Endurmenntun HÍ 25. ágúst 2004 00:01 Hvað eiga morð í öllum betri bókabúðum, Bach og viðbrögð við afbrýðisemi í samböndum sameiginlegt? Jú, þau eru meðal ótal umfjöllunarefna á námskeiðum Endurmenntunar Háskóla Íslands í vetur. Kolbrún Erla Matthíasdóttir er markaðsstjóri þar og segir okkur meira. "Á hverju misseri bjóðum við upp á um það bil 200 námskeið á um 20 fræðasviðum og meirihlutinn er nýr. Ég get nefnt sem dæmi eitt sem var að detta inn og heitir Sálgreining og stjórnmál -- Bush á bekknum. Haukur Ingi Jónasson sálgreinir er með það og þar verður sýnt fram á hvernig nota má kenningar sálgreiningarstefnunnar á persónuleika stjórnmálamanna. Menningarnámskeiðin eru öll ný og þar eru til dæmis tvö um Halldór Laxness, hvort á sinni önninni í umsjá Halldórs Guðmundssonar. Það fyrra hefur undirtitilinn Skáld á öfgafullri öld. Svo er bragfræðinámskeið hjá Ragnari Inga Aðalsteinssyni og Jón Bö verður með fornsögur að venju. Það hafa margir skyldumætingu hjá honum! Auk þess erum við í samstarfi við Sinfóníuhljómsveitina, Þjóðleikhúsið og vinafélag Íslensku óperunnar og setjum upp námskeið sem tengjast verkefnum hjá þeim." Kolbrún segir hugmyndir að nýjum námskeiðum koma víða að. Verkefnisstjórar sjái hver um sinn flokk og félagasamtök og stofnanir af ýmsu tagi knýi á um samstarf. Reynt sé að finna sérfræðinga á hverju sviði enda sé aðgengi gott að kennurum í háskólanum sem séu óþreytandi að miðla þekkingu sinni. Einnig fái Endurmenntun stundum ábendingar um erlenda fræðimenn á leið til landsins og ráði þá til tímabundinnar kennslu. Af námskeiðum sem ganga í endurnýjun lífdaga hvert haust nefnir Kolbrún eitt um íslenska stafsetningu í hnotskurn, annað í verkefnisstjórnun og það þriðja um eflingu sjálfstrausts. Hún segir samstarf við háskóladeildirnar að aukast og æ fleiri námskeið gefi einingar til dæmis inn í meistaranám. "Það er ótalmargt spennandi í boði eins og sjá má á vefnum okkar endurmenntun.is," segir Kolbrún að lokum og heldur áfram leið sinni með námsskrána í prentun sem verður borin í öll hús á Reykjavíkursvæðinu um næstu mánaðamót. Nám Mest lesið Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Lífið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Stjörnulífið: Alþingiskosningar, fyrsti í aðventu og rómantík Lífið Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Lífið Gjöfin fyrir grillarann og pizzagerðina fæst hjá Grillkofanum Lífið samstarf Er bókstaflega skíthrædd Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Tónlist Fleiri fréttir Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira
Hvað eiga morð í öllum betri bókabúðum, Bach og viðbrögð við afbrýðisemi í samböndum sameiginlegt? Jú, þau eru meðal ótal umfjöllunarefna á námskeiðum Endurmenntunar Háskóla Íslands í vetur. Kolbrún Erla Matthíasdóttir er markaðsstjóri þar og segir okkur meira. "Á hverju misseri bjóðum við upp á um það bil 200 námskeið á um 20 fræðasviðum og meirihlutinn er nýr. Ég get nefnt sem dæmi eitt sem var að detta inn og heitir Sálgreining og stjórnmál -- Bush á bekknum. Haukur Ingi Jónasson sálgreinir er með það og þar verður sýnt fram á hvernig nota má kenningar sálgreiningarstefnunnar á persónuleika stjórnmálamanna. Menningarnámskeiðin eru öll ný og þar eru til dæmis tvö um Halldór Laxness, hvort á sinni önninni í umsjá Halldórs Guðmundssonar. Það fyrra hefur undirtitilinn Skáld á öfgafullri öld. Svo er bragfræðinámskeið hjá Ragnari Inga Aðalsteinssyni og Jón Bö verður með fornsögur að venju. Það hafa margir skyldumætingu hjá honum! Auk þess erum við í samstarfi við Sinfóníuhljómsveitina, Þjóðleikhúsið og vinafélag Íslensku óperunnar og setjum upp námskeið sem tengjast verkefnum hjá þeim." Kolbrún segir hugmyndir að nýjum námskeiðum koma víða að. Verkefnisstjórar sjái hver um sinn flokk og félagasamtök og stofnanir af ýmsu tagi knýi á um samstarf. Reynt sé að finna sérfræðinga á hverju sviði enda sé aðgengi gott að kennurum í háskólanum sem séu óþreytandi að miðla þekkingu sinni. Einnig fái Endurmenntun stundum ábendingar um erlenda fræðimenn á leið til landsins og ráði þá til tímabundinnar kennslu. Af námskeiðum sem ganga í endurnýjun lífdaga hvert haust nefnir Kolbrún eitt um íslenska stafsetningu í hnotskurn, annað í verkefnisstjórnun og það þriðja um eflingu sjálfstrausts. Hún segir samstarf við háskóladeildirnar að aukast og æ fleiri námskeið gefi einingar til dæmis inn í meistaranám. "Það er ótalmargt spennandi í boði eins og sjá má á vefnum okkar endurmenntun.is," segir Kolbrún að lokum og heldur áfram leið sinni með námsskrána í prentun sem verður borin í öll hús á Reykjavíkursvæðinu um næstu mánaðamót.
Nám Mest lesið Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Lífið Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Lífið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Stjörnulífið: Alþingiskosningar, fyrsti í aðventu og rómantík Lífið Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Lífið Gjöfin fyrir grillarann og pizzagerðina fæst hjá Grillkofanum Lífið samstarf Er bókstaflega skíthrædd Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Tónlist Fleiri fréttir Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið