Sporin hræða 13. október 2005 14:44 Sjónarmið - Hafliði Helgason Hagvöxtur er á fleygiferð og framundan er tími vaxtar í þjóðarbúskapnum. Við slíkar aðstæður eykst hætta í efnahagslífinu. Það umhverfi sem nú blasir við gerir miklar kröfur um aðhaldssama stjórn ríkisfjármála. Innstreymi gjaldeyris vegna stóriðjuframkvæmda styrkir gengi krónunnar. Hækkandi vextir Seðlabankans styrkja einnig gengi krónunnar. Afleiðing sterkrar krónu er hagstætt verð innfluttra vara og aukinn viðskiptahalli. Mikill viðskiptahalli leiðir svo til leiðréttingar á gengi krónunnar þegar sér fyrir endann á veislunni með tilheyrandi verðbólguskoti. Við lok síðustu uppsveiflu gerði ríkisstjórnin mistök. Verðbólgan fór yfir níu prósent í upphafi árs 2002. Hagkerfið náði mjúkri lendingu, meðal annars vegna vaxtar nýrra atvinnugreina. Ríkið sýndi ekki næga ráðdeild þegar á reyndi, en heppnin var með okkur í það sinnið. Líklegt er að við stöndum frammi fyrir þessum hættum á ný við lok stóriðjuframkvæmda. Hvernig okkur reiðir af þá ræðst að nokkru leyti af viðbrögðum við þeim tímamótum, en að miklu leyti hvernig við tökumst á við efnahagslífið næstu tvö ár sem einkennast munu af vexti og hættu á þenslu. Seðlabankinn hefur þegar hafið hækkun vaxta, en hversu mikið bankinn þarf að hækka vexti ræðst fyrst og fremst af efnahagsákvörðunum ríkisstjórnarinnar. Skattalækkanir eru ekki ofarlega á óskalistanum frá hagstjórnarsjónarmiði, nema að skorið sé niður á móti í rekstri ríkisins. Fjárlagafrumvarp Geirs Haarde gerir ráð fyrir ríflega ellefu milljarða afgangi. Gert er ráð fyrir að tekjur ríkisins verði 306 milljarðar króna. Ellefu milljarðar eru því ríflega þrjú og hálft prósent af tekjum ríkisins. Það verður að teljast í minna lagi ef gæta á aðhaldssamrar stefnu í ríkisfjármálum. Ekki síst ef horft er um öxl og greint milli frumvarps og veruleika undanfarinna ára. Meðalfrávik fjárlaga og afkomu ríkissjóðs er þrettán milljarðar á ári síðustu ár. Ef árið 2005 verður meðalár í þessu tilliti þá verður tveggja milljarða halli á fjárlögum. Slíkt væri algjörlega óviðunandi og ógnun við framtíðarstöðugleika. Samneysla hefur vaxið meira en sem nemur hagvexti undanfarin ár þrátt fyrir einkavæðingu. Það þýðir að ríkið tekur árvisst stærri og stærri sneið af verðmætasköpuninni. Þá þróun verður að stöðva. Ríkisútgjöld sem vaxa hraðar en atvinnuvegirnir draga að lokum máttinn úr þeim. Sígandi lukka er best í efnahagsmálum og slaki í hagstjórn næstu tvö hagvaxtarár mun hefna sín af fullum þunga í framhaldinu. Öfgafullar gengissveiflur sem fylgja í kjölfarið geta leitt til þeirrar sóunar sem fylgir gjaldþrotum fyrirtækja sem undir eðlilegum kringumstæðum byggja á ágætum rekstrargrunni. Alþingi verður allt að bera ábyrgð á hagstjórninni. Stjórnarandstaða sem leggur til aukin útgjöld til málaflokka verður að sýna fram á niðurskurð á móti. Annað er ábyrgðarleysi. Reynslan sýnir að afar erfitt er að halda aftur af útgjöldum ríkisins þegar vel árar. Það er eins og að ætla í megrun um jólin. Þess vegna eru fyrirheit um afgang sem nemur þremur og hálfu prósenti af tekjum engan veginn nægjanleg til þess að vekja vonir um að engin magapína fylgi átveislunni sem framundan er. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafliði Helgason Mest lesið Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg Skoðun Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Sjónarmið - Hafliði Helgason Hagvöxtur er á fleygiferð og framundan er tími vaxtar í þjóðarbúskapnum. Við slíkar aðstæður eykst hætta í efnahagslífinu. Það umhverfi sem nú blasir við gerir miklar kröfur um aðhaldssama stjórn ríkisfjármála. Innstreymi gjaldeyris vegna stóriðjuframkvæmda styrkir gengi krónunnar. Hækkandi vextir Seðlabankans styrkja einnig gengi krónunnar. Afleiðing sterkrar krónu er hagstætt verð innfluttra vara og aukinn viðskiptahalli. Mikill viðskiptahalli leiðir svo til leiðréttingar á gengi krónunnar þegar sér fyrir endann á veislunni með tilheyrandi verðbólguskoti. Við lok síðustu uppsveiflu gerði ríkisstjórnin mistök. Verðbólgan fór yfir níu prósent í upphafi árs 2002. Hagkerfið náði mjúkri lendingu, meðal annars vegna vaxtar nýrra atvinnugreina. Ríkið sýndi ekki næga ráðdeild þegar á reyndi, en heppnin var með okkur í það sinnið. Líklegt er að við stöndum frammi fyrir þessum hættum á ný við lok stóriðjuframkvæmda. Hvernig okkur reiðir af þá ræðst að nokkru leyti af viðbrögðum við þeim tímamótum, en að miklu leyti hvernig við tökumst á við efnahagslífið næstu tvö ár sem einkennast munu af vexti og hættu á þenslu. Seðlabankinn hefur þegar hafið hækkun vaxta, en hversu mikið bankinn þarf að hækka vexti ræðst fyrst og fremst af efnahagsákvörðunum ríkisstjórnarinnar. Skattalækkanir eru ekki ofarlega á óskalistanum frá hagstjórnarsjónarmiði, nema að skorið sé niður á móti í rekstri ríkisins. Fjárlagafrumvarp Geirs Haarde gerir ráð fyrir ríflega ellefu milljarða afgangi. Gert er ráð fyrir að tekjur ríkisins verði 306 milljarðar króna. Ellefu milljarðar eru því ríflega þrjú og hálft prósent af tekjum ríkisins. Það verður að teljast í minna lagi ef gæta á aðhaldssamrar stefnu í ríkisfjármálum. Ekki síst ef horft er um öxl og greint milli frumvarps og veruleika undanfarinna ára. Meðalfrávik fjárlaga og afkomu ríkissjóðs er þrettán milljarðar á ári síðustu ár. Ef árið 2005 verður meðalár í þessu tilliti þá verður tveggja milljarða halli á fjárlögum. Slíkt væri algjörlega óviðunandi og ógnun við framtíðarstöðugleika. Samneysla hefur vaxið meira en sem nemur hagvexti undanfarin ár þrátt fyrir einkavæðingu. Það þýðir að ríkið tekur árvisst stærri og stærri sneið af verðmætasköpuninni. Þá þróun verður að stöðva. Ríkisútgjöld sem vaxa hraðar en atvinnuvegirnir draga að lokum máttinn úr þeim. Sígandi lukka er best í efnahagsmálum og slaki í hagstjórn næstu tvö hagvaxtarár mun hefna sín af fullum þunga í framhaldinu. Öfgafullar gengissveiflur sem fylgja í kjölfarið geta leitt til þeirrar sóunar sem fylgir gjaldþrotum fyrirtækja sem undir eðlilegum kringumstæðum byggja á ágætum rekstrargrunni. Alþingi verður allt að bera ábyrgð á hagstjórninni. Stjórnarandstaða sem leggur til aukin útgjöld til málaflokka verður að sýna fram á niðurskurð á móti. Annað er ábyrgðarleysi. Reynslan sýnir að afar erfitt er að halda aftur af útgjöldum ríkisins þegar vel árar. Það er eins og að ætla í megrun um jólin. Þess vegna eru fyrirheit um afgang sem nemur þremur og hálfu prósenti af tekjum engan veginn nægjanleg til þess að vekja vonir um að engin magapína fylgi átveislunni sem framundan er.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun