Samkeppnisyfirvöld gagnrýnd 20. október 2004 00:01 Samkeppnisráði hefur verið sent bréf þar sem Olíufélögin óska eftir skýringum á ýmsum atriðum sem ástæða þótti að gera athugasemdir við í kjölfar fundar félaganna með Samkeppnisráði á mánudaginn var, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Olíufélögin telja ástæðu til að gagnrýna málsmeðferð Samkeppnisstofnunar vegna rannsóknar á meintu samráði félaganna á árunum 1993-2001. Fundurinn á mánudaginn var svokölluð reifun, þar sem olíufélögunum gafst færi á að tjá sig munnlega fyrir Samkeppnisráði. Þótti olíufélögunum gagnrýnivert að reifuninni lokinni sátu starfsmenn Samkeppnisstofnunar fund með Samkeppnisráði þar sem ræða átti lokaniðurstöðu málsins og úrskurð Samkeppnisráðs. Einnig þótti olíufélögunum ástæða til að spyrjast fyrir um hvaða gögn Samkeppnisráð væri með undir höndum því við reifunina hafi virst sem Samkeppnisráð hafi vantað gögn úr andmælunum sem olíufélögin skiluðu inn skriflega. Einnig hafi ráðið haft undir höndum gögn er ekki voru í andmælunum. Ásgeir Einarsson, yfirlögfræðingur Samkeppnisstofnunar, neitar því að Samkeppnisráð hafi ekki verið afhent öll þau gögn er fram komu í andmælunum. "Samkeppnisráð hefur við úrlausn málsins undir höndum öll gögn, þar á meðal eintök af andmælum félaganna," segir Ásgeir. Varðandi gagnrýni olíufélaganna á óeðlilegt samstarf Samkeppnisstofnunar og Samkeppnisráðs við úrskurð málsins segir Ásgeir: "Eins og áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur bent á og dómstólar staðfest eru Samkeppnisstofnun og Samkeppnisráð aðilar sem ber að vinna sameiginlega að rannsókn og ákvörðun í samkeppnismálum en eru ekki aðskilin stjórnvöld. Samkeppnisráð tekur ákvörðun á fyrsta stjórnsýslustigi en samkvæmt samkeppnislögum annast Samkeppnisstofnun dagleg störf ráðsins og undirbýr mál sem lögð eru fyrir Samkeppnisráð," segir Ásgeir. Olíufélögin benda á að í dómsniðurstöðum héraðsdóms í grænmetismálinu svokallaða hafi dómnum þótt ástæða til að gagnrýna málsmeðferð Samkeppnisstofnunar og hafi sagt hana "fara nokkuð á sveig við viðurkennd sjónarmið um óhlutdrægni og jafnræði." Beinist gagnrýni olíufélaganna því að sömu vinnubrögðum og héraðsdómur gerði athugasemdir við. Héraðsdómur segir það fela í sér "hættulega hlutdrægni" að sömu starfsmenn Samkeppnisstofnunar vinni að rannsókn máls og ákveði hvaða þættir þess komi til ákvörðunar Samkeppnisráðs. Olíufélögin benda á að hæstiréttur gerði ekki athugasemdir við sjónarmið héraðsdóms varðandi þetta. Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira
Samkeppnisráði hefur verið sent bréf þar sem Olíufélögin óska eftir skýringum á ýmsum atriðum sem ástæða þótti að gera athugasemdir við í kjölfar fundar félaganna með Samkeppnisráði á mánudaginn var, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Olíufélögin telja ástæðu til að gagnrýna málsmeðferð Samkeppnisstofnunar vegna rannsóknar á meintu samráði félaganna á árunum 1993-2001. Fundurinn á mánudaginn var svokölluð reifun, þar sem olíufélögunum gafst færi á að tjá sig munnlega fyrir Samkeppnisráði. Þótti olíufélögunum gagnrýnivert að reifuninni lokinni sátu starfsmenn Samkeppnisstofnunar fund með Samkeppnisráði þar sem ræða átti lokaniðurstöðu málsins og úrskurð Samkeppnisráðs. Einnig þótti olíufélögunum ástæða til að spyrjast fyrir um hvaða gögn Samkeppnisráð væri með undir höndum því við reifunina hafi virst sem Samkeppnisráð hafi vantað gögn úr andmælunum sem olíufélögin skiluðu inn skriflega. Einnig hafi ráðið haft undir höndum gögn er ekki voru í andmælunum. Ásgeir Einarsson, yfirlögfræðingur Samkeppnisstofnunar, neitar því að Samkeppnisráð hafi ekki verið afhent öll þau gögn er fram komu í andmælunum. "Samkeppnisráð hefur við úrlausn málsins undir höndum öll gögn, þar á meðal eintök af andmælum félaganna," segir Ásgeir. Varðandi gagnrýni olíufélaganna á óeðlilegt samstarf Samkeppnisstofnunar og Samkeppnisráðs við úrskurð málsins segir Ásgeir: "Eins og áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur bent á og dómstólar staðfest eru Samkeppnisstofnun og Samkeppnisráð aðilar sem ber að vinna sameiginlega að rannsókn og ákvörðun í samkeppnismálum en eru ekki aðskilin stjórnvöld. Samkeppnisráð tekur ákvörðun á fyrsta stjórnsýslustigi en samkvæmt samkeppnislögum annast Samkeppnisstofnun dagleg störf ráðsins og undirbýr mál sem lögð eru fyrir Samkeppnisráð," segir Ásgeir. Olíufélögin benda á að í dómsniðurstöðum héraðsdóms í grænmetismálinu svokallaða hafi dómnum þótt ástæða til að gagnrýna málsmeðferð Samkeppnisstofnunar og hafi sagt hana "fara nokkuð á sveig við viðurkennd sjónarmið um óhlutdrægni og jafnræði." Beinist gagnrýni olíufélaganna því að sömu vinnubrögðum og héraðsdómur gerði athugasemdir við. Héraðsdómur segir það fela í sér "hættulega hlutdrægni" að sömu starfsmenn Samkeppnisstofnunar vinni að rannsókn máls og ákveði hvaða þættir þess komi til ákvörðunar Samkeppnisráðs. Olíufélögin benda á að hæstiréttur gerði ekki athugasemdir við sjónarmið héraðsdóms varðandi þetta.
Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira