Popptónleikar eða flokksþing? 27. júlí 2004 00:01 Flokksþing Demókrataflokksins í Bandaríkjunum hófst í Boston í gær. Ingólfur Bjarni Sigfússon, fréttamaður Stöðvar 2 og Bylgjunnar sem staddur er á þinginu, segir gríðarlegan mun vera á þessu flokksþingi og íslensku. Þetta sé meira líkt því að vera á popptónleikum eða „Hallelúja-samkomu“. Spiluð séu popplög fyrir hverja ræðu og það er sviðsstjóri, sem stjórnar yfirleitt Óskarsverðlaunahátíðinni, sem stjórnar dagskránni. Það segir kannski ýnislegt um þau áhrif sem menn eru að reyna að ná fram á þinginu að sögn Ingólfs og segir hann að gestir þingsins virðast hafa jafn mikinn áhuga á sýningunni og pólitíkinni - þetta jaðri nánast við múgæsingu. Mikið var um dýrðir þegar Bill Clinton var kynntur til leiks í gær og ætlaði fólk aldrei að hætta að klappa svo hann gæti flutt ræðu sína. Þetta var nánast eins og Britney Spears og Jesús Kristur væru samankomin í einum og sama manninum að sögn fréttamanns. Al Gore flutti líka ræðu í gær en var ekki fagnað nándar nærri jafn mikið. Clinton fór vítt og breitt um hið pólitíska svið í ræðu sinni og dró fram muninn á ástandinu þegar hann fór úr Hvíta húsinu fyrir fjórum árum og hvernig það er núna. Hann bar líka mikið lof á John Kerry, forsetaframbjóðanda demókrata, og kveikti ærlega í mannfjöldanum með sínum skýra og skorinorta hætti. Ingólfur Bjarni segir Clinton ekki koma Kerry í Hvíta húsið og talað er um að það geti verið hættulegt fyrir framboð Kerrys að tefla hinum fyrrverandi forseta of mikið fram vegna þess mikla munar sem á þeim er, sérstaklega hvað persónutöfra og útgeislun varðar. Kerry hefur ekki sýnt mikla hæfileika í að tala við fólk hingað til. Skilaboðin verða oft loðin, langdregin og jafnvel leiðinleg og mikið skortir á útgeislunina. Meðalsveifla í fylgiskönnunum þegar undanfarin tíu flokksþing demókrata hafa farið fram er 6,1% en verður líklega heldur minna að þessu sinni. Það stafar fyrst og fremst af því að ótrúlega stór hluti kjósenda hefur þegar ákveðið hvað hann kýs í haust. Megintilgangurinn með þinginu er því kannski ekki að fá fólk til fylgilags við flokkinn heldur til að fá þá sem styðja flokkinn til þess að mæta á kjörstað og kjósa. Hægt er að hlusta á Ingólf Bjarna Sigfússon tala frá flokksþinginu í Boston með því að smella á hlekkinn hér að neðan. Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira
Flokksþing Demókrataflokksins í Bandaríkjunum hófst í Boston í gær. Ingólfur Bjarni Sigfússon, fréttamaður Stöðvar 2 og Bylgjunnar sem staddur er á þinginu, segir gríðarlegan mun vera á þessu flokksþingi og íslensku. Þetta sé meira líkt því að vera á popptónleikum eða „Hallelúja-samkomu“. Spiluð séu popplög fyrir hverja ræðu og það er sviðsstjóri, sem stjórnar yfirleitt Óskarsverðlaunahátíðinni, sem stjórnar dagskránni. Það segir kannski ýnislegt um þau áhrif sem menn eru að reyna að ná fram á þinginu að sögn Ingólfs og segir hann að gestir þingsins virðast hafa jafn mikinn áhuga á sýningunni og pólitíkinni - þetta jaðri nánast við múgæsingu. Mikið var um dýrðir þegar Bill Clinton var kynntur til leiks í gær og ætlaði fólk aldrei að hætta að klappa svo hann gæti flutt ræðu sína. Þetta var nánast eins og Britney Spears og Jesús Kristur væru samankomin í einum og sama manninum að sögn fréttamanns. Al Gore flutti líka ræðu í gær en var ekki fagnað nándar nærri jafn mikið. Clinton fór vítt og breitt um hið pólitíska svið í ræðu sinni og dró fram muninn á ástandinu þegar hann fór úr Hvíta húsinu fyrir fjórum árum og hvernig það er núna. Hann bar líka mikið lof á John Kerry, forsetaframbjóðanda demókrata, og kveikti ærlega í mannfjöldanum með sínum skýra og skorinorta hætti. Ingólfur Bjarni segir Clinton ekki koma Kerry í Hvíta húsið og talað er um að það geti verið hættulegt fyrir framboð Kerrys að tefla hinum fyrrverandi forseta of mikið fram vegna þess mikla munar sem á þeim er, sérstaklega hvað persónutöfra og útgeislun varðar. Kerry hefur ekki sýnt mikla hæfileika í að tala við fólk hingað til. Skilaboðin verða oft loðin, langdregin og jafnvel leiðinleg og mikið skortir á útgeislunina. Meðalsveifla í fylgiskönnunum þegar undanfarin tíu flokksþing demókrata hafa farið fram er 6,1% en verður líklega heldur minna að þessu sinni. Það stafar fyrst og fremst af því að ótrúlega stór hluti kjósenda hefur þegar ákveðið hvað hann kýs í haust. Megintilgangurinn með þinginu er því kannski ekki að fá fólk til fylgilags við flokkinn heldur til að fá þá sem styðja flokkinn til þess að mæta á kjörstað og kjósa. Hægt er að hlusta á Ingólf Bjarna Sigfússon tala frá flokksþinginu í Boston með því að smella á hlekkinn hér að neðan.
Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira