Gamlir seldir sem nýir 10. ágúst 2004 00:01 Nokkuð er um að bílar sem seldir eru á Íslandi sem nýir séu í raun gamlir bílar sem staðið hafa óseldir erlendis jafnvel í nokkur ár. Þetta getur haft í för með sér vandamál þar sem bílar geta skemmst ef þeir standa óhreyfðir. Að sögn Stefáns Ásgrímssonar hjá Félagi íslenskra bifreiðaeigenda hafa fimm slík mál borist á borð félagsins á þessu ári. Í framleiðslunúmeri er meðal annars að finna upplýsingar um í hvaða mánuði bílar hafa verið afgreiddir frá verksmiðju. Þetta framleiðslunúmer er ekki hluti af þeim upplýsingum sem nauðsynlegt er að fylgi skráningarskírteini á íslenskum bílum. Stefán segir Félag íslenskra bifreiðaeigenda vera mjög ósátt við að þær upplýsingar þurfi ekki að fylgja skráningarskírteinum. "Við sem neytendafélag teljum að það sé verið að fara aftan að venjulegu fólki. Satt að segja skiljum við ekki af hverju þetta var gert og af hverju þetta fyrirkomulag er hér," segir Stefán. Hann segir að upp hafi komið mál bæði hjá bílaumboðum og einstaklingum sem flytja inn bíla þar sem þetta hafi verið vandamál. Hann segir að umboðin hafi jafnvel þráast við að gefa upplýsingar um framleiðslunúmer þegar eftir því sé sóst. Stefán segir að ýmsir hlutir í bílum geti skemmst og ryðgað ef bíllinn er ónotaður en þær skemmdir komi svo í ljós þegar bíllinn sé gangsettur. Þar sé meðal annars um að ræða gírabúnað og annað sem ekki situr í olíu þegar bíllinn stendur óhreyfður. Einnig munu vera dæmi þess að bílar sem seldir eru sem nýir hafi orðið fyrir ryðskemmdum af því að standa lengi óhreyfðir utandyra. Erfitt er fyrir kaupendur að sækja rétt sinn í slíkum málum þar sem seljendum er ekki gert að gefa upplýsingar um framleiðslunúmerið. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Nokkuð er um að bílar sem seldir eru á Íslandi sem nýir séu í raun gamlir bílar sem staðið hafa óseldir erlendis jafnvel í nokkur ár. Þetta getur haft í för með sér vandamál þar sem bílar geta skemmst ef þeir standa óhreyfðir. Að sögn Stefáns Ásgrímssonar hjá Félagi íslenskra bifreiðaeigenda hafa fimm slík mál borist á borð félagsins á þessu ári. Í framleiðslunúmeri er meðal annars að finna upplýsingar um í hvaða mánuði bílar hafa verið afgreiddir frá verksmiðju. Þetta framleiðslunúmer er ekki hluti af þeim upplýsingum sem nauðsynlegt er að fylgi skráningarskírteini á íslenskum bílum. Stefán segir Félag íslenskra bifreiðaeigenda vera mjög ósátt við að þær upplýsingar þurfi ekki að fylgja skráningarskírteinum. "Við sem neytendafélag teljum að það sé verið að fara aftan að venjulegu fólki. Satt að segja skiljum við ekki af hverju þetta var gert og af hverju þetta fyrirkomulag er hér," segir Stefán. Hann segir að upp hafi komið mál bæði hjá bílaumboðum og einstaklingum sem flytja inn bíla þar sem þetta hafi verið vandamál. Hann segir að umboðin hafi jafnvel þráast við að gefa upplýsingar um framleiðslunúmer þegar eftir því sé sóst. Stefán segir að ýmsir hlutir í bílum geti skemmst og ryðgað ef bíllinn er ónotaður en þær skemmdir komi svo í ljós þegar bíllinn sé gangsettur. Þar sé meðal annars um að ræða gírabúnað og annað sem ekki situr í olíu þegar bíllinn stendur óhreyfður. Einnig munu vera dæmi þess að bílar sem seldir eru sem nýir hafi orðið fyrir ryðskemmdum af því að standa lengi óhreyfðir utandyra. Erfitt er fyrir kaupendur að sækja rétt sinn í slíkum málum þar sem seljendum er ekki gert að gefa upplýsingar um framleiðslunúmerið.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira