Hefur áhrif á íslenskt efnahagslíf 19. ágúst 2004 00:01 Stöðugt hækkandi olíuverð á heimsmarkaði hefur neikvæð áhrif á íslenskt efnahagslíf. Það bæði dregur úr hagvexti og eykur verðbólgu. Engin verðlækkun er fyrirsjáanleg. Neikvæð áhrif af stanslausum hækkunum á bensín- og olíuverði undanfarin misseri koma eiginlega að neytendum úr öllum áttum. Því miður er engar líkur til þess að verðið lækki á næstunni; þvert á móti má búast við að það hækki yfir fimmtíu dollara fatið, og jafnvel talsvert þar yfir. Heimsmarkaðsverð á olíu er nú komið upp í 48,20 dollara fyrir fatið. Verðið á mörkuðum í Bandaríkjunum hefur hækkað um í kringum þrjátíu prósent frá því í upphafi júlímánaðar. Þetta háa verð er farið að koma illa við efnahagsþróun um allan heim og ekki síður á Íslandi en annars staðar. Ingólfur Bender, forstöðumaður greiningardeildar Íslandsbanka, segir áhrifanna hér á landi gæta í aukinni verðbólgu, auknum viðskiptahalla og hægari hagvexti. Hann segir þessa hækkun bensínverðs bæði koma niður á heimilum og fyrirtækjum. Hvað heimilin varðar er það fyrst og fremst í gegnum kostnað af bensínnotkun en einnig vegna óbeinna áhrifa í gegnum vísitölu neysluverðs, og þá verðtryggð lán, að sögn Ingólfs. Á fyrirtækjamarkaðnum er það fyrst og fremst sjávarútvegs- og flutningafyrirtæki sem verða var við hækkun olíuverðs vegna mikillar notkunar þeirra á olíu, sem og óbeint í gegnum eftirspurn á erlendum og innlendum mörkuðum. Ástæðurnar sem gefnar eru fyrir háu olíuverði eru margvíslegar og breytast eiginlega dag frá degi. Þegar eitt verðhækkunarvandamál er leyst, kemur upp eitthvað annað. Það er talað um ástandið í Írak, stjórnmálaþróun í Venesúela, mikla eftirspurn í Kína, vandamál Yukon-olíurisans í Rússlandi og þar fram eftir götunum. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Stöðugt hækkandi olíuverð á heimsmarkaði hefur neikvæð áhrif á íslenskt efnahagslíf. Það bæði dregur úr hagvexti og eykur verðbólgu. Engin verðlækkun er fyrirsjáanleg. Neikvæð áhrif af stanslausum hækkunum á bensín- og olíuverði undanfarin misseri koma eiginlega að neytendum úr öllum áttum. Því miður er engar líkur til þess að verðið lækki á næstunni; þvert á móti má búast við að það hækki yfir fimmtíu dollara fatið, og jafnvel talsvert þar yfir. Heimsmarkaðsverð á olíu er nú komið upp í 48,20 dollara fyrir fatið. Verðið á mörkuðum í Bandaríkjunum hefur hækkað um í kringum þrjátíu prósent frá því í upphafi júlímánaðar. Þetta háa verð er farið að koma illa við efnahagsþróun um allan heim og ekki síður á Íslandi en annars staðar. Ingólfur Bender, forstöðumaður greiningardeildar Íslandsbanka, segir áhrifanna hér á landi gæta í aukinni verðbólgu, auknum viðskiptahalla og hægari hagvexti. Hann segir þessa hækkun bensínverðs bæði koma niður á heimilum og fyrirtækjum. Hvað heimilin varðar er það fyrst og fremst í gegnum kostnað af bensínnotkun en einnig vegna óbeinna áhrifa í gegnum vísitölu neysluverðs, og þá verðtryggð lán, að sögn Ingólfs. Á fyrirtækjamarkaðnum er það fyrst og fremst sjávarútvegs- og flutningafyrirtæki sem verða var við hækkun olíuverðs vegna mikillar notkunar þeirra á olíu, sem og óbeint í gegnum eftirspurn á erlendum og innlendum mörkuðum. Ástæðurnar sem gefnar eru fyrir háu olíuverði eru margvíslegar og breytast eiginlega dag frá degi. Þegar eitt verðhækkunarvandamál er leyst, kemur upp eitthvað annað. Það er talað um ástandið í Írak, stjórnmálaþróun í Venesúela, mikla eftirspurn í Kína, vandamál Yukon-olíurisans í Rússlandi og þar fram eftir götunum.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira