Tilnefnd og ótilnefndur 10. nóvember 2004 00:01 Stórleikkonan Helga Braga og sjónvarpsmaðurinn Kristján Kristjánsson úr Kastljósinu hafa verið valin sem kynnar Edduverðlaunanna sem afhent verða á Nordica Hóteli sunnudagskvöldið 14. nóvember. Helga er einnig tilnefnd sem besta leikkonan í aðalhlutverki en Kristján saknar þess að sjá ekki Kastljósið í tilnefningu. Íslendingar nær og fjær eru minntir á netkosningu vegna Edduverðlaunanna á Vísi.Helga, í hverju ætlarðu að vera? Guð, þetta er svo nýtilkomið og lítill fyrirvari. Það er enginn galli skaffaður og dýrt að dressa sig upp fyrir svona kvöld, en maður borgar með sér í það. Ég er að pæla í svörtum kjól sem ég keypti í Flex og hef aldrei notað. Ég ætlaði að láta spretta upp nokkrum saumum og víkka hann aðeins út en svo mátaði ég hann um daginn og þá allt í einu smellpassaði hann á mig því ég er búin að mjókka svo á Vodkakúrnum. Hann kemur sem sagt sterklega til greina, en ef einhver hönnuður vill hlaupa til þegar hann sér þetta er ég í angist yfir þessu kvöldi.Hvort ykkar sér um brandarana? Kristján verður alfarið í þeim. Ég mun sjá um alvarleikann og verð virðuleg. Þess vegna er ég líka að pæla í svarta kjólnum, en ég klæðist aldrei svörtu. Það er eins og hann hafi beðið eftir þessu virðulega tækifæri.Hvers vegna varst þú valin? Ég hef ekki grænan grun en hef áður verið beðin um þetta og þá alltaf verið upptekin í Borgarleikhúsinu. Sýning á Vodkakúrnum var fyrirhuguð þetta sama kvöld en aðstandendur sýningarinnar voru svo frábærir að gefa mér frí. Enda verða allir að horfa á sjónvarpið þetta kvöld!Hvað er eftirsóknarvert við að vera kynnirinn? Auðvitað stuðið, partíið og kjólarnir. Það er bara geggjað gaman að taka þátt í þessu.Þú ert útnefnd sjálf sem besta leikkonan í aðalhlutverki. Verður það ekkert óþægileg staða? Nei, nei. Ég tek lífinu svo létt að ég stressa mig ekki á þessu. Woody Allen sagði réttilega að ekki væri hægt að keppa í listum vegna afstæðis þeirra. Þetta er fyrst og fremst uppskeruhátíð.Hversu mikil vinna er þetta? Þetta er brjáluð vinna og hjá mér er allt að gerast á sama tíma. Ég var meira að segja að fá lykilinn að sorpinu í blokkinni!Kristján, í hverju ætlarðu að vera? Ég er nú ekki búinn að ákveða það og vil helst ekki kaupa mér neitt. Ætli ég noti ekki gamla trixið og fái annað hvort leigt eða lánað.Hvort ykkar sér um brandarana? Við skulum sjá hvort verða einhver hlutverkaskipti. Ég kannski fæ að segja brandarana og get svo verið alvarlegur í bland. Ég er þessi hæfilega blanda af báðu.Hvers vegna varst þú valinn? Ætli það hafi nokkuð verið öðrum til að dreifa? Ég er í þessari akademíu og fannst ég ekki geta sagt nei þegar ég var beðinn.Hvað er eftirsóknarvert við að vera kynnirinn? Jah, því miður ekki launin. Þetta er langtum verr borgað en ég hélt og ekki í neinu samræmi við vinnuframlag.Verður ekkert óþægilegt að horfa upp á sorgir og sigra ofan af sviðinu? Fólk verður að sætta sig við að margir eru kallaðir en aðeins einn útnefndur. Sjálfsagt mestu vonbrigðin fyrir þá sem ekki voru tilnefndir en finnst þeir eiga fullt erindi. Þannig er það með minn eigin sjónvarpsþátt sem ekki er tilnefndur, furðulegt nokk!Hversu mikil vinna er þetta? Það er ábyrgðarstarf að halda utan um þetta; passa að þetta rúlli og þokkalegur andi sé yfir samkomunni. Svona tveggja tíma prógramm er ekki hrist fram úr erminni. Það þarf að skrifa handrit fyrir hverja einustu sekúndu og ekkert má vera háð tilviljunum þótt fólk haldi stundum að sjónvarp sé leikið af fingrum fram. Það er akkúrat andstæða þess og ekkert hallærislegra en það sem er spontant og mistekst.