjarga einni milljón manna á ári hverju frá því að deyja úr þessum sjúkdómi nær málið alls ekki inná dagskrána. Tæplega þrjú þúsund manns fórust í árásinni á turnana tvo í New York en síðan hafa þrjár milljónir manna dáið fyrir þá ástæðu eina að ekki hefur tekst að safna saman peningaupphæð sem nemur þriggja daga útgjöldum Bandaríkjahers. Sú staðreynd blasir við að eftir að fimmtugfaldri þeirri upphæð sem bjargað gæti milljón mannslífum hefur verið eytt í hernað í Írak eru flestir sem nokkuð vita um þessi mál sammála um að hryðjuverkaógnin hafi vaxið en ekki minnkað vegna stríðsins. Sú barátta gegn hryðjuverkum sem Bandaríkin vilja að heimurinn allur einbeiti sér að skilar einfaldlega ekki árangri. Þvert á móti. Jafnvel Rumsfeld varnarmálaráðherra, sem ekki verður sakaður um búa yfir djúpri þekkingu á staðháttum utan Bandaríkjanna, viðurkennir að fleiri bætist í hópa hryðjuverkamanna á hverjum degi en Bandaríkin komast yfir að drepa. Það er hins vegar ódýrt að bjarga mannslífum og ekki ólíklegt að það geti um leið aukið öryggi manna á Vesturlöndum. Það eru fyrst og fremst börn sem deyja úr malaríu. Vandi fátækustu landa felst í vítahring heilsuleysis, barnadauða, menntunarleysis og örrar mannfjölgunar. Það hefur sýnt sig að minnkun á barnadauða dregur úr mannfjölgun, eykur frelsi og möguleika kvenna, gerir menntun mögulega og rífur með því vítahringinn. Þetta kostar svo lítið að unnt væri að breyta heiminum til hins betra fyrir minni upphæð en stríðið í Írak hefur kostað. Malarían er aðeins eitt dæmi um mál sem kostar milljónir mannslífa án þess að komast á dagskrá heimsmálanna. Það eru auðvitað ekki Bandaríkin ein sem bera ábyrgð á viljaleysi hinna ríku til að hjálpa hinum fátæku. Ekkert hinna landanna á fundi öflugustu ríkja heims hefur reynt að breyta dagskránni með því að búa til bandalag viljugra ríkja til öflugrar baráttu gegn þeim aðstæðum sem kosta þrjátíu þúsund börn lífið á hverjum einasta degi. Nokkur lítil ríki og þá helst Norðurlöndin og Holland veita hins vegar umtalsverðum fjármunum til slíkrar baráttu. Listi hinna viljugu í þeirri baráttu er stuttur. Það hlýtur að vera umhugsunarefni fyrir ríka og vopnlausa smáþjóð, hvort hún er á réttum lista.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun