Kerry heimsækir landsbyggðina 2. júlí 2004 00:01 Atkvæði í sveitum og minni bæjum kunna að ráða úrslitum í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í haust. Þar vann George Bush stórsigur fyrir fjórum árum og John Kerry mun leggja höfuðáherslu á að ná til landsbyggðarfólks í kosningabaráttu sinni nú. John Kerry leggur í dag af stað í eina af fjölmörgum heimsóknum sínum til landsbyggðarkjördæma þar sem hann ætlar að sannfæra fólkið um að hann sé einn af þeim og landsbyggðin skipti hann miklu máli.. Verkefni Kerrys gæti átt eftir að reynast erfitt þar sem yfirbragð hans sem frjálslynds yfirstéttarmanns úr austrinu fellur landsbyggðarfólki ekki vel í geð. Kerry mun á næstu vikum snæða „barbeque“-grillmat með fólkinu í Iowa, hlusta á bændur í Bloomer og jafnvel skjóta af byssu í Missisippi. En skoðanir Kerrys á skotvopnum eru að mati repúblíkana einmitt ein af lykilástæðum þess að fólkið í sveitum landsins ætti ekki að kjósa hann. Þessu mótmæla talsmenn Kerrys, sem segja hann vera veiðimann mikinn, þrátt fyrir að hann vilji setja öryggið á oddinn þegar kemur að skotvopnaeign. Þeir telja stöðuna í Írak og slælegt efnahagsástand í Bandaríkjunum gefa kjósendum til sveita ástæðu til að velja Kerry. Repúblíkanar ætla að verja landsbyggðaratkvæðin með kjafti og klóm og í gær fór af stað herferð af þeirra hálfu með yfirskriftinni: „Tíu helstu ástæður þess að John Kerry er rangur kostur fyrir landsbyggðarfólk.“ Ljóst er að George Bush verður að sigra í landsbyggðarkjördæmum ætli hann sér að ná endurkjöri enda eiga demókratar jafnan góða tíð í vændum takist þeim að sækja upp undir helming þessara atkvæða. Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Atkvæði í sveitum og minni bæjum kunna að ráða úrslitum í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í haust. Þar vann George Bush stórsigur fyrir fjórum árum og John Kerry mun leggja höfuðáherslu á að ná til landsbyggðarfólks í kosningabaráttu sinni nú. John Kerry leggur í dag af stað í eina af fjölmörgum heimsóknum sínum til landsbyggðarkjördæma þar sem hann ætlar að sannfæra fólkið um að hann sé einn af þeim og landsbyggðin skipti hann miklu máli.. Verkefni Kerrys gæti átt eftir að reynast erfitt þar sem yfirbragð hans sem frjálslynds yfirstéttarmanns úr austrinu fellur landsbyggðarfólki ekki vel í geð. Kerry mun á næstu vikum snæða „barbeque“-grillmat með fólkinu í Iowa, hlusta á bændur í Bloomer og jafnvel skjóta af byssu í Missisippi. En skoðanir Kerrys á skotvopnum eru að mati repúblíkana einmitt ein af lykilástæðum þess að fólkið í sveitum landsins ætti ekki að kjósa hann. Þessu mótmæla talsmenn Kerrys, sem segja hann vera veiðimann mikinn, þrátt fyrir að hann vilji setja öryggið á oddinn þegar kemur að skotvopnaeign. Þeir telja stöðuna í Írak og slælegt efnahagsástand í Bandaríkjunum gefa kjósendum til sveita ástæðu til að velja Kerry. Repúblíkanar ætla að verja landsbyggðaratkvæðin með kjafti og klóm og í gær fór af stað herferð af þeirra hálfu með yfirskriftinni: „Tíu helstu ástæður þess að John Kerry er rangur kostur fyrir landsbyggðarfólk.“ Ljóst er að George Bush verður að sigra í landsbyggðarkjördæmum ætli hann sér að ná endurkjöri enda eiga demókratar jafnan góða tíð í vændum takist þeim að sækja upp undir helming þessara atkvæða.
Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira