KB banki tvöfaldast 14. júní 2004 00:01 KB banki tvöfaldaði stærð sína í dag með kaupum á danska bankanum FIH fyrir áttatíu og fjóra milljarða króna. Tveir íslenskir viðskiptabankar tóku þátt í slagnum um bankann sem er talinn hafa forystu í lánveitingum til fyrirtækja í Danmörku. Kaupin voru kynnt á blaðamannafundi í Kaupmannahöfn í dag. KB banki kaupir danska bankann FIH af Swedbank á 84 milljarða króna, auk vaxta frá þrítugasta og fyrsta mars þar til gengið verður endanlega frá kaupunum. Hlutabréf í KBbanka hækkuðu um rúm tólf prósent eftir að kaupin voru tilkynnt. Sigurður Einarsson stjórnarformaður KBbanka segir kaupin fjármögnuð með töluvert háu víkjandi láni á erlendum markaði og að til standi að fara í hlutafjárútboð á næstunni. FIH er með sautján prósenta hlutdeild á danska fyrirtækjalánamarkaðnum en stjórnendur KB banka sjá ýmis tækifæri til vaxtar svo sem í fyrirtækjaráðgjöf, fjármögnun í tengslum við yfirtökur og fjárfestingar í óskráðum hlutafélögum. Ekki eru fyrirhugaðar meiriháttar breytingar á rekstri eða starfsmannahaldi. Heimildir fréttastofu herma að Landsbankinn hafi einnig sóst eftir að kaupa FIH, en að þar á bæ hafi menn talið verðið komið yfir sársaukamörk. Hvað sem því líður verður að teljast til tíðinda að tveir viðskiptabankar á litla Íslandi gerist svo metnaðarfullir að hella sér í slaginn um eftirsóttan banka í okkar gamla herraríki. Sigurður Einarsson stjórnarformaður KB banka segir FIH einn af þremur leiðandi fyrirtækjabönkum Danmerkur. "Bankinn er mjög vel rekinn og þess vegna þarf ekki að gera neinar aðgerðir. Við getum unnið með núverandi starfsmönnum FIH og því fellur þetta vel að þeirri hugmyndafræði sem Kaupþing byggir á," segir Sigurður. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Haukur kveður íþróttafréttamennskuna Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
KB banki tvöfaldaði stærð sína í dag með kaupum á danska bankanum FIH fyrir áttatíu og fjóra milljarða króna. Tveir íslenskir viðskiptabankar tóku þátt í slagnum um bankann sem er talinn hafa forystu í lánveitingum til fyrirtækja í Danmörku. Kaupin voru kynnt á blaðamannafundi í Kaupmannahöfn í dag. KB banki kaupir danska bankann FIH af Swedbank á 84 milljarða króna, auk vaxta frá þrítugasta og fyrsta mars þar til gengið verður endanlega frá kaupunum. Hlutabréf í KBbanka hækkuðu um rúm tólf prósent eftir að kaupin voru tilkynnt. Sigurður Einarsson stjórnarformaður KBbanka segir kaupin fjármögnuð með töluvert háu víkjandi láni á erlendum markaði og að til standi að fara í hlutafjárútboð á næstunni. FIH er með sautján prósenta hlutdeild á danska fyrirtækjalánamarkaðnum en stjórnendur KB banka sjá ýmis tækifæri til vaxtar svo sem í fyrirtækjaráðgjöf, fjármögnun í tengslum við yfirtökur og fjárfestingar í óskráðum hlutafélögum. Ekki eru fyrirhugaðar meiriháttar breytingar á rekstri eða starfsmannahaldi. Heimildir fréttastofu herma að Landsbankinn hafi einnig sóst eftir að kaupa FIH, en að þar á bæ hafi menn talið verðið komið yfir sársaukamörk. Hvað sem því líður verður að teljast til tíðinda að tveir viðskiptabankar á litla Íslandi gerist svo metnaðarfullir að hella sér í slaginn um eftirsóttan banka í okkar gamla herraríki. Sigurður Einarsson stjórnarformaður KB banka segir FIH einn af þremur leiðandi fyrirtækjabönkum Danmerkur. "Bankinn er mjög vel rekinn og þess vegna þarf ekki að gera neinar aðgerðir. Við getum unnið með núverandi starfsmönnum FIH og því fellur þetta vel að þeirri hugmyndafræði sem Kaupþing byggir á," segir Sigurður.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Haukur kveður íþróttafréttamennskuna Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira