Ætlar að kaupa sér nýja skyrtu 3. nóvember 2004 00:01 "Þetta kom mér mjög á óvart og ég átti alls ekki von á þessu. Fékk bullandi hjartslátt við tilnefninguna en er búinn að jafna mig. Það er allt í fínu lagi núna," segir kvikmyndagerðarmaðurinn Páll Steingrímsson þegar hann er spurður út í stóru tíðindin; að fá heiðursverðlaun Eddu þetta árið. Segist vel hafa skilið að Magnús Magnússon, sjónvarpsmaður á BBC, hafi hlotnast heiðurinn í fyrra því hann sé mikill jöfur, en þess má geta að Magnús er tilnefndur fyrir handritagerð heimildamyndar Páls; Öræfakyrrð (World of Solitude) sem einnig er tilnefnd til Eddu-verðlauna í ár sem besta heimildarmyndin. "Ég vissi að Magnús átti þetta skilið en hér heima eru ekki svo margir sem standa þokkalega í þessu. Það er nefnilega heilmikill róður að fjármagna og fá til baka fjármagn í heimildarmyndagerð og ég er sennilega eini maðurinn sem hef náð að þrauka í þessu frá 1986; alltaf með fólk í vinnu og borga því laun. Held að mér hafi tekist þetta vegna þess að ég kem myndunum í umferð erlendis, en það er lífsnauðsyn vegna smæðar íslenska markaðarins." Páll segir Eddu-verðlaunin skipta sig miklu atvinnulega séð og vera sterk auglýsing sem komi sér vel þegar reynt er við erlenda dreifingu. "En mér gengur reyndar ekki of vel að koma Öræfakyrrðinni í umferð því þeir segja hana ekki passa í neinn flokk þar sem hún sé ekki náttúrulífsmynd og í henni sé þokkalega beittur áróður. Ég hef hins vegar séð svona myndir á bæði Discovery og National Geographic og veit að ég á að geta komist inn. Myndin spilast gríðarlega vel fyrir magnaða tilstilli Magnúsar, en það eru ekki margir sem maður hnýtur um með þessa útgeislun, og í raun sárafáir." Páll hefur gert 32 heimildarmyndir á síðustu fimmtán árum; flestar um íslenska náttúru og dýralíf. Segist þó vart geta kallast David Attenborough okkar Íslendinga. "En ég hef mjög gaman af því sem ég geri og á meðan maður vaknar brosandi og hlakkar til að byrja nýjan dag er maður í fínum málum. Mér er þetta heilmikið hjartans mál og byrjaði fljótt að glíma á vettvangi sjónlistar; teikna, mála og ljósmynda. Svo þegar ég eignaðist þessa kvikmyndavél réð það úrslitum og ég stýrði ekki sjálfur hvað varð úr. Ég var kominn á rétta hillu." Þegar Páll er spurður hvort glamúrinn á Eddunni verði ekki of yfirþyrmandi fyrir mann sem elskar náttúrustillur og öræfakyrrð segir hann hátíðina ekki verða sér sjokk. "Ég er ekki feiminn við fólk og hef af því yndi, en hitt er mér nauðsyn. Ég verð að komast frá asanum, vera einn og fá súrefni, sjó og fallegt land, svo ég tali nú ekki um fuglaklið. Flestar hugmyndir um myndsmíði fæ ég einn með sjálfum mér. Ég á hreiður á Snæfellsnesi þar sem ég fer oft og sérstaklega á veturnar. Það er enginn uppspuni að þar býr einhver krafur og orka sem hefur áhrif á mann." Og Páll segist eiga feiknin öll af fínu punti sem muni sóma sér vel í kringum Eddu-verðlaunagripinn. "Ég finn styttunni stað og ætla allavega að kaupa mér skyrtu fyrir veisluhöldin," segir Páll alveg staðfastur. Eddan Menning Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Fleiri fréttir Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
"Þetta kom mér mjög á óvart og ég átti alls ekki von á þessu. Fékk bullandi hjartslátt við tilnefninguna en er búinn að jafna mig. Það er allt í fínu lagi núna," segir kvikmyndagerðarmaðurinn Páll Steingrímsson þegar hann er spurður út í stóru tíðindin; að fá heiðursverðlaun Eddu þetta árið. Segist vel hafa skilið að Magnús Magnússon, sjónvarpsmaður á BBC, hafi hlotnast heiðurinn í fyrra því hann sé mikill jöfur, en þess má geta að Magnús er tilnefndur fyrir handritagerð heimildamyndar Páls; Öræfakyrrð (World of Solitude) sem einnig er tilnefnd til Eddu-verðlauna í ár sem besta heimildarmyndin. "Ég vissi að Magnús átti þetta skilið en hér heima eru ekki svo margir sem standa þokkalega í þessu. Það er nefnilega heilmikill róður að fjármagna og fá til baka fjármagn í heimildarmyndagerð og ég er sennilega eini maðurinn sem hef náð að þrauka í þessu frá 1986; alltaf með fólk í vinnu og borga því laun. Held að mér hafi tekist þetta vegna þess að ég kem myndunum í umferð erlendis, en það er lífsnauðsyn vegna smæðar íslenska markaðarins." Páll segir Eddu-verðlaunin skipta sig miklu atvinnulega séð og vera sterk auglýsing sem komi sér vel þegar reynt er við erlenda dreifingu. "En mér gengur reyndar ekki of vel að koma Öræfakyrrðinni í umferð því þeir segja hana ekki passa í neinn flokk þar sem hún sé ekki náttúrulífsmynd og í henni sé þokkalega beittur áróður. Ég hef hins vegar séð svona myndir á bæði Discovery og National Geographic og veit að ég á að geta komist inn. Myndin spilast gríðarlega vel fyrir magnaða tilstilli Magnúsar, en það eru ekki margir sem maður hnýtur um með þessa útgeislun, og í raun sárafáir." Páll hefur gert 32 heimildarmyndir á síðustu fimmtán árum; flestar um íslenska náttúru og dýralíf. Segist þó vart geta kallast David Attenborough okkar Íslendinga. "En ég hef mjög gaman af því sem ég geri og á meðan maður vaknar brosandi og hlakkar til að byrja nýjan dag er maður í fínum málum. Mér er þetta heilmikið hjartans mál og byrjaði fljótt að glíma á vettvangi sjónlistar; teikna, mála og ljósmynda. Svo þegar ég eignaðist þessa kvikmyndavél réð það úrslitum og ég stýrði ekki sjálfur hvað varð úr. Ég var kominn á rétta hillu." Þegar Páll er spurður hvort glamúrinn á Eddunni verði ekki of yfirþyrmandi fyrir mann sem elskar náttúrustillur og öræfakyrrð segir hann hátíðina ekki verða sér sjokk. "Ég er ekki feiminn við fólk og hef af því yndi, en hitt er mér nauðsyn. Ég verð að komast frá asanum, vera einn og fá súrefni, sjó og fallegt land, svo ég tali nú ekki um fuglaklið. Flestar hugmyndir um myndsmíði fæ ég einn með sjálfum mér. Ég á hreiður á Snæfellsnesi þar sem ég fer oft og sérstaklega á veturnar. Það er enginn uppspuni að þar býr einhver krafur og orka sem hefur áhrif á mann." Og Páll segist eiga feiknin öll af fínu punti sem muni sóma sér vel í kringum Eddu-verðlaunagripinn. "Ég finn styttunni stað og ætla allavega að kaupa mér skyrtu fyrir veisluhöldin," segir Páll alveg staðfastur.
Eddan Menning Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Fleiri fréttir Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira