Clinton fagnað gríðarlega 27. júlí 2004 00:01 Bill Clinton, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, og Hillary Clinton, kona hans og þingmaður í New York ríki, töluðu á flokksþingi demókrata í gær. Ingólfur Bjarni Sigfússon fréttamaður sótti fundinn og að hans sögn ætlaði allt um koll að keyra þegar Clinton steig í pontu. Stjarna fyrsta kvölds flokksþings demókrata í Boston var Bill Clinton og raunar fylgdi Hillary fast á hæla honum. Í hvert skipti sem nöfn þeirra voru nefnd, ærðist nánast múgurinn og fagnaði mjög. Clinton var í fluggír og skilaboð hans féllu vel í kramið. „Þeir ákváðu að notfæra sér þessa sameiningarstund til að þoka landinu of langt til hægri og yfirgefa bandamenn okkar,“ sagði Clinton. „Ekki eingöngu með því að ráðast á Írak áður en vopnaeftirlitsmenn luku störfum sínum heldur neituðu þeir líka að styðja loftslagssamninginn, alþjóðlega stríðsglæpadómstólinn og samningana um fækkun skotflauga og bann við kjarnorkutilraunum.“ Stjórn og stefna George Bush forseta voru gagnrýnd, þó oftast án þess að nefna Bush sjálfan á nafn. Hamrað var á því að John Kerry væri betri og sterkari leiðtogi sem gæti stýrt Bandaríkjunum en kannanir benda einmitt til þess að almenningur hafi ekki ennþá gert upp hug sinn um hvort Kerry yrði góður yfirmaður heraflans. Gærkvöldið tókst vel að mati stjórnmálaskýrenda og fyrir vikið vex þrýstingurinn á Kerry að standa sig vel á fimmtudaginn þegar hann flytur ræðu. Stemningin í Boston er mikil og andrúmsloftið er merkilega afslappað miðað við að óttinn við hryðjuverk er gríðarlegur, bæði árásir Al-Kaída og innlendra stjórnleysingja. Lögreglan er þó á hverju horni og þegar farið er inn í Freet-höllina þar sem flokksþingið er haldið er það eins og að fara í gegnum stranga leit á flugvelli. Allt gengur þetta þó hratt og vel fyrir sig og fréttamenn fá ótrúlega góðan aðgang. Í kvöld stíga á stokk tveir traustir demókratar og svo tvö andlit sem rétt er að fylgjast með. Annars vegar er það eiginkona Kerrys, Theresa Heinz Kerry, sem þykir býsna yfirlýsingaglöð, og hins vegar Barago Bama(?) sem er öruggur um þingæti í haust. Hann er svartur mannréttindalögfræðingur sem þykir hafa allmikla persónutöfra og margir demókratar gera sér von um að hann verði, áður en langt um líður, fyrsti þeldökki forseti Bandaríkjanna. Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent Biden náðar son sinn Erlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Sjá meira
Bill Clinton, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, og Hillary Clinton, kona hans og þingmaður í New York ríki, töluðu á flokksþingi demókrata í gær. Ingólfur Bjarni Sigfússon fréttamaður sótti fundinn og að hans sögn ætlaði allt um koll að keyra þegar Clinton steig í pontu. Stjarna fyrsta kvölds flokksþings demókrata í Boston var Bill Clinton og raunar fylgdi Hillary fast á hæla honum. Í hvert skipti sem nöfn þeirra voru nefnd, ærðist nánast múgurinn og fagnaði mjög. Clinton var í fluggír og skilaboð hans féllu vel í kramið. „Þeir ákváðu að notfæra sér þessa sameiningarstund til að þoka landinu of langt til hægri og yfirgefa bandamenn okkar,“ sagði Clinton. „Ekki eingöngu með því að ráðast á Írak áður en vopnaeftirlitsmenn luku störfum sínum heldur neituðu þeir líka að styðja loftslagssamninginn, alþjóðlega stríðsglæpadómstólinn og samningana um fækkun skotflauga og bann við kjarnorkutilraunum.“ Stjórn og stefna George Bush forseta voru gagnrýnd, þó oftast án þess að nefna Bush sjálfan á nafn. Hamrað var á því að John Kerry væri betri og sterkari leiðtogi sem gæti stýrt Bandaríkjunum en kannanir benda einmitt til þess að almenningur hafi ekki ennþá gert upp hug sinn um hvort Kerry yrði góður yfirmaður heraflans. Gærkvöldið tókst vel að mati stjórnmálaskýrenda og fyrir vikið vex þrýstingurinn á Kerry að standa sig vel á fimmtudaginn þegar hann flytur ræðu. Stemningin í Boston er mikil og andrúmsloftið er merkilega afslappað miðað við að óttinn við hryðjuverk er gríðarlegur, bæði árásir Al-Kaída og innlendra stjórnleysingja. Lögreglan er þó á hverju horni og þegar farið er inn í Freet-höllina þar sem flokksþingið er haldið er það eins og að fara í gegnum stranga leit á flugvelli. Allt gengur þetta þó hratt og vel fyrir sig og fréttamenn fá ótrúlega góðan aðgang. Í kvöld stíga á stokk tveir traustir demókratar og svo tvö andlit sem rétt er að fylgjast með. Annars vegar er það eiginkona Kerrys, Theresa Heinz Kerry, sem þykir býsna yfirlýsingaglöð, og hins vegar Barago Bama(?) sem er öruggur um þingæti í haust. Hann er svartur mannréttindalögfræðingur sem þykir hafa allmikla persónutöfra og margir demókratar gera sér von um að hann verði, áður en langt um líður, fyrsti þeldökki forseti Bandaríkjanna.
Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent Biden náðar son sinn Erlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Sjá meira