Dagur verði borgarstjóri 4. nóvember 2004 00:01 Tillaga liggur fyrir innan Reykjavíkurlistans um að Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi taki við starfi borgarstjóra og Þórólfur Árnason segi af sér vegna þátttöku í samráði olíufélaganna. Borgarfulltrúar Reykjavíkurlistans komu saman til fundar í gærkvöldi þar sem rætt var um framtíð listans. Engin niðurstaða fékkst á fundinum, en vitað er að tillaga um Dag sem borgarstjóra liggur fyrir. Gert er ráð fyrir áframhaldandi fundahöldum í dag. Árni Þór Sigurðsson, forseti borgarstjórnar og fulltrúi Vinstri grænna á Reykjavíkurlistanum, er staddur í Þýskalandi og talið er að það hafi tafið fyrir um úrlausn málsins. Borgarfulltrúar Vinstri grænna og grasrótin í flokknum hafa ekki getað sætt sig við áframhaldandi setu Þórólfs Árnasonar sem borgarstjóra og voru miklar annir hjá fulltrúum Reykjavíkurlistans vegna málsins í gær. Fyrst komu þeir saman um morguninn þar sem fulltrúar Vinstri grænna voru gagnrýndir harðlega fyrir að neita að lýsa yfir stuðningi við borgarstjóra. Formenn félaga stjórnmálaflokkanna sem að Reykjavíkurlistanum standa komu svo saman í hádeginu og sammæltust um að grasrótin í flokkunum fengi að taka þátt í ákvörðunum um framtíð listans, í stað þess að borgarfulltrúar stæðu einir í ákvarðanatökunni. Fulltrúar flokkanna funduðu svo síðdegis hver í sínu lagi með stjórnum flokksfélaganna og þingmönnum borgarinnar. Að þeim fundum loknum hittust borgarfulltrúarnir á skrifstofum borgarfulltrúa við Tjarnargötu, gegnt ráðhúsinu, á meðan Þórólfur Árnason borgarstjóri og Alfreð Þorsteinsson, formaður borgarráðs, komu til fundar í ráðhúsinu. Skömmu síðar gengu borgarfulltrúarnir allir á fund með borgarstjóra þar sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir bættist í hópinn. Spurð hvort Þórólfur nyti enn hennar stuðnings sagði hún: "Vandamálið snýst um að Þórólfur er búinn að starfa sem borgarstjóri, heill í sínu starfi og heiðvirður. Fyrir alla sem standa að Reykjavíkurlistanum snýst málið um hvort þeir geti staðið vörð um borgarstjórann sinn án þess að standa vörð um þetta samráð olíufélaganna sem allir fordæma að sjálfsögðu." Borgarstjórn Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Stj.mál Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira
Tillaga liggur fyrir innan Reykjavíkurlistans um að Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi taki við starfi borgarstjóra og Þórólfur Árnason segi af sér vegna þátttöku í samráði olíufélaganna. Borgarfulltrúar Reykjavíkurlistans komu saman til fundar í gærkvöldi þar sem rætt var um framtíð listans. Engin niðurstaða fékkst á fundinum, en vitað er að tillaga um Dag sem borgarstjóra liggur fyrir. Gert er ráð fyrir áframhaldandi fundahöldum í dag. Árni Þór Sigurðsson, forseti borgarstjórnar og fulltrúi Vinstri grænna á Reykjavíkurlistanum, er staddur í Þýskalandi og talið er að það hafi tafið fyrir um úrlausn málsins. Borgarfulltrúar Vinstri grænna og grasrótin í flokknum hafa ekki getað sætt sig við áframhaldandi setu Þórólfs Árnasonar sem borgarstjóra og voru miklar annir hjá fulltrúum Reykjavíkurlistans vegna málsins í gær. Fyrst komu þeir saman um morguninn þar sem fulltrúar Vinstri grænna voru gagnrýndir harðlega fyrir að neita að lýsa yfir stuðningi við borgarstjóra. Formenn félaga stjórnmálaflokkanna sem að Reykjavíkurlistanum standa komu svo saman í hádeginu og sammæltust um að grasrótin í flokkunum fengi að taka þátt í ákvörðunum um framtíð listans, í stað þess að borgarfulltrúar stæðu einir í ákvarðanatökunni. Fulltrúar flokkanna funduðu svo síðdegis hver í sínu lagi með stjórnum flokksfélaganna og þingmönnum borgarinnar. Að þeim fundum loknum hittust borgarfulltrúarnir á skrifstofum borgarfulltrúa við Tjarnargötu, gegnt ráðhúsinu, á meðan Þórólfur Árnason borgarstjóri og Alfreð Þorsteinsson, formaður borgarráðs, komu til fundar í ráðhúsinu. Skömmu síðar gengu borgarfulltrúarnir allir á fund með borgarstjóra þar sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir bættist í hópinn. Spurð hvort Þórólfur nyti enn hennar stuðnings sagði hún: "Vandamálið snýst um að Þórólfur er búinn að starfa sem borgarstjóri, heill í sínu starfi og heiðvirður. Fyrir alla sem standa að Reykjavíkurlistanum snýst málið um hvort þeir geti staðið vörð um borgarstjórann sinn án þess að standa vörð um þetta samráð olíufélaganna sem allir fordæma að sjálfsögðu."
Borgarstjórn Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Stj.mál Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Fleiri fréttir Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sjá meira