Ætlarðu að brjóta dagskrána upp? Ég er náttúrlega maður mikils uppbrots og ef ég réði öllu mundi ég brjóta þetta allt upp, en mér sýnist að ég fái ekki að ráða öllu. Þetta er mjög vinsælt sjónvarpsefni en það er eins og með annað að það hættir fljótt að vera vinsælt ef það er alltaf eins. Því þætti mér ágætt að dagskráin yrði ekki sú sama og í fyrra. Eddan Menning Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Fleiri fréttir Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Stórleikkonan Helga Braga og sjónvarpsmaðurinn Kristján Kristjánsson úr Kastljósinu hafa verið valin sem kynnar Edduverðlaunanna sem afhent verða á Nordica Hóteli sunnudagskvöldið 14. nóvember. Helga er einnig tilnefnd sem besta leikkonan í aðalhlutverki en Kristján saknar þess að sjá ekki Kastljósið í tilnefningu. Íslendingar nær og fjær eru minntir á netkosningu vegna Edduverðlaunanna á Vísi.Helga, í hverju ætlarðu að vera? Guð, þetta er svo nýtilkomið og lítill fyrirvari. Það er enginn galli skaffaður og dýrt að dressa sig upp fyrir svona kvöld, en maður borgar með sér í það. Ég er að pæla í svörtum kjól sem ég keypti í Flex og hef aldrei notað. Ég ætlaði að láta spretta upp nokkrum saumum og víkka hann aðeins út en svo mátaði ég hann um daginn og þá allt í einu smellpassaði hann á mig því ég er búin að mjókka svo á Vodkakúrnum. Hann kemur sem sagt sterklega til greina, en ef einhver hönnuður vill hlaupa til þegar hann sér þetta er ég í angist yfir þessu kvöldi.Hvort ykkar sér um brandarana? Kristján verður alfarið í þeim. Ég mun sjá um alvarleikann og verð virðuleg. Þess vegna er ég líka að pæla í svarta kjólnum, en ég klæðist aldrei svörtu. Það er eins og hann hafi beðið eftir þessu virðulega tækifæri.Hvers vegna varst þú valin? Ég hef ekki grænan grun en hef áður verið beðin um þetta og þá alltaf verið upptekin í Borgarleikhúsinu. Sýning á Vodkakúrnum var fyrirhuguð þetta sama kvöld en aðstandendur sýningarinnar voru svo frábærir að gefa mér frí. Enda verða allir að horfa á sjónvarpið þetta kvöld!Hvað er eftirsóknarvert við að vera kynnirinn? Auðvitað stuðið, partíið og kjólarnir. Það er bara geggjað gaman að taka þátt í þessu.Þú ert útnefnd sjálf sem besta leikkonan í aðalhlutverki. Verður það ekkert óþægileg staða? Nei, nei. Ég tek lífinu svo létt að ég stressa mig ekki á þessu. Woody Allen sagði réttilega að ekki væri hægt að keppa í listum vegna afstæðis þeirra. Þetta er fyrst og fremst uppskeruhátíð.Hversu mikil vinna er þetta? Þetta er brjáluð vinna og hjá mér er allt að gerast á sama tíma. Ég var meira að segja að fá lykilinn að sorpinu í blokkinni!Kristján, í hverju ætlarðu að vera? Ég er nú ekki búinn að ákveða það og vil helst ekki kaupa mér neitt. Ætli ég noti ekki gamla trixið og fái annað hvort leigt eða lánað.Hvort ykkar sér um brandarana? Við skulum sjá hvort verða einhver hlutverkaskipti. Ég kannski fæ að segja brandarana og get svo verið alvarlegur í bland. Ég er þessi hæfilega blanda af báðu.Hvers vegna varst þú valinn? Ætli það hafi nokkuð verið öðrum til að dreifa? Ég er í þessari akademíu og fannst ég ekki geta sagt nei þegar ég var beðinn.Hvað er eftirsóknarvert við að vera kynnirinn? Jah, því miður ekki launin. Þetta er langtum verr borgað en ég hélt og ekki í neinu samræmi við vinnuframlag.Verður ekkert óþægilegt að horfa upp á sorgir og sigra ofan af sviðinu? Fólk verður að sætta sig við að margir eru kallaðir en aðeins einn útnefndur. Sjálfsagt mestu vonbrigðin fyrir þá sem ekki voru tilnefndir en finnst þeir eiga fullt erindi. Þannig er það með minn eigin sjónvarpsþátt sem ekki er tilnefndur, furðulegt nokk!Hversu mikil vinna er þetta? Það er ábyrgðarstarf að halda utan um þetta; passa að þetta rúlli og þokkalegur andi sé yfir samkomunni. Svona tveggja tíma prógramm er ekki hrist fram úr erminni. Það þarf að skrifa handrit fyrir hverja einustu sekúndu og ekkert má vera háð tilviljunum þótt fólk haldi stundum að sjónvarp sé leikið af fingrum fram. Það er akkúrat andstæða þess og ekkert hallærislegra en það sem er spontant og mistekst.Ætlarðu að brjóta dagskrána upp? Ég er náttúrlega maður mikils uppbrots og ef ég réði öllu mundi ég brjóta þetta allt upp, en mér sýnist að ég fái ekki að ráða öllu. Þetta er mjög vinsælt sjónvarpsefni en það er eins og með annað að það hættir fljótt að vera vinsælt ef það er alltaf eins. Því þætti mér ágætt að dagskráin yrði ekki sú sama og í fyrra.
Eddan Menning Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Fleiri fréttir Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira