Hamingjusamastir og ríkastir 12. október 2004 00:01 Hamingjusamasta, frjálsasta og ríkasta fólk í heimi. Þetta er einkuninn sem enski Evrópuþingmaðurinn Daniel Hannan gefur Íslendingum. Hannan var hér á ferð fyrr í haust og var gestur hjá mér í Silfri Egils fyrir tveimur vikum. Hann ritar grein í íhaldstímaritið The Spectator undir fyrirsögninni Bláeygðir olíufurstar ("Blueeyed Sheiks"). Íslendingar séu nú ríkasta þjóð í Evrópu, segir hann, og lifi allra þjóða lengst. Hér hafi átt sér stað efnahagslegt kraftaverk, því hafi hann fylgst með á þeim tíu árum sem hann hafi sótt Ísland heim. Íslendingar bókstaflega velti sér upp úr peningum. Þetta segir Hannan að sé vegna þess að Íslendingar skilji að smátt sé fagurt og þeir hafi haft vit á að halda sig fyrir utan Evrópusambandið. Hann vill meina að Bretar geti tekið Íslendinga sér til fyrirmyndar - það sé með ólíkindum þegar svo voldugri þjóð finnist hún vera of smá til að standa utan ESB. Megi Íslendingar halda áfram að vera ríkir og frjálsir, eru lokaorð Hannans, sem auk þess að vera þingmaður á Evrópuþinginu er fyrrverandi ráðgjafi Michaels Howards, leiðtoga breskra Íhaldsflokksins og einn leiðarahöfunda stórblaðisins Daily Telegraph. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun
Hamingjusamasta, frjálsasta og ríkasta fólk í heimi. Þetta er einkuninn sem enski Evrópuþingmaðurinn Daniel Hannan gefur Íslendingum. Hannan var hér á ferð fyrr í haust og var gestur hjá mér í Silfri Egils fyrir tveimur vikum. Hann ritar grein í íhaldstímaritið The Spectator undir fyrirsögninni Bláeygðir olíufurstar ("Blueeyed Sheiks"). Íslendingar séu nú ríkasta þjóð í Evrópu, segir hann, og lifi allra þjóða lengst. Hér hafi átt sér stað efnahagslegt kraftaverk, því hafi hann fylgst með á þeim tíu árum sem hann hafi sótt Ísland heim. Íslendingar bókstaflega velti sér upp úr peningum. Þetta segir Hannan að sé vegna þess að Íslendingar skilji að smátt sé fagurt og þeir hafi haft vit á að halda sig fyrir utan Evrópusambandið. Hann vill meina að Bretar geti tekið Íslendinga sér til fyrirmyndar - það sé með ólíkindum þegar svo voldugri þjóð finnist hún vera of smá til að standa utan ESB. Megi Íslendingar halda áfram að vera ríkir og frjálsir, eru lokaorð Hannans, sem auk þess að vera þingmaður á Evrópuþinginu er fyrrverandi ráðgjafi Michaels Howards, leiðtoga breskra Íhaldsflokksins og einn leiðarahöfunda stórblaðisins Daily Telegraph.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun