Krefst fjögurra ára fangelsis 30. september 2004 00:01 Sækjandi í sakamáli gegn Stefáni Loga Sívarssyni krafðist þess í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær að hann yrði dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir þrjár líkamsárásir sem hann er sakaður um að hafa framið á tveimur dögum í apríl. Ein líkamsárasanna var sérstaklega hættuleg en þá réðst Stefán á sextán ára pilt. Pilturinn segir Stefán hafa slegið sig á kjaftinn og í magann og að lokum hafi hann sparkað í magann á honum þar sem hann lá í gólfinu. Stefán hefur játað tvö högg af þremur. Vitnisburðir í hinum tveimur líkamsárásunum eru mjög á reiki. Vitni muna ýmist ekki eftir hvað gerðist, segjast ekki hafa verið á staðnum eða ber ekki saman um hvað gerst hafi. Stefán Logi segist sjálfur ekki muna neitt vegna áfengis- og vímuefnaneyslu. Síðasta líkamsárásin var gegn ungri konu og segist Stefán ekkert muna en neitar árásinni þar sem hann hafi aldrei lagt hendur á kvenmann. Verjandi Stefáns segir hann hafa átt erfiða æsku og foreldrar hans hafi ekki verið góðar fyrirmyndir. Kvöldsögur frá föður Stefáns hafi fjallað um ofbeldi og drykkju. Stefán var á reynslulausn þegar hann var handtekinn vegna líkamsárásanna en ekki fékkst gæsluvarðhald eftir þá fyrstu. Verjandinn segir lögreglu hafa farið fram á gæsluvarðhald vegna rannsóknarhagsmuna en það ekki gengið eftir enda Stefán þá búinn að játa brotið að mestu. Eftir hinar árásirnar hafi hann hins vegar verið úrskurðaður í gæsluvarðhald sem farið hafi verið fram á vegna hagsmuna almennings. Verjandinn segir Stefán hafa beðið fangelsismálayfirvöld um að fá að ljúka afplánun í meðferð en honum hafi verið neitað vegna agabrota. "Hann fékk ekki hjálp af því að hann hafði verið óþekkur en hann hefur verið óþekkur allt sitt líf," sagði verjandinn. Þegar hann hafi svo losnað út fyrir um ári síðan hafi hann reynt að standa sig enda nýorðinn faðir. Um áramótin hafi fíknin fellt hann og eftir það hafi allt farið til verri vegar. Stefán á langan afbrotaferil að baki og hlaut meðal annars tveggja ára fangelsisdóm fyrir líkamsárás á heimili sínu á Skeljagranda árið 2002, auk annarrar líkamsárásar sem hann framdi sama dag. Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Innlent Fleiri fréttir Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Sjá meira
Sækjandi í sakamáli gegn Stefáni Loga Sívarssyni krafðist þess í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær að hann yrði dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir þrjár líkamsárásir sem hann er sakaður um að hafa framið á tveimur dögum í apríl. Ein líkamsárasanna var sérstaklega hættuleg en þá réðst Stefán á sextán ára pilt. Pilturinn segir Stefán hafa slegið sig á kjaftinn og í magann og að lokum hafi hann sparkað í magann á honum þar sem hann lá í gólfinu. Stefán hefur játað tvö högg af þremur. Vitnisburðir í hinum tveimur líkamsárásunum eru mjög á reiki. Vitni muna ýmist ekki eftir hvað gerðist, segjast ekki hafa verið á staðnum eða ber ekki saman um hvað gerst hafi. Stefán Logi segist sjálfur ekki muna neitt vegna áfengis- og vímuefnaneyslu. Síðasta líkamsárásin var gegn ungri konu og segist Stefán ekkert muna en neitar árásinni þar sem hann hafi aldrei lagt hendur á kvenmann. Verjandi Stefáns segir hann hafa átt erfiða æsku og foreldrar hans hafi ekki verið góðar fyrirmyndir. Kvöldsögur frá föður Stefáns hafi fjallað um ofbeldi og drykkju. Stefán var á reynslulausn þegar hann var handtekinn vegna líkamsárásanna en ekki fékkst gæsluvarðhald eftir þá fyrstu. Verjandinn segir lögreglu hafa farið fram á gæsluvarðhald vegna rannsóknarhagsmuna en það ekki gengið eftir enda Stefán þá búinn að játa brotið að mestu. Eftir hinar árásirnar hafi hann hins vegar verið úrskurðaður í gæsluvarðhald sem farið hafi verið fram á vegna hagsmuna almennings. Verjandinn segir Stefán hafa beðið fangelsismálayfirvöld um að fá að ljúka afplánun í meðferð en honum hafi verið neitað vegna agabrota. "Hann fékk ekki hjálp af því að hann hafði verið óþekkur en hann hefur verið óþekkur allt sitt líf," sagði verjandinn. Þegar hann hafi svo losnað út fyrir um ári síðan hafi hann reynt að standa sig enda nýorðinn faðir. Um áramótin hafi fíknin fellt hann og eftir það hafi allt farið til verri vegar. Stefán á langan afbrotaferil að baki og hlaut meðal annars tveggja ára fangelsisdóm fyrir líkamsárás á heimili sínu á Skeljagranda árið 2002, auk annarrar líkamsárásar sem hann framdi sama dag.
Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Innlent Fleiri fréttir Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Sjá meira