Flottar neglur fyrir allar konur 24. júní 2004 00:01 Stöðugt verður algengara að konur skarti ásettum nöglum. Þróunin í naglaásetningum hefur verið mjög hröð að undanförnu og mikið um nýjungar. Íris ívarsdóttir, eigandi Naglafegurðar og Icelandic Beauty-skólans, segir litagleði og glimmer það nýjasta í akrýlnöglunum. "Það eru ýmis glær tips og svo hvaða litur sem er. Nöglin sjálf getur verið í lit og hvíta röndin í öðrum lit. Þetta er mjög sniðugt til dæmis þegar konur eru að klæða sig upp í samkvæmiskjóla, þá geta þær verið með tvílitar neglur, til dæmis bláar og gylltar eða rauðar og gylltar." Íris segir glimmerið mjög vinsælt og hafa verið í tísku um hríð en litirnir í sumar eru gult, appelsínugult, bleikt og turkísblátt. Margar konur eru hræddar um að þeirra eigin neglur eyðileggist við naglaásetninguna en Íris segir það óþarfa áhyggjur. "Neglurnar geta orðið ljótar ef konur rífa ásettu neglurnar sjálfar af. Það þarf að pússa neglurnar af og nota sérstakt efni sem hægt er að kaupa á stofum. En það er mikil vinna að pússa neglurnar niður og best að láta gera það á stofu." Hvers vegna fá konur sér ásettar neglur? "Neglurnar vilja klofna á veturna og það getur verið erfitt að ná þeim góðum. Svo vilja konur hafa beina lagið á nöglunum og ná ekki sínum eigin þannig. Þetta er líka fallegt og snyrtilegt og þarf ekkert að hugsa um þær nema láta laga neglurnar við naglaböndin á mánaðarfresti. Lakkið dugir í þrjár vikur og það er hægt að hafa neglurnar í hvaða lengd sem er. Svo er þetta sniðug lausn fyrri þær sem naga neglurnar." Venjuleg neglaásetning kostar 5.000 krónur, en með litum, skrauti eða glimmer kostar hún 6.000 krónur. Mest lesið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Fleiri fréttir Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
Stöðugt verður algengara að konur skarti ásettum nöglum. Þróunin í naglaásetningum hefur verið mjög hröð að undanförnu og mikið um nýjungar. Íris ívarsdóttir, eigandi Naglafegurðar og Icelandic Beauty-skólans, segir litagleði og glimmer það nýjasta í akrýlnöglunum. "Það eru ýmis glær tips og svo hvaða litur sem er. Nöglin sjálf getur verið í lit og hvíta röndin í öðrum lit. Þetta er mjög sniðugt til dæmis þegar konur eru að klæða sig upp í samkvæmiskjóla, þá geta þær verið með tvílitar neglur, til dæmis bláar og gylltar eða rauðar og gylltar." Íris segir glimmerið mjög vinsælt og hafa verið í tísku um hríð en litirnir í sumar eru gult, appelsínugult, bleikt og turkísblátt. Margar konur eru hræddar um að þeirra eigin neglur eyðileggist við naglaásetninguna en Íris segir það óþarfa áhyggjur. "Neglurnar geta orðið ljótar ef konur rífa ásettu neglurnar sjálfar af. Það þarf að pússa neglurnar af og nota sérstakt efni sem hægt er að kaupa á stofum. En það er mikil vinna að pússa neglurnar niður og best að láta gera það á stofu." Hvers vegna fá konur sér ásettar neglur? "Neglurnar vilja klofna á veturna og það getur verið erfitt að ná þeim góðum. Svo vilja konur hafa beina lagið á nöglunum og ná ekki sínum eigin þannig. Þetta er líka fallegt og snyrtilegt og þarf ekkert að hugsa um þær nema láta laga neglurnar við naglaböndin á mánaðarfresti. Lakkið dugir í þrjár vikur og það er hægt að hafa neglurnar í hvaða lengd sem er. Svo er þetta sniðug lausn fyrri þær sem naga neglurnar." Venjuleg neglaásetning kostar 5.000 krónur, en með litum, skrauti eða glimmer kostar hún 6.000 krónur.
Mest lesið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Fleiri fréttir Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira