Bush ánægður með skýrsluna 24. júlí 2004 00:01 George Bush, forseti Bandaríkjanna, lýsir ánægju sinni með skýrslu nefndar um hryðjuverkin 11. september 2001, þótt ríkisstjórn hans sé harðlega gagnrýnd í henni. Skýrslan varpar meðal annars skýrara ljósi en áður á þau hörðu átök sem urðu milli flugræningja og farþega í flugvélinni sem hrapaði í Pennsylvaníu. Í skýrslu nefndarinnar segir meðal annars að hryðjuverkin 11. september hafi verið áfall, en þó ekki óvænt áfall. Aðgerðir ríkisstjórna George Bush og Bills Clintons á árunum 1998-2001 hafi hvorki truflað né seinkað áformum Al-Kaída og stjórn George Bush hafi hreinlega ekki tekið hryðjuverkaógnina alvarlega. Þrátt fyrir þessa gagnrýni er George Bush ánægður með það sem fram kemur í skýrslunni og segir hana minna Bandaríkjamenn á að ógnin vegna hryðjuverka sé alls ekki liðin hjá. Hann sagðist í vikulegu útvarpsávarpi sínu til þjóðarinnar vera þakklátur fyrir störf nefndarinnar undanfarna tuttugu mánuði. Hún hafi skilað alvarlegri og tæmandi skýrslu og Bush þiggur ráðleggingar hennar með þökkum. Hann segir ríkisstjórnina reyndar þegar hafa innleitt margar þær tillögur sem nefndin skilaði. Allar hugmyndir verða skoðar vandlega, að sögn forsetans, um úrbætur í öryggismálum og hvernig megi koma í veg fyrir frekari árásir. Ekki eru allir tilbúnir að samþykkja að stjórn Bush hafi þegar hrint í framkvæmd stórum hluta þeirra úrbóta sem lagðar eru til í skýrslunni. John Kerry lýsti því t.a.m. yfir í gær að skýrslan fæli í sér þau einföldu skilaboð að hægt væri að gera betur í öryggismálum en stjórn Bush hefði gert, og það myndi hann gera kæmist hann til valda í haust. En það kemur ýmislegt annað fram í skýrslunni heldur en gagnrýni á ríkisstjórnir Bush og Clintons. Í skýrslunni eru t.d. tíunduð mikil átök sem áttu sér stað á milli farþega og flugræningja í vélinni sem brotlenti í Pennsylvaníu. Farþegar vélarinnar voru við það að yfirbuga flugræningjana þegar vélinni var brotlent í jörðina. Einn flugræningjanna, Ziad Jarrah, sem var við stjórnvölinn, sveigði vélinni til beggja átta og upp og niður til þess að trufla fjölda farþega sem voru við það að komast inn í stjórnklefann. Þegar farþegarnir gerðu næstu atlögu að stjórnklefanum aðeins fáeinum mínútum síðar var Jarrah nóg boðið og hann keyrði vélina niður í átt að jörðinni um leið og hann ákallaði Allah. Skömmu síðar lá brakið af vélinni í jörðinni í Shanksville í Pennsylvaníu. Á myndinni má sjá skýrsluna til sölu í bókabúð í Bandaríkjunum. Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira
George Bush, forseti Bandaríkjanna, lýsir ánægju sinni með skýrslu nefndar um hryðjuverkin 11. september 2001, þótt ríkisstjórn hans sé harðlega gagnrýnd í henni. Skýrslan varpar meðal annars skýrara ljósi en áður á þau hörðu átök sem urðu milli flugræningja og farþega í flugvélinni sem hrapaði í Pennsylvaníu. Í skýrslu nefndarinnar segir meðal annars að hryðjuverkin 11. september hafi verið áfall, en þó ekki óvænt áfall. Aðgerðir ríkisstjórna George Bush og Bills Clintons á árunum 1998-2001 hafi hvorki truflað né seinkað áformum Al-Kaída og stjórn George Bush hafi hreinlega ekki tekið hryðjuverkaógnina alvarlega. Þrátt fyrir þessa gagnrýni er George Bush ánægður með það sem fram kemur í skýrslunni og segir hana minna Bandaríkjamenn á að ógnin vegna hryðjuverka sé alls ekki liðin hjá. Hann sagðist í vikulegu útvarpsávarpi sínu til þjóðarinnar vera þakklátur fyrir störf nefndarinnar undanfarna tuttugu mánuði. Hún hafi skilað alvarlegri og tæmandi skýrslu og Bush þiggur ráðleggingar hennar með þökkum. Hann segir ríkisstjórnina reyndar þegar hafa innleitt margar þær tillögur sem nefndin skilaði. Allar hugmyndir verða skoðar vandlega, að sögn forsetans, um úrbætur í öryggismálum og hvernig megi koma í veg fyrir frekari árásir. Ekki eru allir tilbúnir að samþykkja að stjórn Bush hafi þegar hrint í framkvæmd stórum hluta þeirra úrbóta sem lagðar eru til í skýrslunni. John Kerry lýsti því t.a.m. yfir í gær að skýrslan fæli í sér þau einföldu skilaboð að hægt væri að gera betur í öryggismálum en stjórn Bush hefði gert, og það myndi hann gera kæmist hann til valda í haust. En það kemur ýmislegt annað fram í skýrslunni heldur en gagnrýni á ríkisstjórnir Bush og Clintons. Í skýrslunni eru t.d. tíunduð mikil átök sem áttu sér stað á milli farþega og flugræningja í vélinni sem brotlenti í Pennsylvaníu. Farþegar vélarinnar voru við það að yfirbuga flugræningjana þegar vélinni var brotlent í jörðina. Einn flugræningjanna, Ziad Jarrah, sem var við stjórnvölinn, sveigði vélinni til beggja átta og upp og niður til þess að trufla fjölda farþega sem voru við það að komast inn í stjórnklefann. Þegar farþegarnir gerðu næstu atlögu að stjórnklefanum aðeins fáeinum mínútum síðar var Jarrah nóg boðið og hann keyrði vélina niður í átt að jörðinni um leið og hann ákallaði Allah. Skömmu síðar lá brakið af vélinni í jörðinni í Shanksville í Pennsylvaníu. Á myndinni má sjá skýrsluna til sölu í bókabúð í Bandaríkjunum.
Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira