Stærst sinnar tegundar 15. október 2004 00:01 Um áramót verður til nýtt flugrekstrarfyrirtæki á Íslandi sem gæti orðið stærsta fyrirtækið á íslenskum markaði ef áform um skráningu ganga eftir. Magnús Þorsteinsson, aðaleigandi Air Atlanta, kynnti í gær áætlanir um að stofna fyrirtæki í kringum rekstur Air Atlanta, Excel Airways og Íslandsflugs. Hið nýja fyrirtæki ber nafnið Avion group og er heildarvelta þess í kringum sjötíu milljarðar króna miðað við veltu fyrirtækjanna í samstæðunni í ár. Það er tíu milljörðum meira en velta SH í fyrra en SH er veltumesta félag á Íslandi samkvæmt tímaritinu Frjálsri verslun. Magnús Þorsteinsson verður starfandi stjórnarformaður Avion. Hann segir að fyrirtækið verði hið langstærsta í heiminum á sviði útleigu flugvéla með áhöfn, þjónustu og tryggingum. Hann telur að þessi markaður sé vaxandi. "Flugfélög gera sér gjarnan grein fyrir þvi að þau eru góð í að selja sæti og markaðssetja sína vöru en vilja ekki endilega standa í því að reka flugvélar. En þessu er öfugt farið hjá okkur. Við einbeitum okkur að rekstri flugvélanna sjálfra;" segir Magnús. Á blaðamannafundi í gær var einnig tilkynnt um kaup Atlanta á auknum hlut í breska flugfélaginu Excel. Fyrir átti Atlanta um fjörutíu prósent en hefur nú keypt þrjátíu prósent til viðbótar af grísku ferðaskrifstofunni Libra. Stjórnendur Excel eiga enn um tuttugu prósent í félaginu og segir Magnús líklegt að þeir muni halda þeirri fjárfestingu og taka þátt í því starfi sem fram undan er. Avion mun hafa til umráða 63 flugvélar og hafa tæplega 3.200 manns í vinnu. Starfstöðvar eru í öllum heimsálfum að Suðurskautslandinu undanskildu. Félög innan samsteypunnar munu áfram fljúga undir eigin merkjum og lúta daglegri stjórn forstjóra á hverju sviði en meginstefnumótum fer fram hjá stjórn samsteypunnar. Arngrímur Jóhannesson stofnaði Air Atlanta og á nú um fjórðungshlut í félaginu á móti 75 prósenta hlut Magnúsar. Ekki fæst uppgefið hvort og hvernig þessi hlutföll breytast í kjölfar stofnunar Avion. Viðskipti Mest lesið 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Fleiri fréttir Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Sjá meira
Um áramót verður til nýtt flugrekstrarfyrirtæki á Íslandi sem gæti orðið stærsta fyrirtækið á íslenskum markaði ef áform um skráningu ganga eftir. Magnús Þorsteinsson, aðaleigandi Air Atlanta, kynnti í gær áætlanir um að stofna fyrirtæki í kringum rekstur Air Atlanta, Excel Airways og Íslandsflugs. Hið nýja fyrirtæki ber nafnið Avion group og er heildarvelta þess í kringum sjötíu milljarðar króna miðað við veltu fyrirtækjanna í samstæðunni í ár. Það er tíu milljörðum meira en velta SH í fyrra en SH er veltumesta félag á Íslandi samkvæmt tímaritinu Frjálsri verslun. Magnús Þorsteinsson verður starfandi stjórnarformaður Avion. Hann segir að fyrirtækið verði hið langstærsta í heiminum á sviði útleigu flugvéla með áhöfn, þjónustu og tryggingum. Hann telur að þessi markaður sé vaxandi. "Flugfélög gera sér gjarnan grein fyrir þvi að þau eru góð í að selja sæti og markaðssetja sína vöru en vilja ekki endilega standa í því að reka flugvélar. En þessu er öfugt farið hjá okkur. Við einbeitum okkur að rekstri flugvélanna sjálfra;" segir Magnús. Á blaðamannafundi í gær var einnig tilkynnt um kaup Atlanta á auknum hlut í breska flugfélaginu Excel. Fyrir átti Atlanta um fjörutíu prósent en hefur nú keypt þrjátíu prósent til viðbótar af grísku ferðaskrifstofunni Libra. Stjórnendur Excel eiga enn um tuttugu prósent í félaginu og segir Magnús líklegt að þeir muni halda þeirri fjárfestingu og taka þátt í því starfi sem fram undan er. Avion mun hafa til umráða 63 flugvélar og hafa tæplega 3.200 manns í vinnu. Starfstöðvar eru í öllum heimsálfum að Suðurskautslandinu undanskildu. Félög innan samsteypunnar munu áfram fljúga undir eigin merkjum og lúta daglegri stjórn forstjóra á hverju sviði en meginstefnumótum fer fram hjá stjórn samsteypunnar. Arngrímur Jóhannesson stofnaði Air Atlanta og á nú um fjórðungshlut í félaginu á móti 75 prósenta hlut Magnúsar. Ekki fæst uppgefið hvort og hvernig þessi hlutföll breytast í kjölfar stofnunar Avion.
Viðskipti Mest lesið 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Fleiri fréttir Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Sjá meira